Fréttablaðið - 09.10.2014, Síða 61

Fréttablaðið - 09.10.2014, Síða 61
FIMMTUDAGUR 9. október 2014 | MENNING | 41 Leiklist 18.00 Bíó Paradís frumsýnir nýja upp- færslu af tímalausu meistaraverki Tennessee Williams, A Streetcar Named Desire. 20.00 Fyrsta sýningin á Eldklerkinum í Tjarnarbíói. Hér er sögð saga af Jóni Steingrímssyni frá 18. öld, saga af góðum bónda, lækni og presti sem þarf að takast á við afleiðingar skelfilegustu náttúruham- fara Íslandssögunnar á tímum örbirgðar og undirokunar. Verð frá 2.500 krónum. Síðustu forvöð 18.00 Síðasta tækifæri til að sjá heim- ildarmyndina Björk: Biophilia Live í Bíói Paradís. Bókmenntir 21.00 Ljóðabókaútgáfan Meðgöngu- ljóð hefur undanfarin ár einbeitt sér að útgáfu og kynningu á verkum nýrra íslenskra skálda. Einnig hefur forlagið stefnt saman kynslóðum skálda í ýmsum viðburðum og verkefnum. Í kvöld setja þau framtíðarskáldið í fókus, en þá munu 13 ungskáld koma fram í Mengi og kynna ný verk. 2.000 krónur inn, gefins ljóðabók fylgir með. Uppistand 20.00 Uppistandshópurinn Mið-Ísland kemur fram í fyrsta sinn á Suðurnesj- um þann 9. október í Hljómahöll með sýninguna Áfram Mið-Ísland. Sýningin sló eftirminnilega í gegn á síðasta ári en áður en yfir lauk var hún sýnd yfir 75 sinnum og voru gestir tæplega 15 þúsund talsins. Uppselt á sýninguna. Tónlist 21.00 DJ Óli Dóri úr útvarpsþættinum Straumi þeytir skífum á Boston í kvöld. 21.00 DJ Óli Hjörtur & Lovísa byrja kvöldið á Prikinu og svo tekur við DJ Sexítæm. Leiðsögn 20.00 Þóra Sigurðardóttir myndlistar- maður tekur þátt í leiðsögn í Hafnar- borg og ræðir við gesti um verk sín á sýningunni Rás, sem nú stendur yfir. Myndlist 11.00 Ný málverkasýning Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar opnuð í Hverfis- galleríi í dag. 20.00 Nú er Sláturtíð hafin en í ár er keppnin um Keppinn 2014– mynd- listarkeppni með frjálsri aðferð. Mark- miðið er að stuðla að nýsköpun í mynd- listarmenningu á Íslandi. Frestur til að skila inn verkum er til fimmtudagsins 9. október kl. 19.30 í Listasafni Reykja- víkur í Hafnarhúsi en þá hefst uppboð á keppnisverkum. Það verk sem hæst er boðið í eftir lokatónverk lokatónleika Sláturtíðar 2014 11. október sigrar. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is E N N E M M / S ÍA / N M 5 3 5 4 6 Ég nota SagaPro Hjálmar Sveinsson, verkefnastjóri „Nú vakna ég úthvíldur“ www.sagamedica.is ísk heilbrigðisyfirvöld hafa nýlega staðfest virkni SagaPro og veitt heimild til að markaðssetja vöruna við tíðum þvaglátum. KanadAlbert Mónakóprins og eiginkona hans Charlene prinsessa eiga von á tvíburum, en þau staðfestu það í viðtali við tímaritið Hello! á miðvikudag. Þau tilkynntu í maí að þau ættu von á erfingja, en þetta eru fyrstu börn fyrrverandi ólympíusundkonunnar Charlene. Fyrir á Albert tvö börn úr fyrri samböndum, dótturina Jazmin Grace og soninn Alexandre. Ekki er ljóst hvor tvíburinn muni erfa krúnuna, en samkvæmt reglun- um mun fyrri tvíburinn sem fæð- ist erfa hana. Hins vegar ef fyrri tvíburinn er stúlka og sá síðari drengur mun krúnan koma í hans hlut. Þar sem fyrri börn Alberts eru fædd utan hjónabands mun hvorugt þeirra erfa krúnuna. Albert prins og Charlene giftu sig árið 2011 rétt fyrir utan Lond- on við stjörnum prýdda athöfn, en tuttugu ára aldursmunur er á þeim hjónum. Konunglegir tvíburar á leiðinni CHARLENE OG ALBERT Eiga von á tvíburum. Leikarinn Stephen Collins er búinn að missa hlutverkið í kvik- myndinni Ted 2 eftir að TMZ birti upptöku í gær þar sem leikarinn játar að hafa misnotað stúlkur undir lögaldri kynferð- islega. Faye Grant, eiginkona Stephens, tók upp fund sem þau áttu með fjölskylduráðgjafa árið 2012 án þess að Stephen vissi af því. Á upptökunni lýsir Stephen því í smáatriðum hvernig hann braut kynferðislega gegn ungum stúlkum. Leikarinn hefur ekki sent frá sér yfirlýsingu en Faye sagðist í gær ekki hafa komið upptökunni til TMZ. „Ég hef oft hvatt Steph- en til að leita sér meðferðar við barnagirnd en hann hefur neitað að leita sér hjálpar eða leggj- ast inn á spítala vegna þessarar girndar,“ segir hún. Sakaður um barnaníð ÓHUGNANLEG UPPTAKA Collins er í klandri. M YN D /G U LLI M ÁR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.