Fréttablaðið - 25.10.2014, Blaðsíða 60
| ATVINNA |
NÆTURBÍLSTJÓRAR
Póstdreifing óskar eftir að ráða bílstjóra við útkeyrslu
í næturvinnu.
Viðkomandi þarf að búa yfir dugnaði, stundvísi,
þjónustulund og hafa reynslu af sambærilegu starfi.
Vinnutíminn er frá 22/23-07/08 samkvæmt vaktarplani.
Nánari upplýsingar veitir starfsmannafulltrúi
Póstdreifingar,Margrét Jósefsdóttir,
margret@postdreifing.is Einnig er hægt að senda
umsókn á netfangið umsoknir@postdreifing.is
Póstdreifing býður upp á víðtæka þjónustu á sviði blaða, tímarita, fjölpósts og vörudreifingar.
Póstdreifing keppir að því að vera í forystu á sviði dreifingar með því að bjóða víðtæka og
áreiðanlega þjónustu á góðu verði
Póstdreifing ehf | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík |
S. 585 8300 | www.postdreifing.is
kopavogur.is
Kópavogsbær
Umhverfissvið
óskar eftir
yfirverkstjóra
Yfirverkstjóri skipuleggur og stýrir verkefnum
flokkstjóra þjónustumiðstöðvar og hefur eftirlit með
verkum þeirra. Fer yfir tímaskýrslur starfsmanna og
reikninga verktaka. Sér um skráningu upplýsinga inn
í skjalakerfi. Er öryggisvörður þjónustumiðstöðvar
og staðgengill forstöðumanns.
Helstu verkefni og ábyrgð
· Annast stjórnun verkefna útivinnu og vélamanna.
· Annast stjórnun sumarvinnu þjónustu-
miðstöðvar í samráði við garðyrkjustjóra.
· Er staðgengill forstöðumanns.
· Annast stjórnun og eftirlit með verktökum snjó-
moksturs, jarðvinnu, lagnavinnu og almenns
viðhalds gatna og fráveitu.
· Yfirferð reikninga frá verktökum og sannreynir
magntölur og einingaverð.
· Fylgist með að starfsmenn áhaldahúss og
verktakar gæti fyllsta öryggis, merkingar réttar
og endurskinsfatnaður og persónuhlífar séu
ávallt í fullkomnu lagi.
· Yfirverkstjóri sér um eiturefnageymslu.
· Fylgist með að allur tækjakostur og tækja-
búnaður sé ávallt í lagi.
· Er öryggisvörður þjónustumiðstöðvar og sinnir
því allri skýrslugerð til vinnueftirlits
Menntunar- og hæfniskröfur
· Iðnmenntun og meistararéttindi æskileg.
· Verkstjóramenntun/jarðlagnatækni og/eða
reynsla af stjórnun verktaka æskileg.
· Aukin ökuréttindi, vinnuvélapróf á stærri vélar
kostur.
· Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni.
· Þjónustulund og góð hæfni í mannlegum
samskiptum.
· Almenn tölvukunnátta.
Frekari upplýsingar
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar
sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 3. nóvember 2014.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Kjartan Kjartans-
son Forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar í síma
570-1660 eða í tölvupósti kjartank@kopavogur.is
Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um
starfið.
Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt
á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is
Vélaborg vörumeðhöndlun ehf
auglýsir eftir starfsfólki.
• Verslunarstjóri í varahluta
og rekstrarvöruverslun
Við leitum eftir framtakssömum, metnaðarfullum og
drífandi einstakling til framtíðarstarfa á spennandi
markaði. Reynsla af sölumennsku, tölvuþekking
og góð enskukunátta er nauðsynleg.
• Sölumaður lyftara og vinnuvéla
Við leitum eftir framtakssömum, metnaðarfullum og
drífandi einstakling til framtíðarstarfa á spennandi
markaði. Reynsla af sölumennsku, tölvuþekking
og góð enskukunátta er nauðsynleg. Áhugi og
þekking á vinnuvélum kostur.
Vélaborg er eitt af stærstu fyrirtækjum landsins í
þjónustu við verktaka og flutningsaðila. Vélaborg
vörumeðhöndlun ehf er meðal annars umboðssaðili fyrir
Bobcat og Doosan vinnuvélar og Jungheinrich lyftara.
Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 20 manns.
Umsóknum skal skila inn á tölvutæku formi á netfang:
gunnarbj@velaborg.is fyrir 3. nóvember nk.
www.velaborg.is
Leynist í þér snillingur?
Reynd leitar að reyndu og metnaðarfullu fólki til starfa á
sviði viðskipta- og veflausna.
Viðskiptaforritun og ráðgjöf
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun, t.d. í tölvunarfræði, verkfræði,
viðskiptafræði eða reynsla sem nýtist í starfi
• Reynsla af forritun og viðskiptalausnum
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í starfi
• Góð enskukunnátta
Vef- og snjalllausnaforritari
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun, t.d. í tölvunarfræði, verkfræði eða
reynsla sem nýtist í starfi
• HTML5, .NET, JavaScript, CSS3 og gott lag á vefviðmóti
er kostur
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í starfi
• Góð enskukunnátta
Umsóknir með ítarlegri ferilskrá skulu sendar á
job@reynd.is, merkt „Snillingur“, fyrir 4. nóvember 2014.
Frekari upplýsingar veitir Bjarni Gaukur Sigurðsson
(gaukur@reynd.is) Allar umsóknir verða meðhöndlaðar
sem trúnaðarmál.
Um Reynd.
Reynd er hugbúnaðarfyrirtæki á sviði viðskiptalausna fyrir
verslanir, vöruhús, veitingastaði, hótel og þjónustufyrirtæki.
Lausnir Reyndar byggja á Microsoft Dynamics NAV, LS Retail,
Office 365, Azure, Cenium, auk ýmissa snjall- og veflausna. Hjá
Reynd starfar samheldinn hópur sem hefur áralanga reynslu
í þróun, innleiðingum á viðskiptalausnum innanlands sem og
erlendis. Um helmingur viðskipta Reyndar er erlendis.
Umhyggja • Fagmennska • Öryggi • Framþróun
Laun samkvæmt samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Sótt er um starfið
rafrænt á; www.landspitali.is, undir „laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.
Nánari upplýsingar um forsendur ráðningar er að finna á heimasíðu Landspítala.
Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis í skurðlækningum
með undirsérgreinina neðri meltingarfæraskurðlækningar.
Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. mars 2015 eða eftir
nánara samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
» Sérfræðistörf í samráði við yfirlækni sérgreinarinnar, s.s.
greining, meðferð og eftirfylgd sjúklinga með vandamál er
tengjast sérgreininni, m.a. þátttaka í göngudeildarþjónustu
og samráðskvaðningum
» Kviðsjáraðgerðir og opnar krabbameinsaðgerðir á neðri
hluta meltingarvegar
» Þátttaka í bakvöktum sérgreinarinnar
» Þátttaka í kennslu og vísindavinnu í samráði við yfirlækni
Hæfnikröfur
» Íslenskt sérfræðileyfi í almennum skurðlækningum
» Góð reynsla af kviðsjáraðgerðum
» Víðtæk reynsla af kviðsjáraðgerðum og opnum
krabbameinsaðgerðum á neðri hluta meltingarvegar
» Reynsla í kennslu og vísindavinnu æskileg en ekki skilyrði
» Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
Nánari upplýsingar
» Umsóknarfrestur er til og með 10. nóvember 2014.
» Fullt starf (100%) er bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr.
yfirlýsingu LSH vegna kjarasamnings sjúkrahúslækna dags.
2 maí 2002, sbr. breytingu 5. mars 2006.
» Umsóknum fylgi vottfestar upplýsingar um nám,
fyrri störf, reynslu af kennslu, vísindavinnu og
stjórnunarstörfum ásamt sérprentum eða ljósritum af
greinum sem umsækjandi kann að hafa birt eða skrifað.
» Umsóknargögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu
berast, í tvíriti, LSH skrifstofu skurðlækningasviðs 13A
Hringbraut.
» Fylla þarf út lágmarksupplýsingar á almenna umsókn og
setja viðhengi, en ítarlegri upplýsingar fyllist út í umsókn
fyrir læknastöðu, sjá vef Landlæknis.
» Mat stöðunefndar læknaráðs Landspítala byggist á
innsendum umsóknargögnum. Viðtöl verða við
umsækjendur og byggir ákvörðun um ráðningu í starfið
einnig á þeim.
» Upplýsingar veita Páll Helgi Möller, yfirlæknir, netfang
pallm@landspitali.is, sími 543 1000.
Sérfræðilæknir í neðri
meltingarfæraskurðlækningum
25. október 2014 LAUGARDAGUR12