Fréttablaðið - 25.10.2014, Síða 6

Fréttablaðið - 25.10.2014, Síða 6
25. október 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 www.heilsuborg.is Kynningarfundur Heilsulausnir Smáríki í Evrópu: EVRÓPUMÁL Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í samstarfi við Evrópustofu Hefur stærð aðildarríkja Evrópu sambandsins áhrif á hvernig þau móta Evrópustefnu sína? Dr. Cirila Toplak fjallar um hvaða áhrif hugmyndir Slóvena um landið sem smáríki í ESB hafa haft á Evrópustefnu Slóveníu og ber saman við svipaða umræðu í öðrum smáríkjum Evrópusambandsins. Dr. Cirila Toplak er dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Ljubljana í Slóveníu. Fundarstjóri: Jóna Sólveig Elínardóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur. Fundurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir. MÁNUDAGINN 27. OKTÓBER KL. 12-13 Í ODDA 201 Slóvenía og staða þess innan Evrópusambandsins Nánari upplýsingar: www.ams.hi.is og www.evropustofa.is Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun Evrópustofa á Facebook: www.facebook.com/evropustofa ALÞJÓÐAMÁLASTOFNUN RANNSÓKNASETUR UM SMÁRÍKI HÁSKÓLI ÍSLANDS STJÓRNMÁL Um 30 prósent styðja ríkisstjórnina, samkvæmt niður- stöðum skoðanakönnunar Frétta- blaðsins. 55 prósent segjast ekki styðja hana, tólf prósent segjast óákveðin og þrjú prósent svara ekki spurningunni. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem taka afstöðu segjast 35 prósent styðja ríkisstjórnina. Sex- tíu og fimm prósent segjast ekki styðja hana. Magnús Júlíusson, formað- ur Sambands ungra sjálfstæðis- manna, segir að þessar tölur komi sér ekki á óvart í ljósi þess hve mikil umræða hefur verið um breytingar á virðisaukaskattskerf- inu. „Umræðan hefur verið mjög á einn veg. Hún hefur verið einfölduð mjög og eitt atriði tekið fyrir,“ segir Magnús og vísar þar í umræðu um hækkun skatta á matvæli. „Þetta er í sjálfu sér erfitt mál, á meðan kynningin er í eina áttina þá eðli- lega kemur það niður á fylgi við ríkisstjórnina,“ segir hann. Það sé hins vegar áhugavert að umræðan hafi ekki komið niður á fylgi Sjálf- stæðisflokksins. Magnús bendir á að flokkurinn mælist sterkur og segist telja að það sé að miklu leyti vegna sterkrar forystu hans. Magnús segir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins þurfi að vera miklu duglegri að kynna fyrir þingi og þjóð hver heildaráhrif af virðisaukaskattsfrumvarpinu séu. Breytingin geti þýtt kaup- Þriðjungur segist styðja ríkisstjórnina Næstum sjö af hverjum tíu segjast ekki styðja ríkisstjórnina. Formenn ungliða- hreyfinga stjórnarflokkanna segja að þetta skýrist af umræðu um virðisaukaskatt. Þetta er í sjálfu sér erfitt mál, á meðan kynningin er í eina áttina þá eðlilega kemur það niður á fylgi við ríkisstjórnina. Magnús Júlíusson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Allir Karlar Konur STYÐUR ÞÚ RÍKISSTJÓRNINA? 35% JÁ 65% NEI 40% 60% 30% 70% máttaraukningu upp á 0,4% fyrir heimilin. „Það er stóra málið og það virðist ekki ná að komast inn í umræðuna,“ segir Magnús. Helgi Haukur Hauksson, for- maður Sambands ungra fram- sóknarmanna, segir mikilvægt að menn átti sig á þeim gífurlega mikilvægu verkefnum sem verið er að vinna að. Það sé líka ljóst að hækkun virðisaukaskatts á mat- væli sé ekki líkleg til vinsælda fyrir ríkisstjórnina. Helgi Haukur segir að ríkis- stjórnin sé að fást við vandasöm verkefni, Verið sé að vinna í því að leysa skuldavanda heimilanna með leiðréttingunni. „Það er heldur ekki auðvelt að glíma við ríkisfjár- málin þegar nettóvaxtagjöld ríkis- sjóðs voru til að mynda á síðasta ári 70-80 milljarðar,“ segir Helgi Haukur. Það sé aldrei til vinsælda fallið að skera niður. Könnun Fréttablaðsins á stuðn- ingi við ríkisstjórnina var gerð dagana 21. og 22. október. Hringt var í 1.241 mann þangað til náðist í 801, en 85 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Úrtakið er lag- skipt slembiúrtak. jonhakon@frettabladid.is SENEGAL, AP Malí er sjötta ríki Vest- ur-Afríku þar sem upp kemur til- felli ebólusmits eftir að veiran greindist í gær í smábarni sem nýverið kom til landsins. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segist líta svo á að neyðar- ástand hafi komið upp því barnið, tveggja ára gömul stúlka, var með blóðnasir á ferðalagi sínu til lands- ins frá Gíneu. Stúlkan og amma hennar notuðust við almennings- samgöngur á ferðalaginu. Í tilkynn- ingu frá WHO í gær kemur fram að þær hafi ferðast um nokkurn fjölda þorpa á leið sinni og hafi stoppað í tvo tíma í Bamako, höfuðborg Malí, áður en komið var til Keyes í vest- urhluta landsins. Heilbrigðisyfirvöld í Banda- ríkjunum reyndu aftur á móti í gær að slá á ótta fólks þótt ebóla hafi greinst í lækni í New York- borg þar sem milljónir notast við almenningssamgöngur. Litlar líkur séu á smiti þar því veiran smitist bara með líkamsvessum á borð við munnvatn, blóð, ælu eða saur. Þegar vessarnir þorna drep- ist vírusinn á nokkrum klukku- stundum. Fólk smiti ekki nema það sé veikt. Vestra var líka upplýst í gær að bandarísku hjúkrunarfræðingarn- ir tveir sem smituðust af ebólu á sjúkrahúsi í Dallas í byrjun mán- aðarins séu nú báðir lausir við veir- una. - óká Í GÍNEU Hermaður hverfur af vettvangi við Masiaka-þjóðveginn á þriðjudag þar sem heilbrigðisstarfsmaður mælir líkamshita fólks í viðleitni til að finna ebólusýkta í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Margir kunna að hafa að smitast af ebóluveirunni í Malí í Afríku: Ebóla greind í sjötta landi Afríku KJARAMÁL Fulltrúar á þingi Alþýðusambandsins (ASÍ) sam- þykktu í gær ályktun um að kjara- samningar hafi sjaldan eða aldrei skilað jafn ólíkum launahækkun- um og á yfirstandandi ári. Þingið harmi þá stöðu sem komin sé upp á íslenskum vinnumarkaði eftir að almennt launafólk hafi hald- ið aftur af kröfum sínum á sama tíma og fjölmiðlar birti fréttir af miklum launahækkunum margra stjórnenda í fyrirtækjum. Alls voru sjö ályktanir um kjaramál, velferð og áskoranir á íslenskum vinnumarkaði sam- þykktar samhljóða eða með mikl- um meirihluta atkvæða á 41. þingi ASÍ sem lauk síðdegis í gær. Gylfi Arnbjörnsson var end- urkjörinn forseti ASÍ með 201 atkvæði af 275. Mótframbjóðand- inn Ragnar Þór Ingólfsson, stjórn- armaður í VR, hlaut 69 atkvæði. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, og Sigurður Bessason, for- maður Eflingar, voru kjörin í emb- ætti varaforseta ASÍ. - hg Gylfi Arnbjörnsson var endurkjörinn forseti Alþýðusambandsins í gær: Harma stöðuna á vinnumarkaði ENDURKJÖRINN Gylfi Arnbjörnsson var fyrst kjörinn forseti ASÍ árið 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.