Fréttablaðið - 25.10.2014, Page 36

Fréttablaðið - 25.10.2014, Page 36
25. október 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 36 Álfheiður Steinþórsdóttir sálfræðingur Enn í 100% starfi „Ég kom heim eftir háskólanám í Svíþjóð og fór ekki að vinna við mitt fag fyrr en um þrítugt og þá hjá ríki og borg. Við Guð- finna Eydal stofnuðum fyrstu sjálfstæðu sálfræðistofuna á Íslandi, sem við rekum enn. Samhliða rekstrinum höfum við skrifað bækur og haldið námskeið. Ég er enn í 100% starfi, sem ég lít einnig á sem hugsjón. Á meðan ég hef áhuga, metnað og heilsu hef ég ekki hugsað mér að hætta að vinna. Undanfarið hef ég þó leyft mér að taka mér frí innanlands og í útlöndum eða sameinað frí og vinnuferðir. Ég nýt lífsins; lifi í núinu og á góða fjölskyldu. Frá því það varð skylda hef ég borgað í lífeyris- sjóð og fengi nú mánaðarlega um 150 þúsund krónur eða svo. Fyrir nokkrum árum keypti ég hlutabréf hjá Kaupþingi til að eiga til elliáranna. Sá sjóður tapaðist í hruninu og síðan hef ég ekki trú á bönkunum. Mín kynslóð gerir meiri kröfur og biður ekki afsökunar á sjálfri sér eins og kynslóðirnar á undan. Hún er menntaðri og hefur tekið og tekur enn virkan þátt í samfélaginu og er sér meðvitandi um hreyfingu og mataræði. Ég ímynda mér að sjötugir núna séu oft eins og fimmtugir áður fyrr. Þótt sjálf kjósi ég að vinna áfram, skil ég þá vel sem ekki eru í áhugaverðu starfi, eru þreyttir og vilja hætta að vinna sem fyrst.“ 68 ÁRA Líf, starf og starfslok yngstu eldri borgaranna sem eru öll fædd 1946 Um sjötíu manns hafa að meðaltali sótt námskeiðin Fjármál við starfslok, sem VÍB, eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, hóf að bjóða upp á árið 2010. Á námskeiðunum leiðir Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri VÍB, þátttakendur í allan sannleika um ráðstöfun lífeyrissparnaðar, skatta og skerðingar, skyn- samlega ávöxtun peninga og ótal margt fleira sem huga þarf að þegar starfslok nálgast. Björn segir elsta árgang 68-kynslóðarinnar ekki hafa verið nægi- lega fyrirhyggjusaman að kynna sér breytingar á fjármálum sem oftast verða við umskiptin og bendir á nokkur gagnleg atriði: PENINGARÁÐ MIKILVÆGT AÐ ÞEKKJA SINN RÉTT Hagnýt vefsíða Á nýstofnaðri vefsíðu, http:// www.vib.is/60plus/, sem til- einkuð er fjármálum sextugra og eldri eru ýmsar hagnýtar upplýsingar. Úttekt á sparnaði Fyrir starfslok þurfa margir að taka stórar ákvarðanir, sem auk annars snúast um hvenær á að hefja töku lífeyris og hvernig eigi að haga úttekt séreignarsparnaðar. Um sér- eignarsparnaðinn gætir til dæmis oft þess misskilnings að úttekt skerði lífeyri og greiðslur Tryggingastofnunar. Að vísu skerðir úttektin sér- staka framfærsluuppbót og einnig skerðast greiðslur TR vegna vaxta af fé sem ávaxtað er með útteknum séreignar- sparnaði. Mismunandi skattþrep Það getur hentað fólki að taka ekki allan séreignarsparnaðinn út á einu ári til þess að forðast að lenda í hæsta skattþrepi sem er rúmlega 46% og mið- ast við að 785 þúsund króna heildartekjur á mánuði; laun, lífeyrir, greiðslur TR og úttekt séreignar. TR og skerðingarnar Skerðingarákvæði TR eru kapítuli út af fyrir sig, sem lúta flóknum útreikningum og byggjast á ýmsum hlutföllum og frítekju mörkum, sem í fljótu bragði virðist þurfa sérfræðiþekkingu til að fá ein- hvern botn í. Til dæmis virðist ekki öllum vera kunnugt um að við 67 ára aldur fái allir grunnlífeyri, sem nú er ríflega 35 þúsund krónur, frá TR án tillits til greiðslna úr lífeyris- sjóðum. Frestun lífeyris Hægt er að fresta töku lífeyris frá TR til 72 ára og hækkar hann þá um 0,5% fyrir hvern mánuð. Þeir sem hafa ekki greitt í lífeyrissjóð fá greiðslur frá TR sem eru um 220 þúsund krónur á mánuði. Þeir elstu sem jafnan eru kenndir við 68-kynslóð-ina eru 68 ára í ár. Þeir eru fæddir 1946 og kom-ust á eftirlaunaaldur í fyrra. Sumir eru hættir að vinna, nauðugir eða viljugir, og hjá öðrum er stutt í starfslokin. Þótt 68-kynslóðin sé ekki eins- leitur hópur og ómögulegt sé að setja alla undir sama hatt er margt sem sameinaði ungt fólk á árunum kringum 1968. Til að mynda að vilja umfram allt ekki feta í fót- spor foreldra sinna, sem unga fólk- inu þótti óttalega smáborgaralegir og um fátt annað hugsa en efnisleg gæði. Að „vera“ frekar en „eiga“ og slá öllu upp í kæruleysi var meira í anda 68-kynslóðarinnar. Þessi kynslóð varð fyrirferðar- meiri en kynslóðirnar á undan, gagnrýnni á alla skapaða hluti og óhrædd að lýsa andúð sinni á því sem henni þótti miður fara í samfélaginu. Viðhorfin spegluð- ust með afgerandi hætti í lífsstíl, tísku, kvikmyndum, sjónvarpi, bókmenntum, myndlist og þó fyrst og fremst tónlist. Efalítið hefur 68-kynslóðinni þótt lagið When I’m Sixty Four sem Paul McCart- ney söng árið 1967 skemmtilegt og skrítið. Textinn var einhvern veginn á skjön við tíðarandann og kallaði ósjálfrátt fram myndlík- ingar. Var hægt að ímynda sér sig 64 ára, hvað þá sjálft átrúnaðar- goðið svona aldurhnigið? Æskan er alltaf eilíf í augum æskunnar. En svo verður fólk fullorðið, roskið og gamalt. Líka 68-kynslóðin, sem sumum af yngri kynslóðum finnst hafa svikið sínar gömlu hugsjónir og ekki gengið síður hart fram í efnishyggjunni en þær fyrri. Á árunum eftir stríð vænkaðist hagur almennings á Vesturlöndum. Lýðræði, jöfnuður og mannréttindi voru meira í brennidepli, almanna- tryggingar og heilsugæsla efld- ust og menntun var ekki lengur munaður útvalinna. 68-kynslóðin fékk því ýmislegt upp í hendurn- ar, sem foreldrar þeirra púluðu fyrir í svita síns andlits. Og hafði að margra mati enga ástæðu til að gera æskubyltingu eins og upp- steyt hennar var stundum kölluð. Reyndar í nafni ástar, friðar og fagurra hugsjóna. Víetnamstríðið var í algleymingi og því mótmælti 68-kynslóðin ákaft með kröfu- spjöld í mótmælagöngum. Eða í ræðu, riti og tónlist – á stundum undir áhrifum vímuefna. Svona var lífið í hnotskurn í þá daga. Núna standa kurteis börn upp fyrir 68-kynslóðinni í strætó og hún verður alveg hissa og kannski pínulítið móðguð. Þótt ung sé í anda stendur hún á þeim tíma- mótum að þurfa að huga að starfs- lokum sínum. Stundin er komin, elsti árgangur 68-kynslóðarinnar þarf að pæla í lífeyrisgreiðslum, réttindum, skerðingum, sköttum og sparnaði til að „eiga“ og „vera“. Friðgerður Elín Bjarnadóttir, aðstoðarkona fatlaðra Tekur einn dag í einu „Ég hef unnið ýmis störf, meðal annars í verslun og á skrifstofu. Árið 1984 hóf ég störf hjá Akraneskaupstað sem aðstoðarkona í grunnskóla og síðar á sérdeild fyrir fjölfatlaða við Brekkubæjar- skóla. Þar vann ég í fjórtán ár eða þar til ég gerðist ríkisstarfs- maður og elti fólkið mitt úr sérdeildinni, sem var að flytja á nýtt sambýli. Á þessum tíma missti ég manninn minn og aðstæður breyttust. Ég hef unnið láglaunastörf í tæp þrjátíu ár og hef því alltaf verið blönk. Í fyrra var ég orðin þreytt en gat þó ekki alveg slitið tengslin, vinn núna 26,5% starfshlutfall og hóf úttekt úr lífeyrissjóðnum. Það er ekki nóg að vera vitur eftir á því ég sé núna að ég fór alltof seint að borga í séreignarsjóð. Ég hafði ekki kynnt mér nægilega vel áður hversu mikið ég fengi úr lífeyris- sjóðnum og því um líkt. Tekjurnar eru nokkuð rýrari en áður. Breytingin er þó ekki stórvægileg, enda hef ég svo lengi haft úr litlu að spila. Ég fer lítið í ferðalög og afar sjaldan til útlanda. Þótt ég hafi aldrei verið hippi tek ég einn dag í einu eins og þeir gerðu. Mín kynslóð gerir samt örugglega meiri kröfur en til dæmis foreldrar mínir, afar og ömmur, og er sér meðvitaðri um að láta sér líða sem best í ellinni. Bítlakynslóðin er enn í fullu fjöri!“ Valgerður Þ. Jónsdóttir valgerdur@frettabladid.is 2.712 Íslendingar eru eða verða 68 ára í ár, þar af 1.404 karlar og 1.308 konur. Hagstofa Íslands. ER Kynslóðin sem kennd er við árið 1968 og stóð fyrir æskubyltingu er komin á eftirlaunaaldur. Jóhannes Daði Halldórsson, varaformaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur Hefði viljað vinna til sjötugs „Mér var sagt upp í fyrra hjá Isavia þar sem ég vann á þungavinnu- vélum eins og ég gerði hjá varnarliðinu í þrjátíu ár áður. Það er aldrei gaman að missa vinnuna, ég hefði viljað vinna til sjötugs. Núna er ég í hlutastarfi hjá VSK, sé til dæmis um sumarbústaðina. Í hruninu varð mér hált á að hafa skrifað upp á fyrir aðra og varð því að taka lán til að borga annarra manna skuldir, að öðrum kosti hefði ég þurft að selja húsið. Þótt ég hafi borgað í lífeyrissjóð, hef ég minna umleikis en áður. Ég segi oft að þeir sem hafa bara tekjur úr lífeyrissjóði eða frá TR geti hvorki lifað né dáið. Upp- hæðin nær ekki einu sinni viðmiðunarmörkum. Vissulega hefði ég átt að vera fyrirhyggjusamari, nurla svolítið til efri áranna. Húsið er í rauninni minn sparnaður en líklega verð ég að minnka við mig fljótlega. Ég þarf að spara meira en áður og leyfi mér sjaldan að fara í bíó, út að borða eða því um líkt. Sjálfur ólst ég ekki upp í ríkidæmi, en á þeim tíma var samt mikill uppgangur á öllum sviðum. Mín kynslóð gerir því trúlega meiri kröfur til lífsgæða en kynslóðirnar á undan. Verst er að núna er allt í niðursveiflu og ýmislegt sem þótti sjálfsagt þegar ég var ungur, til dæmis læknis- þjónusta, virðist í æ meiri mæli vera bara fyrir útvalda.“ FR ÉT TA BL AÐ IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA BL AÐ IÐ /V AL LI FR ÉT TA BL AÐ IÐ /G VA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.