Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.10.2014, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 25.10.2014, Qupperneq 24
25. október 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24 Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Svarthvítir dagar, endur-minningabók Jóhönnu Kristjónsdóttur, lýsir æsku hennar og uppvexti til sextán ára aldurs. Og segir ekki bara hennar eigin sögu heldur sögur foreldra, afa og amma, sterks og breysks fólks sem hefur óafmáanleg áhrif á heimssýn hinnar ungu Jóhönnu. Að körlunum ólöstuðum eru það þó hinar sterku konur, móðir hennar og ömmur í báðar ættir, sem sitja sterkast í minni lesandans að lestri loknum. Jóhanna hefur greinilega ekki langt að sækja sjálfstæðið og baráttuviljann. „Þær voru mjög sérstakar mann- eskjur. Valgerður amma yfirgaf eig- inmann sinn norður á Sauðarkróki og flutti til Reykjavíkur með dótt- ur sína, kom henni til náms með því að sinna skúringum og saumaskap. Þótt það séu ekki nema um áttatíu ár síðan mamma útskrifaðist úr M.R. þá var það nánast óþekkt á þeim tíma að stúlkur færu í mennta- skóla nema þær væru af afar efn- uðu fólki. Það er í raun ótrúlegt að ömmu skyldi takast þetta. Sigríður amma var líka mik- ill skörungur, ljósmóðir sem hafði gott orð á sér og naut virðingar. Ég var reyndar ekki nema tíu ára þegar hún dó, en ég veit að hún var mjög merk manneskja. Gallinn er bara sá að maður var ekki nógu duglegur að spyrja þetta fólk um ævi þess. Ég hefði svo gjarna viljað vita meira.“ Mikil pabbastelpa Mamma þín virðist líka hafa verið sterkur karakter. „Já, hún var ákaf- lega skaprík og dálítið hörkutól. Hún var aldrei góð við okkur systk- inin á þann hátt sem mæður í dag telja sig eiga að vera, en það tíðk- aðist bara ekki þá, hún var ekkert einstök að því leyti. En mamma var líka skemmtileg og notaleg þegar hún vildi það.“ Einhvern veginn fær maður það líka á tilfinninguna við lestur bókar- innar að þið Bragi bróðir þinn hafið ekki átt skap saman. „Ég veit svo sem ekki hvort við vorum eitthvað verri en systkini yfirleitt. Núorðið er eins og ekki megi lengur nefna að systkini geti stundum verið ósátt hvort við annað. Það er stutt á milli okkar og Bragi var mjög ákveðinn krakki og hafði miklu hærri rödd en ég, gat alltaf yfirgnæft mig. Við áttum oft í baksi, en það breyttist nú hægt og rólega með aldrinum.“ Lýsingarnar í bókinni gefa til kynna að það hafi ekki ríkt mikil nánd innan fjölskyldunnar en Jóhanna vill ekki alveg gangast inn á þann lesskilning. „Hvað er nánd? Það var ekki alltaf verið að segja „Ég elska þig“, eins og núna, en ég held ekki endilega að það hafi verið eitthvað slæmt. Svona var þetta bara. Það hvarflaði til dæmis aldrei að mér að mömmu þætti ekki vænt um mig. Ég held að mín fjöl- skylda hafi bara að mörgu leyti verið dæmigerð fyrir þennan tíma.“ Það er greinilegt af bókinni að þú hefur verið mikil pabbastelpa. „Já, ég var það, en það snerist ekki um það að sitja alltaf í kjöltu hans. Við ræddum mikið saman og ég sótti Það var ekki alltaf verið að segja „Ég elska þig“, eins og núna, en ég held ekki endilega að það hafi verið eitthvað slæmt. Svona var þetta bara. Það hvarflaði til dæmis aldrei að mér að mömmu þætti ekki vænt um mig. Ég held að mín fjölskylda hafi bara að mörgu leyti verið dæmigerð fyrir þennan tíma. mikið í hann, þótt hann hafi alið mig upp sem framsóknarmann, það hef ég stundum átt erfitt með að fyrir- gefa honum. Ég náði mér nú samt af því og hef aldrei kosið Framsóknar- flokkinn. Pabbi var mér mikil fyr- irmynd. Mér fannst eiginlega allt sem hann gerði vera mjög vitur- legt og það var alveg sjálfsagt að ræða alla hluti við hann, eins og til dæmis þegar hann fór að setja mig inn í erlend málefni. Mér fannst það mikil upphefð að hann skyldi tala við mig um svona merkileg mál.“ Ein en ekki einmana Við lestur Svarthvítra daga fer ekki hjá því að lesandinn skynji mikla einsemd þessarar litlu stúlku, varstu einmana barn? „Já, ég var það. Ég átti ekki gott með að eign- ast vini. Það var alltaf sagt að ég væri svo stjórnsöm, ég var það alls ekki. Hins vegar hefur margt af mínu fólki verið svona. Það er ekki fyrr en á unglingsárum sem ég fer að mynda einhver tengsl sem máli skipta. Sjálfsagt hef ég verið frek, en er það ekki allt í lagi? En þótt ég væri dálítið ein var ég ekkert endi- lega einmana, ég reyndi þá að finna mér eitthvað sem ég undi glöð við eins og að skrifa smásögur, safna leikaramyndum og skrifa Holly- wood-stjörnum, það var nærri fúll tæm djobb. Svo tók ég upp á því að safna eiginhandaráritunum, sem þótti mjög spaugilegt á þeim tíma.“ En varstu alltaf ákveðin í að verða rithöfundur? „Nei, það var dálít- ið vesen. Mig langaði að verða rit- höfundur, en svo langaði mig líka að verða búðarkona og eftir að ég fór að fara í sveitina langaði mig að verða bóndi. Manni fannst maður nefnilega þurfa að velja eitthvert eitt starf og ég sá það fyrir mér að ef ég yrði búðarkona myndi líf mitt fyllast af hamingju. Ég vann reyndar seinna í búð, vandaði mig við að pakka inn og reiknaði upp- hæðina á blaði, það var skemmti- legt. En sennilega langaði mig nú samt mest til að verða rithöfundur. Ég skrifaði heila skáldsögu þegar ég var ellefu ára og reyndi að fá pabba til að koma henni á framfæri við Einmana skautadrottning með rithöfundardraum Jóhanna Kristjóns- dóttir hefur lifað tím- ana tvenna þótt hún sé ekki nema rúmlega sjötug. Í nýútkominni endurminningabók, Svarthvítum dögum, lýsir hún æsku sinni og uppvexti, sorgum og sigrum, og dregur upp mynd af einstaklega sterkum konum í þrjá ættliði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.