Fréttablaðið - 09.10.2014, Side 72
9. október 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 52
Nú er Domino’s-deildin hafin og
þá mætast stálin stinn í körfunni.
Hvernig koma þessi bestu lið
landsins undan sumri?
SJÁUMST Á VELLINUM!
EKKI MISSA AF LEIK MEÐ ÞÍNU
LIÐI Í DOMINO’S-DEILDINNI.
FÓTBOLTI Marians Pahars er einn þekktasti
knattspyrnumaður Lettlands hin síðari ár
en þessi 38 ára fyrrverandi sóknarmaður
Southampton er nú landsliðsþjálfari Lett-
lands. „Hann býr ekki yfir mikilli reynslu sem
þjálfari,“ sagði Ilvars Koscinkevičs, blaðamað-
ur hjá tímaritinu Sporta Avize, í samtali við
Fréttablaðið í Riga í gær.
„En ég hef tekið eftir því á æfingum lands-
liðsins að hann leggur mikla áherslu á að-
ferðafræðina og leikskipulag. Liðið spilar
því skynsamlega undir hans stjórn,“ segir
Koscinkevičs.
Pahars lék með Southampton frá 1999 til
2006. Hann tók við U-21 landsliði Lettlands
í ársbyrjun 2013 og svo A-landsliðinu í júlí
sama ár þegar Aleksandrs Starkovs hætti.
Liðið vann aðeins einn af fyrstu fimm leikjum
sínum undir hans stjórn en hefur ekki tapað
fjórum í röð og haldið hreinu í þeim öllum.
„Það er mikil orka í kringum hann og ég
tel að hann sé góður kostur fyrir Lettland,“
segir Koscinkevičs sem stakk upp á því á
sínum tíma að knattspyrnusamband Lett-
lands leitaði til Lars Lagerbäck þegar það var í
þjálfaraleit á sínum tíma– áður en Lagerbäck
tók við Íslandi.
„Það var ekki hlustað á það,“ segir hann
í léttum dúr. „En ég tel að hann geti náð
góðum árangri með liðið. Það sem kemur
helst í veg fyrir það eru meiðslavandamál
liðsins sem eru mikil um þessar mundir.“ - esá
Lettarnir vel skipulagðir hjá Pahars
FIMMTÁN MÖRK
Marians Pahars fagnar
í leik með lettneska
landsliðinu. MYND/AFP
Dominos-deild karla í körfubolta
hefst í kvöld með fjórum leikjum en
margir bíða spenntir eftir því hvaða
áhrif miklar mannabreytingar hafa á
gang mála í karlakörfunni í vetur.
KR er ríkjandi Íslandsmeistari eftir
frábæran fyrsta vetur undir stjórn
Finns Stefánssonar. Liðið vann 30 af
33 leikjum sínum í deild og úrslita-
keppni og slæmu fréttirnar fyrir hin
liðin í deildinni er að KR-liðið gæti
jafnvel verið í enn meiri sérflokki í ár.
Martin Hermannsson, leikmaður
ársins í fyrra, er reyndar farinn út í
skóla en í staðinn horfa menn á að
Brynjar Þór Björnsson skipti aftur
úr öðrum gírnum og sýni hvað hann
getur. Stærstu fréttirnar úr Vestur-
bænum eru þó þær að liðið er búið
að fá til sín bandaríska miðherjann
Michael Craion sem var kosinn besti
erlendi leikmaðurinn á síðustu leiktíð.
Miðherjastaðan var eina veika staða
liðsins í fyrra en ekki lengur.
KR var spáð yfirburðarsigri í spánni
og Vesturbæjarliðið hefur allt til alls
til að gera þetta hreinlega að 1+11
deildinni. Grindavík hefur misst lykil-
mann sem og Keflavík og Njarðvík
en þau voru öll inn á topp fjögur í
fyrra. Stjarnan tekur nú fyrstu skrefin
eftir að Teitur Örlygsson hætti með
liðið. Það eru því líka breytingar í
Garðabænum.
Haukar eru hins vegar lið sem
líkt og KR hefur haldið flest öllum
sínum lykilmönnum. Nýliðarnir komu
skemmtilega inn í deildina í fyrra og
nú eru ungu strákarnir ári eldri og
reynslunni ríkari sem ætti að nýtast
Hafnarfjarðarliðinu vel.
Nýliðar Tindastóls tefla fram Darrel
(Keith Lewis) og Darell (Flake) í viðbót
við bandarískan leikmann en ætla að
láta hinn stórefnilega Pétur Rúnar
Birgisson bera ábyrgð á leikstjór-
nendastöðunni sem er nú jafnan
á herðum erlendra atvinnumanna.
Þetta er áhugaverð tilraun og margir
hafa trú á henni því Stólunum er spáð
5. sæti.
Nokkrar af ungu stjörnum
Dominos-deildarinnar í fyrra hafa nú
yfirgefið deildina en hvort ungir leik-
menn haldi áfram að fá stór tækifæri
í deildinni verður að koma í ljós. Sum
félög, eins og Keflavík, hafa farið þá
leið að kalla á eldri goðsagnir og það
er vissulega spennandi að sjá Damon
Johnson aftur á íslenskum fjölum
þótt hann haldi upp á fertugsafmælið
á tímabilinu.
KR-ingar hafa vissulega allt til alls
til að verja Íslandsmeistaratitilinn
í vetur og það kæmi svo sem ekki
mikið á óvart ef Vesturbæjarliðið yrði
í sérflokki. Leikirnir vinnast sem betur
fer á parkettinu og fyrsta skyndipróf
KR-inga er í kvöld þegar Njarðvíkingar
mæta í DHL-höllina með goðsagn-
irnar Friðrik Inga Rúnarsson og Teit
Örlygsson við stjórnvölinn.
UTAN VALLAR ÓSKAR ÓFEIGUR JÓNSSON ooj@frettabladid.is
VONANDI EKKI 1+11 DEILDIN
FÓTBOLTI Landsliðsmaðurinn Emil
Hallfreðsson missti föður sinn,
Hallfreð Emilsson, eftir baráttu
við krabbamein í síðasta mánuði.
Hallfreður lést langt fyrir aldur
fram en þrátt fyrir mikinn missi
gaf Emil kost á sér í verkefni
íslenska landsliðsins sem mætir
Lettlandi í Riga á morgun.
Fréttablaðið tók Emil tali fyrir
æfingu liðsins á Skonto-leikvang-
inum í gær þar sem hann ræddi
þennan mikla missi fyrir sig og
fjölskyldu sína. „Það var erfitt að
þurfa að kveðja hann sem föður
og minn besta vin í lífinu,“ segir
Emil. „Ég mun halda minningu
hans á lofti en um leið halda áfram
að lifa lífinu. Það hefði hann vilj-
að.“
Veitti mér huggun og gleði
Emil leikur með Hellas Verona á
Ítalíu og félagið hefur sýnt honum
mikinn stuðning á þessum erfiðu
tímum. Fyrir það er hann þakk-
látur.
„Ég vissi ekki við hverju ég
átti að búast en viðbrögð félags-
ins fannst mér ótrúleg. Félagið
sendi frá sér afar fallega kveðju
og leikmenn spiluðu með sorgar-
bönd fyrir pabba,“ segir Emil en
stuðningsmannasveit landsliðsins,
Tólfan, heiðraði einnig minningu
Hallfreðs með gjöf. „Það þótti mér
einstakt líka. Allt þetta var fallegt
og styrkjandi og veitti mér bæði
huggun og gleði.“
Emil sneri aftur til Ítalíu fyrir
leik Hellas Verona gegn Cagliari
á laugardaginn. Hann kom inn á
sem varamaður og lagði upp sigur-
markið í 1-0 sigri. „Þegar ég labb-
aði út af eftir leikinn kölluðu allir
stuðningsmennirnir nafnið mitt.
Þá báru tilfinningarnar mig ofur-
liði og ég brast í grát,“ segir Emil.
„Mér kom margt til hugar eftir
leikinn enda hafði ég það að vana
að hringja alltaf í kallinn eftir leik
til að gera hann upp. Það var því
ekkert símtal að þessu sinni.“
Guð enn raunverulegri en áður
Emil og fjölskyldu hans líður afar
vel á Ítalíu en í haust hóf hann
sitt fimmta keppnistímabil þar.
Hann á enn þrjú ár eftir af samn-
ingi sínum við Hellas Verona, þar
sem honum líður eins og heima
hjá sér.
Hann finnur einnig mikinn styrk
í sinni trú í þessum raunum.
„Fyrir mér er Guð enn raun-
verulegri en áður og þrátt fyrir
allt hefur trú mín styrkst. Það
kann að hljóma einkennilega fyrir
einhverja en það er engu að síður
tilfellið hjá mér og minni fjöl-
skyldu.“
Ítalir eru svo hlýir
Ítalir eru margir trúræknir og
Emil segir að hann finni sig vel í
slíku umhverfi.
„Ítalir eru svo hlýir. Þeir eru
opnir og miklar tilfinningaverur.
Þannig er maður sjálfur og því er
maður nokkurn veginn á heimavelli
þar. Það sýnir sig best í því hversu
miklan skilning maður fékk og þá
samúð sem við höfum fengið. Mér
þykir afar vænt um það.“
Fráfall pabba styrkti
trú mína á Guð
Vðbrögð knattspyrnuheimsins við fráfalli föður hans komu Emil Hallfreðssyni á
óvart. Hann brast í grát þegar áhorfendur á Ítalíu kölluðu nafn hans.
GEFUR KOST Á SÉR
Emil Hallfreðsson sést
hér á æfingu í gær en
landsleikurinn við Letta
verður sá fyrsti eftir að
hann missti föður sinn.
FRÉTTABLAÐ
IÐ
/VALLIR
Eiríkur Stefán
Ásgeirsson
eirikur@frettabladid.is
Valgarður
Gíslason
valli@365.is
Frá Riga í Lettlandi
HANDBOLTI Snorri Steinn Guðjónsson hefur byrjað
tímabilið með Sélestat í franska handboltanum af
miklum krafti. Í gær skoraði leikstjórnandinn tólf
mörk þegar Sélestat tapaði með tveimur mörkum,
29-31, fyrir Chambéry. Staðan í hálfleik var 13-14,
Chambéry í vil. Snorri hefur nú skorað 45 mörk í
fyrstu fimm umferðunum í frönsku deildinni, eða
níu mörk að meðaltali í leik. Það hefur þó dugað
skammt því Sélestat er aðeins með tvö stig.
Arnór Atlason skoraði tvö mörk þegar Saint
Raphael gerði 35-35 jafntefli gegn Créteil á útivelli.
Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði einnig tvö mörk
þegar Nimes vann átta marka sigur, 27-35, á
Istres. Róbert Gunnarsson komst ekki á blað
í öruggum níu marka sigri, 35-26, Paris SG
gegn Tremblay á heimavelli. - iþs
Snorri skoraði tólf í tapleik
SPORT