Fréttablaðið - 31.10.2014, Side 20

Fréttablaðið - 31.10.2014, Side 20
31. október 2014 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 20 Í stuttri blaðagrein í vor gerði ég grein fyrir aðferðafræði Nýsjálend- inga og annarra erlendra þjóðgarðastofnana við gjaldtöku í þjóðgörðum og friðlýstum svæðum. Á Nýja-Sjálandi borga þeir aðilar gjald sem selja þjón- ustu innan slíkra svæða en almenningur greiðir ekki fyrir aðgengi að þjóðgörð- um og friðlýstum svæð- um. Hjá þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna og Kanada, Umhverfisstofnun Nýja- Sjálands og Ástralíu eru ferðaþjón- ustufyrirtæki starfsleyfisskyld innan þjóðgarða. Fyrirtækin lúta kröfum og reglum en samhliða eru innheimt gjöld fyrir afnot ferða- þjónustu af svæðum í opinberri eigu. Ef viðskiptatækifærin snú- ast um takmarkaða auðlind eru þau boðin út. Meginatriðið er að ferða- þjónustuaðilar sem nýta svæðin í viðskiptalegum tilgangi geri samn- inga við yfirvöld um afnot af þjóð- görðum og friðlýstum svæðum í opinberri eigu og greiða fyrir. Við- brögð við efni greinarinnar voru almennt jákvæð. Það mætti æra óstöðugan að bæta nýjum hugmyndum um gjaldtöku í opinbera umræðu enda af nógu af taka á síðustu mánuðum. Ég vil leyfa mér að bæta við einni hug- mynd undir áhrifum frá fyrrnefndri aðferðafræði á Nýja-Sjálandi. Ég legg til að komið verði upp samræmdri áfangastaðaskráningu fyrir land í eigu ríkis og sveitarfé- laga, þjóðgarða, friðlýst svæði og aðra vinsæla áningarstaði ferða- manna í opinberri eigu. Þessir staðir verða skilgreindir sem sérstakir áfangastað- ir ferðamanna með kerfi sem heldur utan um fjölda gesta á hvern stað. Þeim sem hafa ferðaskrifstofu- leyfi og ferðaskipuleggj- andaleyfi verði gert skylt að skila reglulega inn áfanga- staðaskráningu til Ferða- málastofu. Slík skráning viðgengst nú þegar á öðrum sviðum ferðaþjónustunnar en sem dæmi eru þeir sem selja gistingu skyldugir til að senda inn tölur um gisti- nætur og uppruna ferðamanna til Hagstofunnar. Samræmd gjaldskrá Samræmd hófleg gjaldskrá verð- ur tekin upp í mismunandi verð- og álagsflokkum eftir tegund og eðli svæða. Greitt verður beint til baka til þeirra sem fara með stjórn áfangastaða í samræmi við fjölda ferðamanna sem skráðir eru í ferðir þangað. Ferðamenn borga gjaldið í farmiða ferðarinnar hjá ferðaþjónustuaðilum. Það má hafa þann möguleika opinn að vinsælir ferðamannastaðir í einkaeigu verði með í slíku kerfi. Það getur hentað sumum landeigendum að vilja haga gjaldtöku með slíkum hætti. Eftir- lit getur verið í formi tilviljana- kennds úrtaks á fjölda ferðamanna og leyfum ferðaþjónustufyrirtækja á áfangastöðum. Þróa mætti staf- ræna lausn sem tengdist skráningu og úrvinnslu. Á þennan hátt verður til afnota- gjald í réttu hlutfalli við fjölda ferðamanna sem ferðaþjónustu- fyrirtæki fara með á skilgreinda áfangastaði. Það gjald rennur beint og milliliðalaust til svæðanna og nýtist til uppbyggingar, reksturs og sem afgjald fyrir afnot. Meðal stærstu notenda þjóðgarða og friðlýstra svæða eru ferðaþjón- ustufyrirtækin sem selja ferðir á þá staði. Með slíku kerfi er hægt að koma gjaldinu inn í verð til ferða- manna sem greiða það en um leið verða til upplýsingar um fjölda og nýtingu ferðaþjónustunnar. Með slíkri nálgun axlar ferðaþjónust- an sem atvinnugrein ábyrgð á því ástandi sem skapast þegar þúsundir ferðamanna á hennar vegum heim- sækja helstu náttúruperlur landsins á sama tíma. Ef rukka á ferðamenn á eigin vegum þarf að nota aðrar aðferðir en margar hafa komið fram í umræðunni undanfarna mánuði. Stærsti hluti ferðamanna á eigin vegum er á einkabílum eða bíla- leigubílum og fylla þeir bílastæði flestra vinsælla ferðamannastaða. Því væri nærtækast að taka upp stöðumælagjald við fjölförnustu ferðamannastaðina með stærri bílastæðum þar sem slík fjárfest- ing getur borgað sig. Nú stendur fyrir dyrum endur- skoðun náttúruverndarlaga og er nauðsynlegt í þeirri vinnu að skoða vel og skilgreina réttinn til nýtingar lands í atvinnuskyni. Um leið væri hægt að koma á góðu samræmdu kerfi fyrir afnot af sameiginlegri auðlind og stolti allra landsmanna, náttúru Íslands. ➜ Það mætti æra óstöð- ugan að bæta nýjum hug- myndum um gjaldtöku í opinbera umræðu. Blekkingar og staðreyndir um framleiðslu íslenskra kvikmynda Nýsjá-íslensk aðferð við gjaldtöku Læknar sem starfa hjá íslenska ríkinu eru í verk- falli í fyrsta skipti í sög- unni. Kjarasamningar þeirra hafa verið í sam- ræmi við aðra samninga ríkisins. Eftir niðurskurð í kerfinu frá aldamótum er komið að þolmörkum. Ef við tökum Landspítalann sem dæmi þá hefur rekstr- arfé hans dregist saman um 20% frá árinu 2008 þrátt fyrir að álag á sjúkrahús- ið hafi aukist á tímabilinu vegna fjölgunar aldraðra. Sérgreinalæknar sem eru með eigin rekstur deila ekki þessum kjörum. Þau gerðu samning við heilbrigðisráðherra í byrjun árs. Samkvæmt þeim samningi hækk- ar svokallað einingaverð tvisvar á ári til samræmis við launa- og neysluverðsvísitölu auk þess sem heildareiningafjöldi samningsins er endurskoðaður ár hvert með til- liti til breytinga á fólksfjölda. Það þýðir að eftir því sem hlutfallsleg öldrun þjóðarinnar eykst, stækkar samningurinn. Við hrun tóku íbúar landsins á sig mikla kjaraskerðingu. Lífs- kjör okkar drógust aftur úr kjörum nágrannaþjóðanna. Mikil eftirspurn er eftir heilbrigðisstarfsfólki í heim- inum og það er því freistandi fyrir lækna og hjúkr unarfræðinga að sækja vinnu út fyrir land- steinana og æ færri læknar flytja heim aftur að sér- greinanámi loknu. Meðal- aldur lækna á Íslandi fer því hækkandi, vinnuálag á heil- brigðisstofnunum hefur auk- ist, tækjabúnaður hins opin- bera er að úreldast, svigrúm til kaupa á nýjustu og bestu lyfjum er sáralítið og þátt- taka í rannsóknum til efling- ar læknavísindunum verður sífellt erfiðari. Í gögnum frá velferðar- ráðuneytinu koma fram áhyggjur af stöðugri aukningu á komum til sér- greinalækna með hættu á ofnotk- un á þeirri þjónustu. Við erum því ekki að nota útgjöld til heilbrigðis- mála með nógu skilvirkum hætti því á Íslandi búum við í raun við tvöfalt heilbrigðiskerfi. Rétt eftir að læknar hófu verkfall bárust okkur einmitt nöturlegar fréttir af áform- um um risastóra einkarekna lækna- miðstöð með aðgengi fyrir sjúkra- bíla. Íslendingar vilja að heilbrigðis- þjónustan sé í hæsta gæðaflokki og fyrst og fremst rekin af hinu opin- bera. Við viljum ekki einkasjúkra- hús. Við þurfum meira fé í opinbera heilbrigðiskerfið strax – annars verður ekki aftur snúið! Við viljum ekki einkasjúkrahús! Ég hef verið svo heppin á mínum tæpa 14 ára starfs- ferli innan grunnskóla að hafa starfað annars vegar sem kennari í framsækn- um og afar metnaðarfullum hverfisskóla og hins vegar kennt og stýrt í grunnskól- um Hjallastefnunnar. Á þessu ferðalagi hef ég ígrundað fagið mitt, tekist á við hugmyndir mínar um góðan grunnskóla og þar ekki síst með fókusinn á hvað er góður grunnskóli? og hvernig er það mat feng- ið? Skýr rammi er mér hug- leikinn og á það ekki síður við þegar kemur að mati á árangri. Mikilvægi þess að hver kenn- ari og skóli setji sér markmið um árangur í námi – að stefnan sé ein- föld og skýr eins og segir í skóla- söng Barnaskóla Hjallastefnunn- ar, og þeim tólum og tækjum sem styðja við þá hugmyndafræði sem unnið er eftir sé beitt ekki síður en formlegum matstækjum. Eftirfylgni og frammistöðumat Á ferðalagi mínu er ég sannfærðari en nokkru sinni um að eftirfylgni með fagstarfi innan skóla, þar sem lagt er mat á frammistöðu kennara frá ólíkum hliðum geti leitt til enn betri árangurs í leik og starfi innan grunnskólans. Að hver einasti kennari sé með athyglina á því hvernig megi ná góðum árangri og um leið hvernig megi meta þann árangur. Og um leið að hver einasti skólastjórnandi sé meðvitaður og hafi skýra sýn um það hvernig kennarar nái árangri í sínum skóla og meti þá þætti með aðkomu kennaranna sjálfra ekki síst. Frammistöðumat fyrir fag- fólk skóla jafnt kennara sem stjórn- enda er mat mitt að megi og þurfi að styrkja. Vellíðan barna hefur áhrif Hitt veit ég líka að hvorki börn né nemendur eða kennarar ná góðum árangri án góðrar líðanar. Öryggi gagnvart viðfangsefninu, sjálfstrú og aukin færni gefur öllum betri árangur. Í starfi mínu síðasta áratug hef ég reynt það og fundið hvernig rík áhersla á gleði og vellíð- an á degi hverjum í skólalífi barna og fullorðinna hefur jákvætt afl í för með sér. En til þess að vita hver árang- urinn er á hverjum tíma er mikilvægt að kanna stöðuna með fjölbreyttum matsleið- um. Í umræðunni má finna þá sýn að stefnumótun um árangur í menntakerfinu leiði til bölvunar og sú eða sá sem hefur orð á því fær þvílíka skömm fyrir hjá sumum – ekki öllum. Ég finn áþreifanlega fyrir viðkvæmninni í sam- félaginu gagnvart hugmynd- um um matsleiðir ekki síst þessum formlegu og stöðluðu, þær þykja ýta undir markaðshyggju og fela í sér að öll mennska í skólastarfi eigi það á hættu að þurrkast út. Rýnum til gagns Ég er satt best að segja svolítið gátt- uð á þessu viðhorfi og er að reyna að skilja hvað býr að baki. Er þetta ein- hvers konar ótti um að okkar eigið kerfi standist ekki mat? Eða ótti um hið persónulega framlag til árang- urs barna? Það sem við segjum og það sem við gerum hefur áhrif og því hefur kennsla hvers einstaka kennara alltaf áhrif á frammi- stöðu þeirra barna sem verið er að kenna. Og hvað? Er það ekki einmitt það sem þetta snýst um? Hver ber ábyrgð á frammistöðu eða árangri barna í skólakerfinu? Það hljóta að vera við sem komum að mennt- un þeirra með beinum og fagleg- um hætti – kennarar og skólastjór- nendur. Við erum fólk en ekki kerfi og verðum að taka út þann þroska að geta tekist á við að raunverulega gera betur í dag en í gær. Ekki bara út frá eigin sannfæringu heldur líka út frá niðurstöðum á frammistöðu í kennslu og árangri barna sem nem- endur. Vissulega hafa aðrir þættir áhrif á frammistöðu barna í námi og engin ástæða til þess að horfa fram hjá því heldur einmitt taka mið af því. Höldum áfram að ræða og prófa okkur áfram með matsleiðir óttumst eigi og tökum faglega ábyrgð. Lítið eitt um grunn- skóla og árangur HEILBRIGÐIS- MÁL Sigríður Ingi- björg Ingadóttir þingkona Sam- fylkingarinnar og formaður vel- ferðarnefndar 1.100 1.100 900 800 700 600 500 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 FRAMLÖG TIL KVIKMYNDASJÓÐS OG SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS 2009–2015 í milljónum króna á verðlagi ágúst 2014 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS KVIKMYNDASJÓÐUR Jóhannes Þór Skúlason, aðstoð- armaður for- sætisráðherra, heldur því fram í grein að Fram- sóknarflokkur- inn hafi þegar efnt kosninga- loforð sitt um að efla íslenska kvikmyndagerð. Málið sé afgreitt. Þessi niður- staða hefur vakið mikla furðu í röðum íslenskra kvikmyndafram- leiðenda – svo ekki sé meira sagt. 1 Jóhannes segir að framlög til kvikmyndasjóða hafi aldrei verið hærri en þau verða 2015 (nema 2013). Meðfylgjandi línurit um framlög til kvikmyndasjóða á föstu verðlagi sýnir að þessi full- yrðing er ekki rétt. 2 Núverandi ríkisstjórn lækk-aði framlag til kvikmynda- sjóða um 488 milljónir með því að afnema fjárfestingaáætlun fyrri ríkisstjórnar. Jóhannes segir að það sé „einfaldlega ekki hægt að nota 2013 sem eðlilegt viðmið“ vegna þess að hækkunin það ár hafi verið „ófjármagnað risakosningaloforð“ fyrrverandi stjórnarflokka. Jóhannes lokar augunum fyrir því að þessi fjárfesting var ákvörð- un framkvæmdavaldsins með sam- þykki fjárveitingavaldsins. Þess- ir peningar runnu til framleiðslu íslenskra kvikmynda árið 2013. Fjárfestingin er því staðreynd – ekki loforð – sem ekki verður undan komist þegar rætt er um fjármögn- un kvikmyndasjóða. 3 Jóhannes segir að fjárfest-ingaáætlunin hafi ekki verið „í neinu sambandi við raunveruleik- ann í ríkisfjármálum“ og „það var því aldrei innistæða fyrir sjálf- krafa framlengingu á þessu“… Þessi fullyrðing stenst ekki skoð- un. Sá hluti fjárfestingaáætlunar- innar sem fór til að efla skapandi greinar eins og kvikmyndafram- leiðslu var fjármagnaður með arði af hlut ríkisins í bönkunum. Ef arð- urinn myndi minnka eða hverfa þá færu þessi framlög sömu leið. En arðurinn hefur hins vegar hækkað verulega. Arðgreiðslur bankanna til ríkisins árið 2013 námu 10 milljörð- um en 21 milljarði árið 2014. Því er rangt að fjármögnunin hafi verið án sambands við raunveruleikann eða innistæða ekki fyrir hendi. Það er einfaldlega pólitísk ákvörðun stjórn- arflokkanna að nota þessa peninga frekar til annarra verkefna og við þá ákvörðun eiga þeir að þora að standa. 4 Jóhannes segir að ríkisstjórn-in hafi engu að síður „ákveðið“ að hækka framlög til kvikmynda- sjóða. Staðreyndin er sú að þessi hækk- un milli ára er ekki „ákvörðun“ þessarar ríkisstjórnar heldur er hækkunin bundin í samningi sem gerður var við greinina árið 2011. Eina „ákvörðunin“ sem ríkisstjórn- in tók í þessu sambandi var því sú að svíkja ekki samning sem hefur verið í gildi í nokkur ár. 5 Þegar ríkisstjórnin slátraði fjárfestingaáætluninni var það gríðarlegt högg fyrir kvikmynda- framleiðslu á Íslandi því fjárfest- ing hins opinbera í greininni (sem er forsenda annarrar fjármögnun- ar) dróst fyrirvaralaust saman um tæp 40%. Jóhannes blæs á þá gagnrýni að aðgerðir stjórnarinnar valdi óvissu í greininni. Hann segir: „Það er einfaldlega ekki rétt. Óvissa myndi ríkja ef framlög til kvikmynda- sjóða væru á miklu flakki upp og niður milli ára“. Þetta línurit sýnir framlög til kvikmyndasjóða undanfarin 6 ár og til samanburðar eru framlög hins opinbera til Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands. Lesendur geta sjálfir dæmt um hvort myndin sýni „mikið flakk upp og niður milli ára“ eða ekki. MENNTUN Sara Dögg Svanhildardóttir skólastýra Vífi ls- skóla, miðstigsskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ og verkefnastýra grunnskólastarfs Hjallastefnunnar FERÐAÞJÓN- USTA Einar Á.E. Sæmundsen fræðslufulltrúi, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum MENNING Björn B. Björnsson kvikmyndagerðar- maður ➜ Staðreyndin er sú að þessi hækkun milli ára er ekki „ákvörðun“ þessarar ríkisstjórnar …

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.