Fréttablaðið - 25.10.2014, Page 38

Fréttablaðið - 25.10.2014, Page 38
25. október 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN BÆKUR | 38 Þetta er samtímaljóð um efni sem mér lá á hjarta. Í raun og veru eru þetta glæpaljóð. Eftir bylgju norrænna glæpasagna hlýtur að vera kominn tími á norræna glæpaljóðið,“ segir Gerður Kristný um nýju ljóðabókina sína Drápu. „Þegar ég var blaðamað- ur skrifaði ég nokkrar greinar um ungar konur sem höfðu orðið fyrir ógæfu. Fæstar höfðu lifað hana af. Ég bjóst við því að þessar sögur myndu gleymast mér með tíman- um en það gerðu þær ekki. Eftir því sem árin liðu fóru sögurnar að leita æ meira á mig og mér fannst konurnar eiga það skilið að ég flytti þeim drápu eins og skáld gerðu fyrir norska konunga hér áður fyrr. Ég las því meðal annars hæstaréttardóma, Opinberunarbókina og frásagnir af galdraofsóknum á Samaslóðum til að búa mig undir samningu verks- ins. Síðan tók ímyndunaraflið vita- skuld við.“ Trúðar í skemmtanalífinu Ljóðið ber með sér nístandi kulda, bæði vegna vetrarins sem þar ríkir og eins er umfjöllunarefnið hroll- vekjandi. „Mig langaði til að yrkja Reykjavíkurljóð sem væri um leið vetrarljóð. Ég losna ekkert undan fannferginu í ljóðunum mínum. Í Drápu ríkir því sannkallað vetrar- stríð.“ Trúðar koma mjög við sögu í Drápu og ekki sem neinir gleðigjaf- ar, hefurðu eitthvað persónulega á móti þeim? „Nei, en mér finnst þeir sjaldnast fyndir. Í Drápu er sögð saga sem hefst nóttina þegar myrk- usinn kemur til Reykjavíkur. Þetta orð „myrkus“ segir líklega allt sem segja þarf um stemninguna þá nótt. Börnum finnst líka trúðar oft hrylli- legir. Einu sinni þurfti sonur minn að leggjast inn á barnadeild Land- spítalans. Þar blöstu við rúmföt með trúðamyndum, einmitt það sem barninu var hvað verst við. Það er líka hægur vandi að skella trúðum inn í leitarvélina og fá upp óhuggu- legar myndir. Myrkusinn tengist reykvísku næturlífi. Stelpum sem eru að fara út á lífið er oft sagt að vara sig á vondu körlunum en þeir eru ekki endilega auðþekkjanlegir. Þeir sem virðast gleðigjafar eru það oft ekki og skemmtanalífið getur snúist upp í andhverfu sína.“ Að bróka það vonda Formið á ljóðunum í Drápu er ofboðs- lega knappt, geturðu endalaust yddað ljóðformið? „Í þjóðsögunum er hægt að vekja upp draug sem verður þá að lúta vilja manns og það er þannig sem ég fer með ljóðið. Ég vek það upp og það verður að lúta vilja mínum og gera það sem ég vil. Ég velti því reyndar fyrir mér, eins og með Blóð- hófni á sínum tíma, hvort efni Drápu ætti frekar heima í skáldsögu en ljóð- ið á einfaldlega betur við mig. Það er hægt að segja býsna margt í þessu knappa formi og alltaf er það mér jafnmikil uppgötvun í hverri ljóða- bók hvað þó er hægt að koma mik- illi sögu fyrir innan þess. Skemmti- legasta vinnan er líka yfirlesturinn með ritstjórunum þegar farið er í að stroka út það sem engu máli skiptir.“ Ljóðmælandinn er dálítið sérstak- ur, svo vægt sé til orða tekið. „Já, mig langaði til að velta fyrir mér hinu góða og hinu vonda í þessum heimi og sambandinu á milli þeirra. Eins og sonur minn sagði einhvern tíma eftir að hafa horft á einhverja Dis- ney-myndina þá enda þær flestar á því að það góða brókar það vonda. Það fannst mér skemmtileg túlkun. Í fyrra var mér boðið á ljóðahátíð á Samaslóðum. Það var ferð sem átti eftir að nýtast mér meira en mig grunaði því þar fóru fram miklar nornabrennur á sautjándu öld. Ég komst í vitnisburð þeirra sem sak- aðir voru um galdra, áttu að hafa hitt djöfulinn og gengist honum á vald. Djöfullinn var sagður hafa birst fólki í líki hunds eða sem svart- klæddur maður – jafnvel höfuðlaus. Það var líka áhugavert að sjá hvaða matartegundir komu við sögu því djöfulskapurinn gat hvolfst yfir fólk við það eitt að borða brauðsneið með smjöri. Eftir slíkar trakteringar var enginn óhultur.“ Engin Disney-mynd Það er nú ekki hægt að segja að það góða bróki hið illa í Drápu. „Nei, þar sem innblásturinn að Drápu kemur úr raunveruleikanum var ekki annað hægt – því miður. Það verður ekki gerð nein Disney-mynd eftir þess- ari bók.“ Gerður Kristný hefur alltaf ort í mjög knöppu formi og á því er engin breyting í Drápu, nema síður sé, treystir hún lesandanum alveg til að raungera þessar knöppu myndir? „Já, þar ríkir engin miskunn. Það verður eflaust að lesa Drápu oftar en einu sinni til að átta sig á söguþræðinum og ég treysti lesendum mínum alveg til að leggja það á sig rétt eins og ég gerði þegar ég skrifaði Blóðhófni og Skautaferð, bálkinn í Ströndum. Það má vel vera að Drápa sé eilítið myrkari texti en efnið bauð ekki upp á neitt annað. Lesandinn verður að fá sér brauðsneið með smjöri, ganga til liðs við myrkusinn og vona síðan það besta.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Myrkusinn kemur í bæinn Ný ljóðabók Gerðar Kristnýjar, Drápa, er ljóðaflokkur sem fjallar um unga stúlku sem lendir í ógæfu. Ljóðið er knappt, myndirnar sterkar og ljóðmælandann þekkir fólk að illu einu. Gerður segir efnið hafa leitað á sig árum saman og sér hafi fundist stúlkan sem ljóðið fjallar um hafa átt það skilið að vera flutt drápa eins og skáld fluttu konungum fyrr á tíð. GERÐUR KRISTNÝ „Það verður ekki gerð nein Disney-mynd eftir þessari bók.“ MYND/THOMAS LANGDON Ég losna ekkert undan fannferginu í ljóðunum mínum. Í Drápu ríkir því sannkallað vetrarstríð. Ein frægasta bók allra tíma, Lolita eftir Vladimir Nabokov, er komin út á ís- lensku í fyrsta sinn. Árni Óskarsson þýddi og það er Dimma sem gefur út. Sagan hefur verið umdeild frá því hún kom út árið 1955, enda efnið eldfimt, en hún hefur jafnframt vakið ómælda aðdáun og verið prentuð aftur og aftur. Lolita loks á íslensku Jón Kalman Stefánsson er gestur Ritþings í Gerðubergi í dag. Stjórnandi þingsins er Eiríkur Guðmundsson og spyrlar eru Þor- gerður E. Sigurðardóttir og Gauti Kristmannsson. Magga Stína leikur nokkur lög sem tengjast höfundi og verkum hans og leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir mun lesa úr bókum Jóns Kalmans. Þingið hefst klukkan 14 og stendur til 16.30 og fyrirkomu- lagið er þannig að rithöfundurinn situr fyrir svörum tveggja spyrla og stjórnanda í léttu persónulegu spjalli, leikin er lifandi tónlist sem tengist höfundi og lesið er upp úr verkum hans. Ritþing um Jón Kalman í Gerðubergi BÆKUR ★★★ ★★ Leið Heiðrún Ólafsdóttir SÆMUNDUR Söguhetjan í skáldsögu Heiðrúnar Ólafsdóttur Leið er ekki á góðum stað í lífinu – og þó. Hún Signý hefur nefnilega sæst við lífið með því að taka þá ákvörðun að kveðja það. Í upphafi sögu vaknar hún á síðasta degi lífs síns og lýsir í fyrstu persónu því sem hún tekur sér fyrir hendur þann dag, skýtur inn í minningum úr fortíðinni og smátt og smátt raðast upp mynd af konu sem skemmd er af heim- ilisofbeldi í uppvextinum og hefur í raun aldrei náð tökum á lífinu. Hún er ekki þunglynd, að því er lesandanum virðist, hún hefur bara ákveðið að nú sé nóg komið, vill ekki meir. Signý er vel sköpuð persóna sem lesandinn finnur til samkenndar með og saga hennar snertir á sam- félagsmeinum sem við þekkjum flest. Foreldrarnir eru reyndar dálítið steríótýpískir; góða, kúgaða konan sem breiðir yfir ofbeldi eigin- mannsins og frægi leikarinn sem er elskaður og dáður út á við en djöf- ull í mannsmynd inni á heimilinu. Heiðrún er hins vegar það góður sögumaður að lesandinn tekur þess- ar persónur góðar og gildar, skilur bæði þær og afstöðu Signýjar til þeirra. Aðrar aukapersónur eru líka ágætlega dregnar, einkum ógæfu- konan Krissa sem verður óvart örlagavaldur í sögu Signýjar. Heiðrún er prýðilegur stílisti og skrifar af öryggi þrátt fyrir að Leið sé hennar fyrsta skáldsaga. Sagan rennur vel og púslin raðast saman á góðum hraða. Atvikin sem smátt og smátt eru afhjúpuð halda athygli lesandans og fá hann til að vilja vita meira um það hvað hafi leitt Signýju að þeirri niðurstöðu að lífið sé ekki þess virði að lifa því. Gallinn er hins vegar sá að ekkert í sögu hennar gerir lesandanum skiljan- legt hvernig hún komst að þessari niðurstöðu. Er ekki fullt af fólki sem á við stærri vandamál að stríða og heldur samt áfram að berjast? Höfundur- inn hefur reyndar sagt í viðtölum að það sé akkúrat það sem hún hafi viljað varpa ljósi á. Að sú ákvörðun að binda endi á líf sitt snúist ekki endilega um einhver stór ytri áföll og í Signýjar tilfelli hafi droparnir einfaldlega safnast saman þar til út úr flóði. Sem er auðvitað oft tilfellið í lífinu sjálfu en veldur óneitanlega því að skáldsagan nær ekki þeim slagkrafti sem eftir er sóst og að lestri loknum er les- andinn engu nær því að skilja hvað veldur því að sögupersónan treystir sér ekki til að lifa lengur. Sem er synd því höfundi liggur mikið á hjarta og sagan ætti að hafa mun dýpri áhrif. Friðrika Benónýsdóttir NIÐURSTAÐA: Vel skrifuð saga um viðkvæmt efni, en nær ekki þeim slag- krafti sem efnið býður upp á. Hvernig á að segja bless við lífið? HEIÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR „Heiðrún er prýðilegur stílisti og skrifar af öryggi þrátt fyrir að Leið sé hennar fyrsta skáldsaga.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÆRT TIL BÓKAR ÖNNUR BÓK STEN Á TOPPNUM Viveca Sten hin sænska trónir á toppi metsölulista Eymundsson þessa viku með glæpa- söguna Í innsta hring sem Ugla gefur út. Þetta er önnur bók Sten sem út kemur á íslensku. ! Ein af forvitnilegri bókum í flóðinu er barna- vísnabókin Ekki á vísan að róa eftir Egil Eðvarðsson. Hér sýnir sjón- varpsmaðurinn góðkunni á sér nýja hlið en hann bæði semur vísurnar og málar myndirnar. Upphaflega samdi hann vís- urnar fyrir eigin börn og sendi þeim meðan þau bjuggu á Englandi. Vísur fyrir börnin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.