Fréttablaðið - 25.10.2014, Síða 108

Fréttablaðið - 25.10.2014, Síða 108
25. október 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 80 TVÆR ENDURPRENTANIR Þrátt fyrir að jólabókaflóðið sé nýhafið hefur Forlagið þegar ákveðið að hefja endurprentanir á tveimur titlum. Um er að ræða hina sögulegu skáldsögu Náðar- stund eftir Hannah Kent sem fjallar um síðustu aftökuna á Ís- landi og bókina Kötu eftir Steinar Braga sem fjallar um kyn- ferðisofbeldi og viðbrögð við því. - fb ÁRTÚN BEST Í CHICAGO Ártún, stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, var valin besta leikna stuttmyndin á alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Chicago. Hún hlaut að launum Gullna skjöldinn. Guðmundi hefur verið boðið að sýna Ártún á fjölda erlendra kvikmyndahátíða, þar á meðal á hátíð í Zagreb í Króatíu, á norrænum kvikmyndadögum í Lübeck í Þýskalandi, norrænni hátíð í Hollandi og á evrópsku stutt- myndahátíðinni í Brest í Frakklandi. Önnur stutt- mynd eftir Guðmund Arnar, Hvalfjörður, hlaut dómnefndar- verðlaun í Chicago í fyrra. - fb Æskulýðsráð veitir í ár viðurkenningar í æskulýðsstarfi. Viður- kenningarnar eru ætlaðar til að vekja athygli á því sem er til fyrirmyndar í æskulýðsstarfi á Íslandi og vera hvatning til þróunar, nýsköpunar og þátttöku. Viðurkenningarnar verða veittar á ráðstefnunni ,,Stefnum saman til framtíðar - Íslenskar æskulýðsrannsóknir 2014" sem haldin verður í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi 24. nóvember 2014. Óskað er eftir tilnefningum í eftirfarandi flokkum: 1. Ungt fólk sem lagt hefur alúð við þátttöku sína í æskulýðsstarfi eða nýtt reynslu sína úr æskulýðsstarfi á öðrum sviðum þjóðlífsins. 2. Aðilar sem sinnt hafa nýsköpun eða þróun í æskulýðsstarfi. Hægt að tilnefna einstaklinga, félög, hópa eða stofnanir. 3. Starfsmenn eða sjálfboðaliðar í æskulýðsstarfi sem skilað hafa merku ævistarfi eða á annan hátt hafa skarað fram úr. Æskulýðsráð skipar dómnefnd sem velur úr tilnefningum og ábendingum. Tilnefningar ásamt rökstuðningi skal senda til Valgerðar Þórunnar Bjarnadóttur sérfræðings hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu í netfangið valgerdur.thorunn.bjarnadottir@mrn.is Frestur til að skila inn tillögum er til og með 17. nóvember 2014. Viðurkenningar fyrir æskulýðsstarf Samgöngustofa auglýsir laust til umsóknar 1 leyfi til leiguaksturs á Akureyri. Þeir einir geta sótt um leyfi sem hyggjast stunda akstur leigubifreiðar að aðalatvinnu og hafa lokið námskeiði fyrir leigubifreiðastjóra. Til að öðlast leyfi þurfa umsækjendur að uppfylla leyfisskilyrði, skv. 5. gr. laga nr. 134/2001, sbr.reglugerð nr. 397/2003 um leigubifreiðar, með síðari breytingum. Úthlutun leyfis fer fram á grundvelli starfsreynslu við akstur leigubifreiðar, sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 397/2003. Umsóknareyðublöð má nálgast í afgreiðslu Samgöngustofu, Ármúla 2, Reykjavík eða á www.samgongustofa.is. Umsóknarfrestur er til og með 3. nóvember 2014. ÚTHLUTUN ATVINNULEYFA TIL AKSTURS LEIGUBIFREIÐA. „Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir Þórunn Árnadóttir hönnuður. Hún var tilnefnd í vikunni til The Icon Awards, virtra verð- launa sem fara til framúrskarandi arkítekta, vöruhönnuða og frum- kvöðla. Þórunn er tilnefnd til „Emerg- ing Design Studio of the Year“, verðlauna fyrir besta hönnunar- stúdíóið á uppleið. „Það er frá- bært að fá þessa athygli því von- andi fær maður fleiri verkefni út frá þessu,“ segir hún. „Þetta eru rosa flott verðlaun og ég hef alveg tekið eftir þeim áður, þannig að þetta er mikill heiður.“ Hönnun Þórunnar hefur vakið mikla athygli undanfarið, meðal annars Pyropets, kerti sem eru í laginu eins og sætur köttur sem skilur eftir sig ógnvænlega beina- grind þegar kertið hefur brunnið upp til agna. Að sögn Þórunnar vinnur hún nú líka að vörulínunni Ship Ahoy í samstarfi við netagerðina Eger- sund á Eskifirði og handverksfólk á Austurlandi. Verðlaunaafhendingin fer fram í Lundúnum í byrjun desember þar sem Þórunn verður viðstödd en hún ætlar að taka með sér Ship Ahoy-línuna til að kynna hana. „Ég ætla að skreppa til Lund- úna og tala við ýmsar búðir þar sem ég er að selja. Það er fínt að hitta verslanaeigendurna og kíkja á afhendinguna enda er þetta gott tækifæri til að hitta fólkið í brans- anum.“ - þij Tilnefnd til virtra hönnunarverðlauna Þórunn Árnadóttir tilnefnd fyrir besta hönnunarstúdíóið á uppleið. KOM Í OPNA SKJÖLDU Þórunn segir þetta gott tækifæri til að hitta fólk í hönnunargeiranum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Trendsetterinn er 20 og eitthvað ára „fashion og lifestyle“ bloggari á síðunni trendsetterinn.wor- dpress.com. sem sló rækilega í gegn í vikunni. Þar sýnir hún spennandi hluti, nýjar snyrtivörur sem hún fær gefins, fallegan mat í krukkum og fleira. Fréttablaðið fékk einkaviðtal við Trendsetter- inn sem leiddi okkur í allan sannleika um hvernig ná skal langt sem tískubloggari. Hvernig byrjaði þetta? „Fólk í kringum mig var búið að taka eftir því hversu góð tískuvitund mín væri og bað mig um að blogga. Ég er líka frá- bær kokkur og get gert kökur með rósakremi. Á líka fullt af iitt ala-dóti og alls konar fallegu fyrir heimilið sem ég get sýnt öðrum. Ég hef þetta allt. Ég er hinn fullkomni tískubloggari,“ segir Trend- setterinn. En hvernig hafa viðbrögðin verið við blogg- inu? „Þau hafa verið betri en ég átti von á og ég er nú þegar komin með stór verkefni, sem ég get því miður ekki talað um eins og er. Ég get samt sagt að mér hefur verið boðið að keppa í Euro- vision fyrir Íslands hönd og að skrifa handritið að Áramótaskaupinu. Ég afþakkaði bæði boðin,“ segir hún. Innblástur segist hún fá úr sínu eigin höfði, enda sé hún mjög skapandi manneskja með mikið tískuvit. „Mér finnst langskemmtilegast að gera persónuleg blogg og svona „new in“ blogg. Þá get ég sýnt lesendum allt það sem ég hef verið að kaupa mér og það sem er búið að gefa mér frítt.“ Að vera bloggari hlýtur að hafa sína kosti, en hún segist því miður ekki vera að raka inn á þessu. „Það er það eina sem ég er ósátt við. Það er ekki verið að senda mér nóg af fríu dóti. Ég hvet fyrirtæki til þess að hafa samband við mig,“ segir hún. Hvert stefnir Trendsetterinn? „Á topp- inn! Bloggið er ákveðið start fyrir ferilinn. Mig langar að gera eigin sjónvarpsþátt og bíð bara eftir símtalinu. Ég ætla að halda áfram að lifa og hrærast í þessum heimi þar til ég verð 35 ára, en þá mun ég verða forseti Íslands.“ Trendsetterinn leitar eins og er að umboðs- manni og biður áhugasama um að bjóða sig fram. „Ég er búin að tala við Óla Geir [Ólaf Geir Jóns- son] en hann var því miður upptekinn við að skipuleggja klámkvölds-aðventutónleika í Hall- grímskirkju.“ adda@frettabladid.is Trendsetterinn vill verða forseti Íslands Tískubloggið trendsetterinn.wordpress.com sló í gegn í vikunni. Bloggari síð unn- ar kveðst vera lítið, viðkvæmt blóm sem ekki vill koma fram undir nafni að svo stöddu. Trendsetterinn, eins og hún kallar sig, ætlar sér stóra hluti í blogginu. SNIÐUG LAUSN Trendsetterinn gerði sína eigin útgáfu af vinsælu Calvin Klein-nærfötunum. HEITASTA TRENDIÐ Hér má sjá trendsetterinn í nýjasta trendinu, fur on fur eða feldur við feld. ➜ 30.000 heimsóknir á síðuna þann 23. október ➜ 1.000 deildu færslu hjá henni um iittala ➜ 9. sæti yfir mest heimsóttu Wordpress- síður 24. október TILNEFNDUR SEM MBA-NEMI ÁRSINS Leikarinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson hefur verið tilnefndur MBA-nemi ársins 2014. Hann útskrifaðist með MBA- gráðu síðastliðið vor frá Háskólanum í Reykjavík. Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Lundúnum þann 30. október þar sem Guðmundur verður viðstaddur ásamt Þórönnu Jónsdóttur, forseta viðskiptadeildar HR. Það eru samtökin AMBA sem standa að verðlaununum á hverju ári en þau hafa það að markmiði að efla viðskiptamenntun á framhaldsstigi í Evrópu. Guð- mundur tók nýlega við starfi framkvæmda- stjóra Tjarnarbíós. - fbj „Ég er skelfingu lostin. Þetta stendur skrifað í Biblíunni. Það stendur í Biblíunni að það verði plága og þetta er hún. Ég held það.“ OFURFYRIRSÆTAN NAOMI CAMPELL UM EBÓLU Í BRESKA ÞÆTTINUM CELE- BRITY GOGGLEBOX.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.