Fréttablaðið - 25.10.2014, Page 92

Fréttablaðið - 25.10.2014, Page 92
25. október 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 64 HVAÐ ER MEST SPENNANDI Á AIRWAVES? Nú styttist í að tónlistarhátíðin Iceland Airwaves gangi í garð en hún hefst þarnæsta miðvikudag, 5. nóvember. Í tilefni af því tók Fréttablaðið saman tíu mest spennandi erlendu fl ytjendurna sem jafnframt eru rísandi stjörnur í tónlistarbransanum. Alls munu 219 fl ytjendur troða upp á Airwaves og verður því úr nægu að moða fyrir íslenska sem erlenda tónlistaráhugamenn á hátíðinni. Future Islands frá Baltimore slógu í gegn í ár þegar þeir fluttu lagið Seasons (Waiting on You) í spjallþætti Davids Letterman, The Late Show, þó að sveitin hafi reyndar starfað í mörg ár. Danstaktar söngvarans Gerrits Welmer vöktu einnig mikla lukku. Tónlist Future Islands mætti lýsa sem skemmtilegri blöndu af „northern soul“ og synþapoppi. How to Dress Well er listamannsnafn Bandaríkjamannsins Tom Krell. Tónlistin hans er einhvers konar „avant-garde“ R&B sem er afar brothætt og jafnvel drungalegt á tíðum. Jaakko Eino Kalevi er költfígúra í heimaborg sinni Helsinki þar sem hann vinnur sem sporvagnsstjóri ásamt því að gera tónlist. Hann er skemmtilega fjölhæfur tónlistarmaður en á plötunni hans Modern Life frá 2010 má greina marga mismunandi stíla, allt frá hressu partípoppi yfir í kaldara elektró. Jessy Lanza er frá Kanada og gefur út hjá plötufyrirtækinu Hyper- dub sem er einn helsti framvörður nútímalegrar raftónlistar í dag. Plata hennar Pull My Hair Back sem kom út í fyrra er sneisafull af ljúfu elektrópoppi. Tvíeykið Nguzunguzu ásamt fyrrnefndri Kelelu, gefur út hjá plötu- fyrirtækinu Fade to Mind, sem gefur út framsýnustu klúbbatónlis- tina í dag. Tónlistin er furðuleg og framsækin – ryður veginn fyrir hljóm framtíðarinnar. Perfect Pussy er rokksveit frá New York en félagar hennar eru allir úr pönk-, harðkjarna- og hávaðasenunni. Söngkonan Meredith Graves syngur einlæga texta undir hnausþykkum hávaðavegg. Son Lux gaf út fyrstu plötuna sína hjá plötuútgáfunni Anti- con, sem er þekkt fyrir óvenjulegt og ljóðrænt rapp, en á undanförnum árum hefur hann gert efni sem á meira skylt við síðrokk og trip-hop heldur en rapp. Hann hefur einnig samið kvikmyndatónlist, til dæmis fyrir myndina Looper, og unnið með fjölmörgum stjörnum eins og Laurie Anderson, Sufjan Stevens og Busdriver. Söngvarinn og gítarleikarinn Ruban Nielson frá Nýja-Sjálandi stofnaði sveitina Unknown Mortal Orchestra sem hefur slegið í gegn á undanförnum árum. Um er að ræða gæða sixtís sækadelíu í nútímalegum poppbúningi. Jungle er sjö manna hópur frá London sem spilar nútíma- lega sálartónlist. Samnefnd plata þeirra, sem kom út hjá XL Recordings í ár, hefur hlotið góða dóma og er sveitin þekkt fyrir líflega tónleika. Betra er seint en aldrei í tilfelli söngkonunnar Kelela frá Los Ang- eles. Hún náði loksins að komast á kortið í fyrra með fyrstu plötunni sinni Cut 4 Me, þar sem hún syngur yfir fútúríska takta eftir einhverja fremstu taktsmiði heims, meðal annars Nguzunguzu sem koma einnig fram á hátíðinni. Lagið Bank Head með pródúsernum Kingdom var kallað besta lag ársins 2013 í tímaritinu Dazed & Confused. FUTURE ISLANDS KELELA HOW TO DRESS WELL JESSY LANZA JAAKKO EINO KALEVI NGUZUNGUZU JUNGLE PERFECT PUSSY SON LUX UNKNOWN MORTAL ORCHESTRA Tíst vikunnar voru mörg og fjölbreytt. Þessa vikuna veltu Íslendingar vöngum yfir hinum ýmsu málum svo sem tískubloggum og matarskorti. Emmsjé Gauti @emmsjegauti Ég fór á Borgríki 2 í gær en þori ekki að tjá mig um hana því ég er að byrja í Mjölni í kvöld. Margrét Erla Maack @mokkilitli Ég skrifaði vangaveltur um flippnálgun til vitundarvakn- ingar. Ég er ánægð með hana. Ok. Unnur Eggertsdóttir @UnnurEggerts Ég er alltaf að segja hluti eins og ‚Nei ég tímdi ekki að borða í dag‘ við random fjöl- skyldumeðlimi í von um að þau sendi mér pening. #hvað Björn Bragi @bjornbragi Er skrýtið að ég byrji með tískublogg ef ég á ekki kærasta sem er atvinnumaður í fótbolta? Trend á Twitter Tíst vikunnar LÍFIÐ 25. október 2014 LAUGARDAGUR @
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.