Fréttablaðið - 31.10.2014, Síða 28

Fréttablaðið - 31.10.2014, Síða 28
31. október 2014 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 28TÍMAMÓT Forsprakkar Júlíönu, hátíðar sögu og bóka í Stykkishólmi, hyggjast draga sig út úr áreiti hvunndagsins og ráða ráðum sínum á Hótel Búðum næstu daga um hátíðina á næsta ári. Umgjörðin liggur ljós fyrir því hátíðin verður með svipuðu sniði og tvær hinar fyrri, og haldin um mánaðamótin febrúar/mars. Hótel Egil- sen er að vanda hjarta hátíðarinnar, en Amtsbókasafnið, Vatnasafnið og gamla kirkjan gegna líka lykilhlutverkum auk þess sem hátíðin ryður sér inn á heimili bókelskra Hólmara. „Hótel Egilsen er í næstelsta húsi bæjarins, sem Egill, sonur Sveinbjörns Egilssonar, skálds, byggði 1867. Þegar ég hóf rekstur hótelsins fannst mér andi bóka og sögu svífa yfir vötnum og þá kviknaði sú hugmynd að nýta það sem vettvang bóka- og söguhátíðar í þágu samfélagsins og Stykkishólms,“ segir Gréta Sigurðardóttir. Hún fékk til liðs við sig aðrar bók- hneigðar konur, Dagbjörtu Höskulds- dóttur, sem áður rak bókabúðina í bænum, Sigríði Erlu Guðmundsdóttur leirlistakonu og Þórunni Sigþórsdóttir ferðamálafræðing. Þeim fannst fara vel á að tileinka hátíðina Júlíönu Jónsdóttur skáldkonu, sem var fyrst kvenna til að fá gefna út ljóðabók. Ekki spillti fyrir að skáldkonan bjó um skeið í Stykkishólmi. „Undirbúningur er langt kominn. Við eigum þó enn eftir að ákveða þema hátíð- arinnar, hvaða rithöfundum við bjóðum og hvaða Hólmara við heiðrum fyrir framlag til menningarmála. Í hittifyrra var þemað Konan í sögum og bókum frá söguöld til nútímans en í fyrra Glæpir og misgjörðir. Við erum með margar hugmyndir, ein er að taka fyrir ljóðið og söguna í ljóðunum, önnur að fjalla um barnabækur eða mat í bókum. Hvert sem þemað verður munum við nálgast viðfangsefnið út frá nýjum for- sendum.“ Gréta trúir því að góðar hug- myndir fæðist í fallegu umhverfi, til að mynda á Búðum á Snæfellsnesi. „Eins og John Lennon trúi ég því að hugmyndir séu sjálfstætt afl. Sjálfur kvaðst hann einhverju sinni hafa fengið hugmynd að lagi, sem hann gerði ekkert með og vissi ekki fyrr til en annar var kominn með lagið. Ef maður gerir ekkert með Júlíönur undir jökli Fjórar bókhneigðar konur í Stykkishólmi draga sig út úr áreiti hvunndagsins til að fá hugmyndir að þema á Júlíönu – hátíð sögu og bóka. Stefnan er á Búðir. JÚLÍÖNURNAR F.v. Dagbjört Höskuldsdótir, Þórunn Sigþórsdóttir, Sigríður Erla Guðmundsdóttir og Gréta Sigurðardóttir. MERKISATBURÐIR 1517 Marteinn Lúther hengir skjal í 95 greinum á kirkjudyrnar í Wittenbergkastala og hefst með því siðbótin. 1654 Friðrik María krýndur kjörfursti í Bæjaralandi. 1817 Í Reykjavík er minnst þriggja alda afmælis siðbótar Marteins Lúthers. 1931 Akstur Strætisvagna Reykjavíkur hefst og var fyrsta leiðin Lækjartorg-Kleppur. 1934 Hæstiréttur Íslands dæmir Þórberg Þórðarson til að greiða 200 krónur í sekt fyrir meiðandi ummæli um Adolf Hitler og stjórn Þriðja ríkisins. 1936 Þjóðviljinn hefur göngu sína og styður Kommúnistaflokkinn og síðar Sósíalistaflokkinn og Alþýðubandalagið. 1964 Á Miklatúni í Reykjavík er afhjúpuð stytta af Einari Benedikts- syni til að minnast aldarafmælis skáldsins. 1984 Indira Gandhi, forsætisráðherra Indlands, myrt af lífvörðum sínum. Júlíana Jónsdóttir skáldkona (1838-1918) fæddist í Hálsasveit í Borgarfirði, en fluttist til Kanada þar sem hún lést. Júlíana markaði tímamót í íslenskri bókmenntasögu. Árið 1876 varð hún fyrst íslenskra kvenna til að fá gefna út ljóðabók sína. Hún var einnig fyrsta ís- lenska konan sem skrifaði leikrit og fékk það sýnt á sviði. ➜ Brautryðjandi Ástkær faðir okkar, SVERRIR JÓNSSON fv. stöðvarstjóri Flugfélags Íslands og síðar Icelandair, lést á hjúkrunarheimilinu Eir hinn 19. október sl. Útförin fer fram frá Grafar- vogskirkju, mánudaginn 3. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á minningarsjóði. Fyrir hönd aðstandenda, Charlotta Sverrisdóttir Ásgeir Sverrisson önnumst við alla þætti þjónustunnar með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Þegar andlát ber að höndum Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn INGJALDUR HANNIBALSSON prófessor, Lækjargötu 4, Reykjavík, lést laugardaginn 25. október sl. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 13. nóvember kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Karólína Eiríksdóttir Þorsteinn Hannesson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA E. ÞORSTEINSDÓTTIR fyrrverandi ljósmóðir, lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík, fimmtudaginn 23. október. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju, mánudaginn 3. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Slysavarnadeild Þórkötlu. Kristján Finnbogason Guðrún Helga Kristjánsdóttir Ragnar Eðvarðsson Stefán Þ. Kristjánsson H. Sandra Antonsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN EMILSDÓTTIR sjúkraliði, Lækjasmára 58, Kópavogi, andaðist í faðmi fjölskyldunnar þriðjudaginn 28. október síðastliðinn á Landakoti. Útförin verður auglýst síðar. Ásta Bjarnadóttir Einar Árnason Gréta Konráðsdóttir Ásdís Bjarnadóttir Vignir Jónsson Heiðrún Gróa Bjarnadóttir Örn Gunnlaugsson ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn. Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR MAGNÚSDÓTTUR STRANDBERG frá Hellum, Landsveit, áður til heimilis að Melgerði 32, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjúkrunarheimilis Sunnuhlíðar í Kópavogi fyrir nærgætni og frábært umönnunarstarf. Auður F. Strandberg Magnús F. Strandberg Ingibjörg Bragadóttir Birgir F. Strandberg Sveinbjörn F. Strandberg Kristín Jónsdóttir Agnar F. Strandberg Brynja Stefnisdóttir barnabörn og barnabarnabörn. hugmyndir sínar, finna þær sér annan farveg.“ Júlíönurnar eru í samstarfi við Grunnskóla Stykkishólms og munu í þágu móðurmálskennslu afhenda 8., 9. og 10. bekkjum iPad að gjöf. „Í tengslum við hátíðina verður Anton Helgi Jóns- son ljóðskáld með námskeið í skapandi skrifum fyrir nemendur. Enn fremur fá þeir það verkefni að gera þátt eða aug- lýsingu um Júlíönu – hátíð sögu og bóka, Afraksturinn verður svo opinberaður á hátíðinni,“ upplýsir Gréta. valgerdur@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.