Fréttablaðið - 09.10.2014, Side 78

Fréttablaðið - 09.10.2014, Side 78
9. október 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 58 „Við stofnuðum hljómsveitina fyrst til þess að búa til okkar eigin lög. Síðan duttum við niður á það að fara að spila lög Genesis og höfum haldið okkur við það síðan,“ segir Bjarni Þór Sigurðsson, meðlimur hljómsveitarinnar Hátveiro sem heldur tónleika á Græna hattinum á Akureyri á laugardagskvöld. Þar ætlar sveitin að spila bestu lög hljómsveitarinnar Genesis en áður hefur hún leikið lög sveitarinnar á tónleikum meðal annars í Salnum í Kópavogi. En af hverju þessi mikli Genesis-áhugi? „Hann kemur frá Birni bassaleikara í bandinu og Jósef píanóleikara, þeir eru miklir aðdáendur. Þeir fóru að ræða saman um hvað þeir vildu spila og duttu fyrir tilviljun inn á þetta,“ segir hann. Bjarni segir að búast megi við miklu stuði á laug- ardagskvöldinu og jafnvel að jarðskjálftamælar á Eyjafjarðarsvæðinu hreyfist hressilega þegar ofur- trymbillinn Sigurður Karlsson ber húðirnar. Lítið hefur farið fyrir Sigurði í tónlistarsenunni undan- farin ár en á árum áður var hann meðal annars í sveitum á borð við Brunaliðið, Friðryk og Change. „Það er mikill happafengur fyrir okkur að hafa fengið hann til liðs við okkur og í raun bara íslenskt tónlistarlíf. Hann er ekki bara góður trommari heldur líka með þeim höggþyngri og þekktur fyrir kraftmikinn trommuleik. Þannig að það er öruggt að menn fá eitthvað fyrir peninginn þegar hann fer að tromma,“ segir Bjarni. - vh Munu jarðskjálft amælar hristast? Hljómsveitin Hátveiro fl ytur þekkt lög Genesis á Akureyri um helgina. HLJÓMSVEITIN HÁTVEIRO Datt niður á það að spila lög eftir Genesis og hefur haldið sig við það síðan. „Fólk er mjög jákvætt fyrir stelp- um í þessu starfi, en þetta er samt rosalegur karlaheimur ennþá. Ætli við séum ekki að reyna að koma af stað smá byltingu með þessu,“ segir Þuríður K. Krist- leifsdóttir, eða Þura Stína plötu- snúður og nemi. Hún og tíu aðrar plötusnúðastelpur ætla að tileinka októbermánuð stelpum sem eru plötusnúðar. „Við ætlum að vera öll miðvikudagskvöld á Boston að spila, ein til tvær saman. Með því viljum við bara styðja við bakið á þeim stelpum sem eru í þessum geira og hvetja stelpur til þess að byrja að spila. Þetta er ekki bara strákastarf,“ segir Þura. „Þetta byrjaði með því að við stofnuð- um Facebook-síðu sem hét Stelpu- snúðar Íslands. Við vildum bara sjá hverjar væru í þessu og þarna vildum við bara efla hver aðra og byggja upp þennan hóp“, segir Þura. „Við gerðum þetta líka í fyrra og vorum mikið að spá hvort við ættum að gera þetta aftur, því það á ekki að þurfa að hafa heil- an mánuð tileinkaðan plötusnúða- stelpum. Þetta á bara að vera sjálfsagt,“ segir Þura. Hún segir að þær fái oft að heyra að þær séu ekki nógu duglegar að troða sér að og suða og að þetta sé mikið hark. „Við heyrum oft að það sé verið að leita að stelpum til að spila. Auðvit- að er litla Ísland svolítið þannig að þú þarft að þekkja einhvern sem þekkir einhvern, en svo eru þetta oftast bara fasta dj-ar og það eru alltaf strákar. Við erum samt að vona að það sé að breytast,“ segir Þura. Hún hvetur þær stelpur sem hafa áhuga á starfinu að setja sig í samband við sig. „Þetta er ein skemmtilegasta vinna í heimi, þetta er svo óvænt og maður veit aldrei í hverju maður lendir.“ Sjálf byrjaði hún að spila fyrir tveimur árum. Það var fyrir algjöra tilviljun, en hún var að vinna á skemmtistað þegar yfir- menn hennar báðu hana að spila gamla íslenska tónlist eitt kvöld- ið. „Mér datt aldrei í hug að þetta væri eitthvað sem ég gæti. Það þurfti að sannfæra mig um það, en mín fyrstu dj-kvöld hétu Fjólu- blátt ljós við barinn. Það vatt upp á sig því áhuginn kviknaði um leið og þá varð ekki aftur snúið,“ segir Þura. Á föstudagskvöldið ætla þær að spila allar saman á skemmtistaðn- um Húrra. „Við erum alveg ellefu svo það má búast við fjölbreyttri tónlist, eins mismunandi og við erum margar,“ segir Þura. adda@frettabladid.is Ekki bara strákastarf Ellefu íslenskar plötusnúðastelpur vilja vekja athygli á stelpum í starfi nu. Þær vilja sjá fl eiri stelpur í geiranum og hvetja þær til að byrja. FLOTTUR HÓPUR Plötusnúða stelpurnar vilja fleiri stelpur inn í þennan strákaheim. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ætli við séum ekki að reyna að koma af stað smá byltingu með þessu. Þuríður K. Kristleifsdóttir (Þura Stína), plötusnúður og nemi. „Tónlist myndar oft svo skemmti- leg tengsl við fólk og ferðast með mann á óvænta staði,“ segir Guð- björg Tómasdóttir, kölluð Bubba, í hljómsveitinni My bubba. Hljóm- sveitin er á leið í tveggja mánaða tónleikaferðalag og mun meðal annars hita upp fyrir írska tónlist- armanninn Damien Rice á þrenn- um tónleikum. „Við kynntumst Damien þegar við vorum að spila á KexKöntrí- hátíðinni í sumar. Eftir eitt kvöldið á hátíðinni safnaðist hópur af tón- listarfólki saman í lítilli íbúð og spilaði heimatilbúna tónlist alla nóttina. Svo spurði hann okkur hvort við vildum hita upp fyrir hann í Evrópu þar sem við vorum með bókaðan túr þar á svipuðum slóðum og hann.“ Hljómsveitin hefur verið til í um fimm ár en hana skipar ásamt Bubbu My Larsdotter auk þess sem oft spila með þeim aðrir hljóðfæra- leikarar. Þær stöllur hafa gefið út tvær plötur og ferðast mikið undan- farin ár og spilað tónlist sína víða um heim. „Það hefur orðið þannig að okkur finnst eiginlega skemmti- legast að spila annars staðar en heima hjá okkur. Við höfum farið í ótal ferðalög um Evrópu og líka um Bandaríkin,“ segir Bubba. Þær halda í ferðalagið til þess að kynna nýjustu plötu sína, Goes Abroder, sem kemur út hjá Smekk- leysu í maí. Ferðalagið hefst með tónleikum í Mengi í hádeginu á föstudag þar sem tónleikagestir geta einnig gætt sér á súpu frá Snaps. - vh Hita upp fyrir Damien Rice Hljómsveitin My bubba er á leiðinni í tveggja mánaða tónleikaferðalag. FERÐAST MIKIÐ Þær Bubba og My hafa spilað víða um heim undanfarin ár. KEMUR HEILSUNNI Í LAG Create Now – Reykjavík Grand Hótel, 15.-16. október Námsstefnan Adobe Create Now verður haldin á Grand Hótel Reykjavík með fjölda frábærra fyrirlestra um notkun Adobe hugbúnaðar fyrir ljósmyndara, prenthönnuði, vefhönnuði og kvikmyndagerðarfólk. 2 dagar, 27 fyrirlestrar frá 6 sérfræðingum verð aðeins 15.000 kr. Ókeypis kynningarfyrirlestur um Creative Cloud báða dagana. - Allir velkomnir Nánari upplýsingar og skráning er á heimasíðu Hugbúnaðarsetursins: www.hugbunadarsetrid.is Fimmtudagar eru frekar tjillaðir, sérstaklega núna að hausti til og þá á lagið Pound Cake/Paris Morton með Drake og Jay-Z vel við. Klikkað eins og flest öll lögin á plötunni. Drizzy og Jay-Z klikka seint! Steinar, tónlistarmaður FIMMTUDAGSLAGIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.