Fréttablaðið - 25.10.2014, Page 96

Fréttablaðið - 25.10.2014, Page 96
25. október 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 68 BAKÞANKAR Hildar Sverrisdóttur „Að fá allt þetta lið saman er „júník“,“ segir tónlistarmað- urinn Bubbi Morthens. „Allir sem ég hringdi í vildu endi- lega vera með.“ Einvala lið tónlistarmanna og hljómsveita kemur fram á styrktartónleikum hans í Háskólabíói á miðvikudaginn vegna nímenninganna sem mótmæltu í Gálgahrauni. Þeir sem stíga á svið eru Spaðar, Ojba Rasta, Amabadama, Pétur Ben, KK, Unnsteinn Manúel, Dikta, Jónas Sigurðs- son og Ritvélar framtíðarinnar, Hallveig Rúnarsdóttir og Prins Póló. Sjálfur mun Bubbi hugsanlega spila eitt lag. Kynnir verður Ómar Ragnarsson og segir Bubbi að enginn annar hafi komið til greina enda mótmælti hann í Gálgahrauni á sínum tíma. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og miðaverð er 2.900 krónur. Dómur var kveðinn upp yfir nímenningunum í Héraðs- dómi Reykjaness fyrir tveimur vikum. Þeim var gert að greiða 100 þúsund krónur í sekt á mann, innan fjögurra vikna, ellegar fara í fangelsi í átta daga. „Peningasekt bítur miklu frekar en bara dómur. Hundrað þúsund krón- ur er mjög mikið fyrir hinn venjulega mann,“ segir Bubbi, sem hvetur fólk til að sýna stuðning sinn í verki.“ Nímenningarnir hafa sótt um áfrýjunarleyfi til Hæsta- réttar vegna dómsins. Fari svo að þeir vinni málið rennur peningurinn sem safnast á tónleikunum til umhverfis- verndar. - fb Einvala lið á styrktartónleikum Ojba Rasta, KK, Prins Póló og Dikta spila á Gálgahraunstónleikum í næstu viku. BUBBI MORTHENS Tónlistarmaðurinn stendur fyrir styrktartónleikum í Háskólabíói á miðvikudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hundrað þús- und krónur er mjög mikið fyrir hinn venjulega mann. Allir borga barnaverð Miðasala á: FURY KL. 9 HEMMA KL. 3.30 - 6 - 8 BORGRÍKI KL. 8 - 10 GONE GIRL KL. 5.45 - 9 THE EQUALIZER KL. 10.10 BOYHOOD KL. 5.30 PARÍS NORÐURSINS KL. 3.30 - 5.45 KASSATRÖLLIN ÍSL TAL 2D KL. 3.30 VONARSTRÆTI KL. 3.20 - EMPIRE - TIME OUT -T.V., BIOVEFURINN BRÁÐSKEMMTILEG M YND FYRIR ALLA F JÖLSKYLDUNA I I FURY KL. 5.10 - 8 - 10.45 FURY LÚXUS KL. 2 - 5 - 8 - 10.45 BORGRÍKI KL 8 - 10.10 - 11.10 GONE GIRL KL. 4.45 - 8 - 10.30 THE MAZE RUNNER KL. 5.30 - 8 KASSATRÖLLIN ÍSL TAL 2D KL.1- 2 - 3.15 - 5.45 KASSATRÖLLIN ÍSL TAL 3D KL.1- 3.15 SMÁHEIMAR 2D KL. 1 - 3.15 -H.S.,MBL 7, 10(P) 3:45, 5:50, 8, 10:10 1:45, 3:50 1:45 10 8 5:40 1:40, 3:40 -T.V., biovefurinn -EMPIRE -H.S. MBL 5% KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SPARBÍÓ ÁLFABAKKA EGILSHÖLL LEIKSTJÓRI TALSETNINGAR RÓSA GUÐNÝ NEW YORK OBSERVER TOTALFILM.COM D.E. MIRROR “HUGH GRANT DOING WHAT HE DOES BEST” FRÁBÆR RÓMANTÍSK GAMANMYND FRÁ LEIKSTJÓRA “TWO WEEKS NOTICE” OG “MUSIC AND LYRICS” ROBERT DOWNEY JR. ROBERT DUVALL ROBERT DOWNEY JR OG ROBERT DUVALL FARA Á KOSTUM Í FRÁBÆRRI MYND SEM KEMUR SKEMMTILEGA Á ÓVART KARLKYNS leikskólakennarar eru á leið á karlaráðstefnu til að ræða það alvarlega vandamál hve fáir karlmenn eru leikskóla- kennarar. Spurning hvort sú karlaráðstefna verði gagnrýnd eins og karlaráðstefna utan- ríkisráðherra um jafnréttismál. Vonandi ekki, það á ekki að skipta máli hvaðan gott kemur. Karlaráðstefnur geta nefnilega alveg verið fín viðbót í jafnréttismálum, eins og til dæmis karlahópur Femínista- félagsins var á sínum tíma fín viðbót í baráttunni gegn kynferðisbrotum gagn- vart konum. FYRIR nokkrum árum var vinur minn eini karlmaðurinn í hópi starfsmanna á leikskóla, og var þess vegna sá eini sem mátti ekki aðstoða börnin á klós- ettinu án eftirlits. Hann sagði mér að þótt hann skildi rökin að baki, um að það væru karlmenn sem í flestum til- fellum beittu börn kynferðisofbeldi, fyndist honum erfitt að vera sífellt því marki brenndur. Hann hafði á orði að þetta væri heldur eflaust ekki til þess fallið að fjölga karlmönnum við umönnun barna. ÞAÐ ER gott að heimurinn er orðinn meðvitaðri um hvers kyns ofbeldi gagn- vart börnum og hvernig sé hægt að hindra það, en kostnaðurinn er að svona reglur eru settar. Smám saman fjölgar aðstæð- unum þar sem karlmönnum líður eins og þeir séu stanslaust grunaðir um græsku; afarnir fá athugasemdir þegar þeir mynda barnabörnin á leikvellinum og menn eru beðnir um að skipta um sæti við konur í flugvélum ef þeir fá sæti við hliðina á ókunnugum börnum. ÖRYGGI ER mikilvægt en það verður alltaf að gæta jafnvægis á milli öryggis og frelsis. Við eigum að passa að áherslan á öryggi valdi því ekki að smám saman séum við gagnrýnislaust búin að skapa umhverfi sem gengur hættulega nærri frelsi og rétt- indum annarra; í þessu tilviki karlmanna. Þann vinkil málsins er mikilvægt að ræða áður en frelsisskerðing, sem er réttlætt með fordómum byggðum á einhverri töl- fræði, er orðin partur af tilveru þeirra. KANNSKI AÐ angi af þeirri umræðu væri kvennaráðstefna þar sem konur ræða sín á milli hvað þær geta gert til að sporna við slíku misrétti gagnvart körlum. Mér þætti það til dæmis bara mjög fagurt. Reynsluheimur karla
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.