Fréttablaðið - 31.10.2014, Side 24

Fréttablaðið - 31.10.2014, Side 24
31. október 2014 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 24 Búvörusamningum svip- ar um margt til miðstýrðs áætlunarbúskapar Sovét- ríkjanna heitinna. Bænd- um er tryggður jöfnuður og stöðugleiki með því að sækja styrki til neyt- enda og skattgreiðenda og skipta þeim eftir vissu kerfi. Afleiðingin er heft atvinnugrein með lága framleiðni sem heldur niðri lífskjörum í landinu. Ekki gengur að land- búnaðarráðherra og bændur komi einir að endurskoðuninni. Alþingi verður að sjá til þess að stefnan verði mótuð af fagfólki og helstu hagsmunaðilum, það er neytendum, skattgreiðendum, verslun og þróunarsamvinnu- og umhverfisverndarfólki, auk bænda. Almenningur og samtök sem málið varðar verða að láta til sín taka og þrýsta á um úrbætur. Gott land en harðbýlt Meðal þess sem mestu varðar um hvort fólki og þjóðum vegnar vel er að þekkja vel styrkleika sína og veikleika, ógnir og tækifæri. Mikilvægt er að nýta vel styrk- leikana og tækifærin en láta veik- leikana og ógnirnar ekki skemma fyrir. Norðlæg hnattstaða Íslands, smæð markaðar og fjarlægð frá öðrum löndum gerir landið harð- býlt. Það verður að horfa raun- sætt á hvað borgar sig að fram- leiða hér og hvað betra er að flytja inn. Við erum sterk í sjáv- arútvegi, ferðaþjónustu og fleiri atvinnugreinum en stærstu greinar landbúnaðar eru mjög óhagkvæmar. Við, fámenn þjóð í stóru landi, verðum að halda mun betur á málum ef við viljum lífs- kjör á borð við nágrannaþjóðirn- ar. Atgervisflótti skaðar okkur verulega, unga fólkið kemur ekki heim úr framhaldsnámi. Tollfrjáls innflutningur Landbúnaðurinn fær samkvæmt OECD árlega í markaðsvernd sem nemur 8 milljörðum kr. Með opnum innflutningi munu matarútgjöld lækka um 100 til 200 þúsund kr. á ári á meðalheimili. Vöru- framboð og gæði aukast. 550 milljóna manna Evr- ópumarkaður opnast fyrir okkar landbúnaðarafurðir. Styrkir í Evrópumeðaltal Við skattgreiðendur styrkj- um landbúnaðinn árlega um 12 milljarða kr., þrisvar sinnum meira en að meðaltali í Evrópu. Hvert kúabú fær um 10 millj- ónir í styrki á ári og sauðfjárbú með 500 ærgildi um 6 m.kr. sem þýðir að rúmlega öll laun á búun- um koma beint frá skattgreiðend- um. Um 20% framleiðslunnar eru flutt út og 5% er neytt af ferða- mönnum hér. Gott mál ef það væri ekki á kostnað okkar skatt- greiðenda. Ef við lækkum styrki niður í Evrópumeðaltal gerir það 8 milljarða kr. og lækka mætti virðisaukaskatt um 5%. Hreinn ávinningur skattgreiðenda og neytenda verður a.m.k. 50 til 100 þús. kr. á ári á heimili. Samtals mun ofangreint lækka útgjöld meðalheimilis um 200 til 300 þús. kr. á ári. Neysluvísitala lækkar um 3% og verðtryggð lán skuldugra fjölskyldna um 2 millj- ónir króna. Stærri bú, betri afkoma Í Sádi-Arabíu er stórbúið Almarai. Lárus Ásgeirsson, áður hjá Marel og víðar, rekur kjúk- lingadeild fyrirtækisins sem framleiðir 550.000 kjúklinga á dag. Það tæki kjúklingabúið aðeins um 2 vikur að anna árs- neyslunni á Íslandi. Fyrirtæk- ið rekur líka 15 stórfjós með 7.500 kýr hvert. Á Íslandi eru um 27.000 kýr. Það þarf bara tvö svona fjós til að anna þörfinni hér því meðalnytin er helmingi meiri en hjá okkur. Breyta þarf styrkja- kerfinu hér til að hagræðing geti orðið, bú stækkað, þeim fækkað og þau flutt á heppilega staði með tilliti til nálægðar við markaði. Verðug verkefni Þó hagræðing verði og samþjöpp- un eru næg verkefni fyrir þá sem vilja starfa í greininni hér heima og erlendis. Allir þurfa mat og greiðslugeta stórvex, t.d. í Asíu. Mörg Evrópulönd veita þróunar- aðstoð í formi landbúnaðarverk- efna á hentugum svæðum í sam- vinnu við heimamenn og flytja hluta framleiðslunnar á Evrópu- markað, samtals um 10.000 millj- arða virði á ári! Þó landið okkar sé fagurt og frítt þarf víða að taka til hendinni, fegra, fjarlægja drasl og stunda skógrækt. Þetta getur samfé- lagið styrkt, slíkt kemur til baka í formi upplifunar og ferðaþjón- ustan dafnar. Breytingarnar munu valda raski en lífsgæði margra munu batna verulega. Kærleikurinn hefur tvær hliðar, eina mjúka og aðra harða. Er til staðar nægur kærleikur til að gera það sem gera þarf til að bæta líf fjölda fólks? Matvæli, landbúnaður, kjör og kærleikur Þar sem litabyltingin mis- tókst árið 2004 var núna 10 árum síðar gerð önnur litabylting til að reyna að koma inn fólki til að koma á breytingum í landinu. Á fundi hjá Chevron-olíu- fyrirtækinu þá opinberaði Viktoría Nuland, aðstoðar- utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna, að stjórn- völd í Bandaríkjunum hefðu eytt 5 milljörðum dollara í að koma stjórn- völdum í Úkraínu frá völdum. Þessi ræða Viktoríu er reyndar til í heild sinni, svo og frægt sam- tal Viktoríu við Geoffrey Pyatt þar sem þau bæði skipulögðu og settu saman þessa líka strengja- brúðuríkisstjórn landsins eins og hún er við völd í dag, fyrir utan það að kosning um forseta hefur síðan farið fram. Það er hins vegar ekkert nýtt að stjórnvöld í Bandaríkjunum standi fyrir því að koma á litabylt- ingum með því að greiða mótmæl- endum. Þá höfum við dæmi um aðrar litabyltingar er stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa staðið fyrir eins og t.d. í Serbíu, Georgíu og Kirgisistan. Það sem er kannski nýtt við þessar litabyltingar er að núna nutu þeir aðstoðar nýnas- istahópanna Right Sector og Svoboda er halda opinberlega uppi merkjum nasista. Skýrslur ekki birtar Samkvæmt frásögn Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, þá skutu þessar sömu leyniskytt- ur á bæði lögreglumenn og mót- mælendur á Maidan-torg- inu, og allt til þess eins að magna upp ástandið. Nú, og eftir þessari frásögn Urmas, sem höfð var eftir lækni er skoðaði eitthvað af öllum þessum 94 fórn- arlömbum, þá hafa nýskip- uð stjórnvöld ekki viljað rannsaka þetta mál. Eftir að nýskipuð ríkisstjórn Úkraínu ásamt nýnasist- um tók völdin og úkra- ínska var lýst opinbert tungumál landsins, og öll rúss- neska allt að því bönnuð, versnaði ástandið mun meira. Mótmælin í Odessa þann 2. maí sl. eru annað dæmi um það hversu langt þessir nýnasistar eru tilbúnir að ganga, þar sem þessir nasistar smöluðu mótmælendum inn í skrifstofu- byggingar og kveiktu í þeim, þann- ig að yfir 48 manns létu lífið. Þrátt fyrir að mörg vitni hafi lýst þess- um atburðum í Odessa, þá hafa skýrslur ekki verið birtar, og lík- legast á þetta mál eftir að enda í sama farvegi og öll 94 morð- in á Maidan-torgi, eða þar sem skýrslur verða aldrei birtar. Lygaáróður Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og í fjölmiðlum lýstu nýskipuð stjórnvöld Úkraínu því yfir að 16 þúsund manna herlið hefði her- tekið Krímskaga, þegar 16 þúsund manna herlið er og hefur verið á Krímskaga í meira en 10 ár skv. samkomulagi. En í öllum þess- um lygaáróðri var ekkert minnst á þá staðreynd að heimastjórn Krímskaga hefði ákveðið að reka úkraínska herinn í burtu og hefja atkvæðagreiðslu, þar sem íbúar skagans vildu ekki þessa ríkis- stjórn, og höfðu auk þess óskað eftir leiðréttingu, því að í meira en 200 ár tilheyrði Krímskagi og héruðin Donetsk og Luhansk Rússlandi, en þegar Khrústsjov tróð Krímskaga inn í Úkraínu árið 1954 þá var það gert án sam- þykkis íbúa Krímskaga. Í stað þess að styðja rússnesku- mælandi fólk á Krímskaga til að tengjast aftur sinni eigin 200 ára sögu og menningu, þá öskra menn hér að Rússar séu að reyna að endurreisa Sovétríki, og það ofan á allt þegar vitað er til þess að OECD fann ekkert að þess- ari atkvæðagreiðslu. Með lygum er síðan aftur og aftur reynt að koma því inn að Rússar hafi gert innrás í Úkraínu, og með þess- um líka gömlu gervihnattamynd- um frá ágúst 2013 sem sagðar eru vera glænýjar, ásamt öðrum myndum sem sérfræðingar segja að séu komnar beint úr tölvuleikj- um. Menn eru á því að þessi lita- bylting 2014 hafi tekist svona, en framtíð Úkraínu er eftir sem áður ákaflega óljós. Úkraínska litabyltingin nr. 2 sem bandarísk stjórnvöld fjármögnuðu Draumurinn um nýjan Landspítala er búinn að umturna heilbrigðiskerf- inu, það gleymdist bara að láta vita af því. Fyrir tutt- ugu árum eða þar um bil hófst þessi draumsýn ein- hverra sem enginn veit lengur hver er. Sjúkrahúsin í Reykjavík Einu sinni voru þrjú sjúkra- hús starfrækt í Reykjavík, hvert og eitt með sitt sér- kenni, sérhæfingu og sam- keppni um gæði þjónustu, mannskap og fjármagn. Uppbygging heilbrigðis- þjónustunnar miðaðist við landið allt, það var ákveðið að sér- hæfðasta þjónustan væri í Reykja- vík, bæði vegna samgangna og vegna þess að á höfuðborgarsvæð- inu búa flestir landsmenn. Tækja- búnaður og aðstaða á stóru sjúkra- húsunum miðaðist því við það hversu mikla þjónustu þarf að veita á landsvísu. Landsbyggðarsjúkrahúsin Úti á landi voru misstór sjúkrahús með heilsugæslu, þjónustan mið- aðist við hvaða þjónustu var skyn- samlegt að veita. Stærð sjúkra- húsa og starfsemi tók mið af hversu afskekktur byggðarkjarninn var, hvað varðar landfræðilega legu og öryggi samgangna. Sjúkrahúsin voru flest vel útbúin tækjum sem fyrirtæki og hollvinasamtök gáfu, til að tryggja heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Öryggið fólst í því að sjúklingar fengu eins mikla þjón- ustu á sínu sjúkrahúsi og skynsam- legt var að veita, en sendir „suður“ ef ástæða þótti til. Til að spara fólki ferðir komu farandsérfræðingar og sinntu sjúk- lingum, sama átti við um aðgerðir: Þegar þörf var á, var skurðstofan mönnuð af teymi farandsérfræð- inga. Þetta fyrirkomulag var byggt upp til að heilbrigðisþjónustan myndaði öryggisnet fyrir lands- menn. Sameiningar sjúkrahúsa Þegar Reykvíkingar höfðu lokið við byggingu Borgarspítalans, hófust sameiningar sjúkrahúsa. Fyrsta tilraunin var gerð á sam- einingu Landakots og Borg- arspítala, aðferðin var ein- föld: Það kom út skýrsla, fjárveitingar til Landakots voru skertar og Landakot sameinað Borgarspítala. Skömmu síðar var Borgar- spítali sameinaður Land- spítala. Sameiningarnar áttu að skila rekstrarhag- ræði, samþjöppun þekking- ar, betri nýtingu aðstöðu og ýmislegu öðru tilfallandi. Þegar Ríkisendurskoð- un gerði úttektir á samein- ingum, kom í ljós að hag- ræðið fólst í því að það var hægt að fækka eldhúsum og að alls konar stjórnunarkostn- aður bættist við, ásamt því að sam- einuð sjúkrahús þurftu meiri pen- ing en ekki minni – án þess að hægt væri að sjá að þjónustan hefði auk- ist. Landspítalinn svaraði þessari úttekt með skýrslu og niðurstaðan var nokkurn veginn á þá leið að það þyrfti að byggja nýjan spítala. Nýr Landspítali fyrir alla Næstu árin var mikill uppgangur í nefndum, erlendum ráðgjöfum og skýrslum um nýjan spítala. Í upp- hafi var gert ráð fyrir því að halda áfram að veita heilbrigðisþjón- ustu úti á landi. Upp úr aldamótum skoðuðu nefndir þann möguleika að byggja eitt sjúkrahús, fá um leið háskólasjúkrahús og aðlaga heilbrigðiskerfið að starfsemi þess. Einhvers staðar í einhverjum nefndum, af einhverju fólki var ákveðið að byggja eitt stórt sjúkra- hús við Hringbraut fyrir alla lands- menn, þannig fengju allir sömu þjónustu á sama stað. Undanfarin ár hefur heilbrigð- iskerfinu verið breytt til að upp- fylla þær breytingar sem gerðar voru á heilbrigðislöggjöfinni árið 2007. Í skjóli kreppufjárlaga var breytingum laumað inn svo lítið bæri á, afleiðingarnar sem þessar breytingar hafa eru ekki teknar til greina og umræðan er falin á bak- við háværa umræðu um „ástand- ið á LSH“ – ástand sem hefur þá einu lausn að byggja Þjóðarsjúkra- hús utan um heilbrigðiskerfi allra landsmanna. Hvað varð um heilbrigðiskerfi ð? Mörg dæmi eru þess að fötl- uðu fólki finnist því vera mismunað hvað varðar aðstöðu og aðgengi í Hörpu og hafi það á tilfinningunni að það sé annars flokks gestir þar. Því finnst t.d. að það sé aukahópur í Eld- borgarsal og því er gert að nota þar sérinngang. Það eiga hins vegar allir gestir, fatlaðir og ófatlaðir, að geta farið inn um sama inngang. Fatlað fólk á að geta farið og verið sem víðast og ekki þurfa að slíta sig frá samferðafólki sínu, sínum félögum og ástvinum eða verða að fara á allt aðra staði en aðrir. Hjólastólafólki er beinlínis ætlað að sitja í hallanum í Eldborgarsal sem það segir mjög óþægilegt og þreytandi. Jafnframt er hér bent á að: 1) Hjólastólanotendur og fólk með skerta göngugetu kemst ekki upp á galleríin vegna stiganna sem að þeim liggja. 2) Skábrautin að svo- kölluðum Björtu loftum er ólögleg samkvæmt viðurkenndum, alþjóð- legum byggingarreglugerðum með of miklum halla fyrir hjóla- stóla. Hann ætti að vera 1 : 20 en er 1,5 : 20. Eins eiga að vera þar hvíld- arpallar með að lágmarki 12 metra millibili og því a.m.k. tveir á þess- ari skábraut í húsinu. 3) Salernum er ábótavant m.t.t. aðstöðu. Úttekt- ir byggingaryfirvalda virð- ast hvergi aðgengilegar – ef þær eru þá til! Enginn virð- ist bera ábyrgð á úttektum í Hörpu og t.d. finnst ekki úttektarskýrsla um aðstöðu og aðgengi fatlaðs fólks í eða við Hörpu (eða þá á Hörpuhjúp o.fl.) og vísar hvert embættið á annað í þeim efnum. Aðspurt bend- ir byggingarfulltrúaem- bættið á tvær stórar verkfræðistof- ur sem hins vegar kannast ekkert við að hafa haft með úttektir af þessum toga þar að gera. Ný Mannvirkjastofnun segir í svari við fyrirspurn: „Samkvæmt lögum hefur Mannvirkjastofn- un ekki hlutverki að gegna varð- andi úttektir sem þessar. Ábyrgð á úttektum bera annars vegar hönn- uður og framkvæmdaaðili og hins vegar byggingarfulltrúi“. Að frumkvæði fv. menntamála- ráðherra áttum við tveir gagnrýn- ir kollegar fund um ýmislegt um „framkvæmdina“ og m.a. úttekt- armál Hörpu með fv. stjórnarfor- manni o.fl. og var okkur þá vísað á byggingarfulltrúaembættið í því sambandi. En það vísaði frá sér eins og áður greinir. Enginn virðist sem sagt bera ábyrgð á Hörpunni með tilliti til allrar hönnunar – eða „smíði“ hennar! Af fötluðu fólki í Hörpu HEILBRIGÐIS- MÁL Guðrún Bryndís Karlsdóttir sjúkraliði og verkfræðingur með meistaragráðu í umhverfi s- og byggingarverkfræði, sérsvið sjúkra- hússkipulag. BYGGINGAR Örnólfur Hall arkitekt LANDBÚNAÐUR Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingur og bóndasonur ➜ Norðlæg hnattstaða Ís- lands, smæð markaðar og fjarlægð frá öðrum löndum gerir landið harðbýlt. Það verður að horfa raunsætt á hvað borgar sig að fram- leiða hér og hvað betra er að fl ytja inn. UTANRÍKISMÁL Þorsteinn Sch. Thorsteinsson margmiðlunar- fræðingur ➜ Það sem er kannski nýtt við þessar litabyltingar er að núna nutu þeir aðstoðar nýnasistahópanna Right sector og Svoboda er halda uppi opinberlega merkjum nasista.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.