Fréttablaðið - 31.10.2014, Page 2

Fréttablaðið - 31.10.2014, Page 2
31. október 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 LÖGREGLUMÁL Guðmundur Frank- lín Jónsson, fyrrverandi formaður Hægri grænna, telur að freklega sé brotið á friðhelgi einkalífs hans í nýopinberaðri skýrslu lögreglunn- ar um mótmæli almennings á hrun- árunum. Guðmundur lagði í gær fram kæru til ríkissaksóknara. Guðmundur er í skýrslunni sagður hafa á netinu hvatt fólk til að mæta þegar mótmæla átti við Íslandsbanka í mars 2010. Í kæru lögmanns Guðmundar segir að „persónunjósnir“ lögreglunnar gagnvart Guðmundi hafi verið „lög- lausar með öllu“ og freklega hafi verið brotið á friðhelgi einkalífs hans með því að dreifa síðan upp- lýsingunum til fjölmiðla. Jón H.B. Snorrason aðstoðarlög- reglustjóri kveður sér ekki kunn- ugt um kæru Guðmundar eða hvort fleiri kærur vegna skýrslunnar hafi borist. Lögregla hefur fengið frest til 11. nóvember til að svara spurn- ingum Persónuverndar um skýrsl- una. Jón segir áríðandi fyrir lög- regluna að skýra málið. - gar Guðmundur Franklín Jónsson kærir til ríkissaksóknara vegna nafngreiningar í mótmælaskýrslu: Kærir lögreglu fyrir persónunjósnir GUÐMUNDUR FRANKLÍN JÓNSSON Telur lögreglu hafa brotið lög með því að njósna um hann, skrá upp- lýsingarnar og dreifa þeim síðan. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jón, þarf að skóla bæjaryfir- völd til? „Heldur betur.“ Íbúar í fjölbýli nærri Krikaskóla í Mosfellsbæ vilja bætur frá bænum þar sem skólinn skerði útsýni og valdi hávaðamengun. Jón Magnússon er lögmaður íbúanna. MENNTUN Verzlunarskóli Íslands gæti þurft að fækka nýnemum um helming næsta haust og segja upp starfsfólki ef fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár verður samþykkt. „Í frumvarpinu er verið að skerða fjölda þeirra nemenda sem ríkið er tilbúið að borga með á hverju ári og þetta hefur þessi áhrif á okkur,“ segir Ingi Ólafs- son, skólastjóri Verzlunarskólans. Skólinn tekur inn yfir 300 nýnema á ári en að sögn Inga stefnir í að þeir verði einungis um 150 þegar skólaárið 2015/2016 hefst. Fari svo gæti Verzlunar- skólinn þurft að fækka stöðugild- um um níu. „Það er þó ekki öruggt og það þýðir ekki endilega að níu kenn- arar missi starfið því hér vinna margir í meira en einu stöðugildi. Einnig gæti svo farið að kennarar sem hafa verið hér í eitt eða tvö ár fái ekki fastráðningu. Þetta gæti þó líka endað með því að við tökum inn fleiri nemendur á kostnað skólans sem hefði þá ein- hver áhrif.“ Ingi segir skólann fá um 500 umsóknir frá nýútskrifuðum grunnskólanemum á ári sem velji hann sem fyrsta val. Að auki er skólinn annað val hjá yfir 200 umsækjendum. „Hluti af þessari fækkun árs- nema til Verzlunarskólans kom til síðastliðið sumar en við feng- um þær upplýsingar svo seint að við gátum ekki brugðist við og sagt nei við nemendur sem höfðu fengið inni. Síðan kemur ennþá meiri niðurskurður núna og við getum ekkert brugðist við þessu fyrr en um mitt almanaksárið og því kemur allur skellurinn næsta haust,“ segir Ingi. Félag framhaldsskólakennara hefur gagnrýnt áform ríkisins um fjárveitingar til framhalds- skólanna og sagt þær takmarka aðgengi 25 ára og eldri að námi á framhaldsskólastigi. Ingi segir þessa breytingu ekki hafa mikil áhrif á stöðu skólans. „Það er einhver hópur nemenda sem er í fjarnámi úr þessum ald- urshópi en hann er ekki stór. Ef þetta fer svona, sem er ekkert öruggt því ég er ekki búinn að gefa upp alla von, þá stefnir í þessa fækkun nýnema með tilheyrandi áhrifum.“ haraldur@frettabladid.is Nýnemum Verzló gæti fækkað um helming Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands segir áform um niðurskurð á fjárveitingum til skólans geta leitt til helmingsfækkunar nýnema. Skólinn gæti þá einungis tekið inn 150 nýnema næsta haust, í stað 300, og stöðugildum yrði líklega fækkað. VERZLÓ Ríkið greiðir nú með 1.430 nemendum skólans á ári. EFNAHAGSMÁL Hæstaréttarlögmennirnir Ragnar Hall og Helgi Sigurðsson óska í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag eftir svörum um hvort þáver- andi stjórnvöld sem tóku ákvörðun um að Seðla- bankinn veitti Kaupþingi lán upp á 500 milljónir evra þann 6. október 2008 hafi vitað af setningu neyðarlaganna sama dag. Í greininni rekja lögmennirnir aðdraganda lánveitingarinnar sem og lagasetningarinnar og segja að afar líklegt verði að telja að formaður bankastjórnar Seðlabankans hafi einnig vitað um undirbúning neyðarlaganna á þessum tíma. Ljóst hefði verið að enginn íslensku bankanna myndi lifa af við þær aðstæður sem sköpuðust þegar neyðarlögin tóku gildi og þau hafi leitt til þess að lánið, helmingur gjaldeyrisvarasjóðs landsins, brann upp samstundis. Þeir velta því upp hvort þeir sem hafi tekið ákvörðun um lánveitinguna hafi ekki áttað sig á þeirri verulegu fjártjónshættu sem lánveiting- unni fylgdi í ljósi fyrirætlana sem fólust í frum- varpi til neyðarlaganna. Auk þess spyrja þeir Ragnar og Helgi hvort það geti verið að efni neyðar laganna hafi komið til tals í símtalinu fræga sem þessir menn áttu í aðdraganda lánveit- ingarinnar og vilja alls ekki birta. Afar áríðandi sé að fá þetta upplýst ef menn ætli á annað borð að brjóta til mergjar öll stóru málin sem tengdust hruninu 2008. - fbj / sjá síðu 18 Lögmenn vilja upplýsingar um hver vissi hvað í aðdraganda neyðarlaga: Fjártjónshættan átti að vera ljós SRÍ LANKA Íbúar á Srí Lanka eru óttaslegnir sökum aurskriðu sem féll fyrr í vikunni í þorpinu Koslanda sem er í miðju landinu. Orsök aurskriðunnar er miklar rigningar sem hafa orðið á svæðinu síðustu vikur. Fjöldi húsa hefur skemmst og þá er talið að hundruð manna hafi lát- ist. Meira en 200 manns er enn saknað en yfirvöld segja ástandið vera hörmulegt á svæðinu. Viðvaranir vegna mögulegra aurskriðna hafa nú verið gefnar út víða í landinu. - glp Hörmungarástand á Srí Lanka eftir mikið rigningartímabil: Hundraða manna er saknað EYÐILEGGING Íbúar þorpsins Koslanda við byggingu sem eyðilagðist í aurskriðunni. NORDICPHOTOS/AFP ÁVARP Geir Haarde, þáverandi forsætisráðherra, mælti fyrir neyðarlögunum sama dag og Seðlabankinn veitti Kaupþingi gjaldeyrislánið stóra. MYND/SKJÁSKOT SPURNING DAGSINS RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS FÁÐU ÞRÁÐLAUSAN AÐGANG AÐ TÓNLISTINNI Í ÖLLUM HERBERGJUM Sonos er kerfi þráðlausra hátalara og hljómtækja. Það sameinar stafræna tónlistarsafnið þitt og útvarpsstöðvar í einu appi sem þú getur stjórnað frá hvaða síma eða spjaldtölvu sem er. Í frumvarpinu er verið að skerða fjölda þeirra nemenda sem ríkið er tilbúið að borga með á hverju ári og þetta hefur þessi áhrif á okkur. Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands. NOREGUR Gríðarleg úrkoma hefur verið í Noregi síðustu daga og hafa ár víða flætt yfir bakka sína. „Það er hálfgert neyðar- ástand hérna í bænum,“ segir Ásta Steinunn Ástþórsdóttir, íbúi í norska bænum Odda, um 100 kílómetrum austur af Bergen, þar sem ástandið er einna verst. Ásta Steinunn segir að tjónið hafi verið mjög mikið en byggðin er nálægt ánni. „Þessi á verður oft mikil en aldrei svona vatns- mikil. Þetta er eitthvert met. Þá grefur áin undan húsunum og þau hrynja ofan í ána og verða að tannstönglum.“ - aí Ár flæða yfir bakka sína: Hættuástand mikið í Noregi VIÐSKIPTI Búið er að undirrita kauptilboð á 27,5 prósenta hlut Íslandsbanka í Íslenskum verð- bréfum. Kaupendur eru MP banki, Lífeyrissjóður verslunarmanna og félag í eigu Garðars K. Vilhjálms- sonar. Kaupverðið er sagt vera trúnaðarmál. Íslensk verðbréf eru sjálfstætt starfandi eignastýringarfyrir- tæki sem hefur verið starfandi frá árinu 1987. Höfuðstöðvar félagsins eru á Akureyri og þar starfa um 20 manns. Íslandsbanki eignaðist hlutinn með sameiningu við Byr síðla árs 2011 og varð þar með stærsti hluthafinn í félaginu. - glp Kaupa fjórðungshlut í ÍV: Íslandsbanki selur hlut sinn

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.