Fréttablaðið - 09.10.2014, Síða 62

Fréttablaðið - 09.10.2014, Síða 62
9. október 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 42 BÍÓFRÉTTIRAFMÆLISBARN DAGSINS 71 árs Chevy Chase leikari og grínisti Frægur fyrir: Chase er einn frægasti bandaríski grínleikarinn. Sandler á Netfl ix Grínleikarinn Adam Sandler mun leika í fjórum myndum sem verða frumsýndar á Netflix og ekki sýndar í bíó. Myndirnar verða framleiddar af hans eigin fyrirtæki, Happy Madison. Í tilkynningu frá Netflix segir: „Fólk elskar myndirnar hans á Netflix og horfir á þær aftur og aftur. Það kann vel við hann óháð aldri– allir eiga uppáhaldsmynd eða uppáhaldsfrasa frá honum.“ Einfari með „cameo“ Fyrsta kvikmyndin byggð á bók eftir rithöfundinn Thomas Pynchon er á leiðinni en það er sakamálasagan Inherent Vice. Samkvæmt New York Times mun rithöfundurinn hugsan- lega koma fyrir í myndinni en hann hefur haldið sig frá sviðsljósinu og veitir aldrei viðtöl. Þess vegna spyr tímaritið Vulture: „Ef enginn veit hvernig þú lítur út, telst það með sem „cameo“?“ Gone Girl Spennumynd Aðalhlutverk: Rosamund Pike, Ben Affleck, Neil Patrick Harris, Scoot McNairy, Sela Ward FRUMSÝNINGAR 8,6/10 6,7/10 Andri og Edda verða bestu vinir Fjölskyldumynd Aðalhlutverk: Nora Amundsen, Hilde Louise Asbjornsen, Janne Formoe Kvikmyndin Tusk verður frumsýnd hér á landi í Laug- arásbíói á mánudaginn. Myndin er nýjasta verk leik- stjórans, grínistans og Íslandsvinarins Kevins Smith en hann var staddur hér á landi árið 2011 þar sem hann hélt uppistandið sitt fræga, An Evening With Kevin Smith, í Hörpunni. Kevin Smith er langþekktastur fyrir sínar sérstöku grínmynd- ir en honum skaut upp á stjörnuhimininn árið 1994 með myndinni Clerks. Sú var afar ódýr í framleiðslu en hinn einfaldi söguþráður sem byggðist aðallega á fyndnum samtölum varð til þess að mynd- in var mjög áhrifamik- il á indímyndasenunni. Smith hefur gert margar grínmyndir sem eiga það allar sameiginlegt að gerast í heimabæ hans New Jersey en í þeim koma oft fyrir sömu karakterarnir, svo sem tvíeykið geðþekka Jay og Silent Bob. Á undanförnum árum hefur Smith verið að færa sig út fyrir þæg- indarammann með því að gera hryllingsmyndir. Hrollvekjan Red State kom út árið 2011 og fjallar um unglinga sem lenda í klónum á klikk- uðum sértrúarsöfnuði. Tusk er nýjasta hroll- vekjan hans en sami leik- ari er í hlutverki „vonda karlsins“ og í Red State, Michael Parks. Söguþráðurinn í Tusk er ansi geggjað- ur en myndin á að vera sú fyrsta í þríleik sem Smith kallar True North- þríleikinn. Myndin fjallar um internetsútvarpsmanninn Wallace Bryt on (Justin Long) en besti vinur hans, Teddy (Haley Joel Osmont), og kærastan hans, Allison (Ally Leon), fara að leita að honum þegar hann týnist eftir að hafa tekið viðtal við dularfullan sjómann að nafni Howard Howe (Michael Parks). Í ljós kemur að Howe hefur reynt að breyta Wallace í rostung. Þetta er söguþráður myndarinnar. Myndin hefur fengið afar misjafna dóma, sumir segja hana ömur- lega en öðrum finnst hún frábær. Því verður spennandi að sjá hvern- ig leikstjóranum hefur tekist að útfæra þessa absúrd sögu. thorduringi@frettabladid.is Rostungshrollvekja Kevins Smith hrellir Nýjasta mynd leikstjórans Kevins Smith er hryllingsmynd með harla geggjuðum söguþræði. VERÐANDI ROSTUNGUR Justin Long leikur aðalfórnarlambið. 6,7/10 SJALDGÆFUR VIÐBURÐUR Hugleikur telur gamlar myndir njóta sín best í bíósal. „Þetta er mjög mikið tilhlökkun- arefni,“ segir Hugleikur Dags- son um bíósýningaröðina Svartir sunnudagar sem snýr nú aftur í Bíó Paradís eftir nokkurra mán- uða hlé. Hugleikur hefur haldið utan um Svarta sunnudaga ásamt Sjón og Sigurjóni Kjartanssyni en áherslan hefur verið á költmyndir. Sýningarnar verða með breyttu sniði í haust en nú verða svokallað- ar „double feature“ kvikmyndasýn- ingar mánaðarlega í staðinn fyrir eina sýningu vikulega. Tvöfaldar kvikmyndasýningar eru ansi viðeigandi í ljósi þess að það var siður að sýna tvær mynd- ir í röð á sínum tíma í bílabíóum og svokölluðum „grindhouse“-bíó- um, sem sýndu aðallega B- og költ- myndir. „Við ætlum að halda upp á þennan sið. Á svona atburðum lifa þessar gömlu költmyndir sem best, það er einhvern veginn meiri viðburður að sjá gamla mynd í bíó heldur en nýja. Það er sjaldgæf- ara,“ segir Hugleikur. Á sunnudaginn verða tvær sígildar költmyndir frá árinu 1968 sýndar, Barbarella og Dan- ger: Diabolik. „Barbarella er ein stærsta költmynd allra tíma en Danger: Diabolik er svolít- ið gleymd. Þær eiga það sam- eiginlegt að vera framleiddar af Dino De Laurentiis.“ Dino var einn stærsti kvikmyndaframleið- andi Ítalíu og framleiddi margar frægar Fellini-myndir jafnt sem smærri költmyndir. „Þær eru líka báðar byggðar á myndasög- um og í rauninni með fyrstu góðu mynda sögukvikmyndunum. Kvik- myndanördar vilja meina að þær séu báðar frábærar. Þær eru rosa „grúví“ og rosa „sixtís“.“ Frá því að Svartir sunnudagar voru stofnaðir hefur hefðin ávallt verið sú að fá listamenn til að gera plakötin fyrir sýningarnar. Hugleikur hannaði plakatið fyrir Barbarella/Danger: Diabolik en það er unnið úr gömlum teikning- um úr myndasögunum. Öll plak- ötin eru til sýningar og sölu í Bíó Paradís en margir íslenskir lista- menn hafa lagt þeim lið, svo sem Halldór Helgason, Þrándur Þórar- insson og Davíð Örn Halldórsson. thorduringi@frettabladid.is Svartir sunnudagar snúa aft ur með stæl Breytt snið á sýningunum. Nú verða tvær myndir sýndar í röð að gömlum sið. ➜ Kvikmyndin Tusk er önnur hrollvekjan sem Kevin Smith leikstýrir.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.