Fréttablaðið - 31.10.2014, Side 12

Fréttablaðið - 31.10.2014, Side 12
31. október 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 REYKJANESBÆR „Ég er afar þakklát- ur fyrir það hversu rólegir og yfir- vegaðir íbúar Reykjanesbæjar voru á íbúafundinum,“ segir Friðjón Ein- arsson, formaður bæjarráðs Reykja- nesbæjar, um íbúafund sem haldinn var í Stapa í fyrrakvöld. Á fundinum voru kynntar tvær skýrslur sem sýndu fram á gríðar- lega erfiða rekstrarstöðu bæjar- félagsins eftir óráðsíu síðustu tólf ára. Fram kom á fundinum og í skýrslunum að rekstur sveitar- félagsins er ekki sjálfbær og mun ekki ná skuldaviðmiðum nema mikl- um aðhaldsaðgerðum verði hrint í framkvæmd. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins voru margir gestir undrandi á því að fyrri meirihluti hafi ekki þurft að svara fyrir bókhaldslegar misgjörðir sínar. Fannst nokkrum fundargestum í Reykjanesbæ þeir hafa sloppið helst til of vel frá fund- inum. Um 500 íbúar sóttu fundinn í Stapa og um tvö þúsund til viðbótar horfðu á beint streymi af fundinum á vef Reykjanesbæjar. Skuldir Reykjanesbæjar eru um 40 milljarðar króna. Skuldahlutfall bæjarfélagsins, skuldir sem hlut- fall af reglulegum tekjum bæjar- ins, er um 270%. Samkvæmt sveit- arstjórnarlögum mega sveitarfélög ekki skulda meira en 150% af reglu- legum tekjum. Árið 2002 skuldaði Reykjanesbær 8,3 milljarða króna. Sú tala var komin upp í 40 milljarða árið 2013. Frá árinu 2002 til ársins 2013 vantaði í rekstur sveitarfélagsins um 25 milljarða króna til að halda því á réttum kili. Þessir 25 milljarð- ar sem vantaði upp á voru á tíma- bilinu fengnir með nýjum lántök- um upp á um 12 milljarða og sölu eigna fyrir svipaða upphæð. Að mati skýrsluhöfunda er staða bæj- arfélagsins alvarleg og mikilvægt er að taka málin föstum tökum. Nú er svo komið að eignir sveit- arfélagsins eru ekki miklar og miklar skuldir sitja eftir á sveitar- félaginu. Á sínum tíma fyrir hrun var Reykjanesbær hluti af eignar- haldsfélaginu Fasteign. Þar sem einkahlutafélagið keypti fasteign- ir sveitarfélaganna og lánaði þeim aftur. Sjö af tíu skuldugustu sveitar- félögum landsins voru í viðskiptum við þetta einkahlutafélag þar sem þetta módel var notað. Friðjón segir stöðuna vera slæma en tekur það fram að nú þurfi að láta hendur standa fram úr ermum. „Nú vitum við stöðuna og nú þurfum við að taka erfiðar ákvarðanir um framhaldið. Það er ljóst að við þurf- um að hagræða en munum verja grunnþjónustu af öllu afli.“ Friðjón gefur síðasta meirihluta ekki góða einkunn þegar kemur að rekstri bæjarins. „Ég varð bæjarfulltrúi 2010 og á þeim fjórum árum hef ég gagnrýnt harðlega fjárhagsáætlan- ir fyrri meirihluta á hverju einasta ári. Það kannski lýsir því best hvað mér finnst um þau vinnubrögð sem voru stunduð,“ segir Friðjón. Veigamestu tillögur til að snúa rekstrinum við, fjalla um að lækka launakostnað sveitarfélagsins. Gert er að tillögu að yfirvinnubann verði sett á í Reykjanesbæ og aðeins verði heimil yfirvinna í undantekningar- tilfellum og þá með samþykki bæj- arstjóra eða fjármálastjóra. Einnig er lagt til að laun verði greidd sam- kvæmt kjarasamningum. Ef um sé að ræða hærri laun vegna óunn- innar yfirvinnu verði þeir samn- ingar teknir til endurskoðunar. Að lokum er lagt til að greiðslur bif- reiðastyrkja samkvæmt samning- um verði teknar til endurskoðunar og aðeins greitt fyrir raunveruleg- an akstur. KPMG kynnti einnig samantekt sína um leið til að snúa stöðunni við. Sú áætlun nefnist „Sóknin“ þar sem ítarlega er farið yfir hvernig hægt er að bæta stöðu Reykjanesbæjar. Tillögurnar miða að því að skera niður rekstrarkostnað um 500 millj- ónir króna og auka tekjur bæjar- sjóðs um 400 milljónir. Reykjanes- bær þurfi um 900 milljónir í aukna framlegð til að bæta hag bæjarins. Tiltekt boðuð hjá Reykjanesbæ Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar er þakklátur fyrir málefnalegan og góðan íbúafund í Stapa. Þar var sýnt fram á gríðarlega erfiða stöðu sveitarfélagsins og tiltekt boðuð í framhaldinu í bókhaldi Reykjanesbæjar. Gefur fyrri meirihluta ekki góða einkunn fyrir reksturinn. Ég er afar þakk- látur fyrir það hversu rólegir og yfirvegaðir íbúar voru. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar REYKJANESBÆR Skuldir sliga bæjarsjóð Reykjanesbæjar og mun taka tæpan áratug að ná skuldaviðmiði sveitarfélaga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sveinn Arnarsson sveinn@frettabladid.is „Ég tel mig vera heppna að eiga ekki barn á leikskólaaldri eða grunnskólaaldri. Þessi niðurskurður mun bitna harðast á því fólki. En nú er ljóst að það verður skorið niður og þjónusta skert. Það er leitt að sjá hvernig fyrir bænum er komið. Fyrri meiri- hluti stóð ekki í stykkinu og fór of geyst í Helguvík að mínu mati. Það er ekki hægt að hefja vinnu við álver og hafa ekki hugmynd um hvaðan orkan á að koma.“ Ragnheiður Ólafsdóttir snyrtiráðgjafi Guðmundur Hlíðar: „Já, þetta er auðvitað skelfingarástand og það er líklegt að þetta muni hafa einhver áhrif á þjónustu. Við skulum samt vona að íbúar fari ekki frá Keflavík en það getur kannski verið örlítið erfiðara að laða fólk í bæinn.“ Jóhanna: „Það fyrsta sem maður veltir fyrir sér er ungt fólk sem er að hefja búskap hérna. Þetta getur auðvitað haft áhrif á það fólk. Von- andi nær sveitarfélagið að leysa þá erfiðleika.“ Guðmundur Hlíðar Björnsson og Jóhanna Pálsdóttir áhyggjufullir vinir „Staðan er ekki eins og best verður á kosið. Við verðum hins vegar að fara að fá atvinnutækifæri í Reykjanesbæ. Það er ekkert verið að gera í atvinnumálum fyrir íbúa sveitarfélagsins. Erlend fyrir- tæki eru að yfirtaka flest allt í Leifsstöð og lítið að frétta af álveri í Helguvík. Við megum ekki gleyma að á Reykjanesi er stórbrotin náttúra og verðum við að nýta þau tækifæri sem gefast í ferða- þjónustu. Í sambandi við skuldirnar þá er þetta mjög súrt og fráhrindandi til að fá gott fólk í bæinn.“ Arngrímur Ingimundarson knattspyrnuþjálfari Sigurður: „Þjónustan er mjög góð hérna í Reykjanesbæ, hér er frítt í sund og strætó og mjög gott að búa. Þótt þessi skýrsla sé auðvitað kolsvört skiptir máli að koma sér út úr þessu klandri. Ég er viss um að okkur mun takast það verkefni. Það hefur gengið illa í Helguvík og við eigum eftir að sjá ábatann á þeirri framkvæmd.“ Lilja: „ Það á að vera hægt að skera niður í sveitarfélaginu. Þjónustan er góð en ég hef svo sem ekkert rosalega mikið vit á þessu en ég held að við getum náð árangri með Helguvík.“ Sigurður Ólafsson og Lilja Þorsteinsdóttir skóarar Hvað segja íbúar sveitarfélagsins? Auglýsing um álagningu opinberra gjalda á lögaðila árið 2014 Álagningu tekjuskatts er lokið á lögaðila sem skattskyldir eru samkvæmt I. kafla, sbr. og 4. mgr. 71. gr., sem og álagningu annarra opinberra gjalda lögaðila sem lögð skulu á vegna tekjuársins 2013 skv. VIII.-XIV. kafla laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Álagningarseðlar eru nú aðgengilegir á þjónustuvef ríkisskattstjóra á www.rsk.is og www. skattur.is. Álagningarskrár, sem sýna álagða skatta á lögaðila í viðkomandi sveitarfélagi, liggja frammi á starfsstöðvum ríkisskattstjóra eða sérstaklega auglýstum stöðum dagana 31. október til 14. nóvember 2014 að báðum dögum meðtöldum. Kærufresti vegna álagningar þeirra skatta og gjalda, sem álagning þessi tekur til, lýkur mánudaginn 1. desember 2014. Auglýsing þessi er birt, sbr. 98. gr. framangreindra laga. 31. október 2014 Sími 412 2500 www.murbudin.is Límkítti Verð frá kr. 925 pr 300ml.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.