Fréttablaðið - 31.10.2014, Page 32

Fréttablaðið - 31.10.2014, Page 32
FÓLK| JÓLAHLAÐBORÐ Hafdís heldur úti blogginu Dísukökur þar sem hún meðal annars gefur upp- skriftir að sykur- og hveitilausu fæði. Dísubloggið var stofnað í fyrrasumar þegar Hafdís ákvað að prófa að taka sykur og hveiti úr mataræði fjölskyldunnar. „Ég er sjálf með gigt sem versnar þegar ég borða sykur og hveiti en ég er hins vegar mikill eftirrétta- og nammigrís. Mér fannst vanta upp- skriftir á íslensku sem hentuðu mér þannig að ég ákvað að prófa að setja þær uppskriftir sem ég nota á bloggið. Á blogginu eru allar uppskriftir sykur-, hveiti- og glútenlausar en svo er ég að prófa mig áfram með eggjalausar og mjólkurvörulausar uppskriftir. Ég er alltaf að reyna að búa til eitt- hvað nýtt og reyni að hafa eitt- hvað fyrir alla.“ Hafdís var að gefa út rafræna uppskriftabók sem heitir Sykur- laus jól með Dísukökum. „Ég á rosalega mikið af jólauppskriftum sem ég er búin að búa til og sanka að mér, mig langaði til að setja þær á einn stað og fannst rafræn bók vera góð hugmynd.“ Hún lætur ekki þar við sitja heldur er von á hefðbundinni uppskriftabók, Dísukökur, frá henni í hillur verslana í næsta mánuði. Hún segist oft fá hug- dettur sem hún verður að fram- kvæma strax en hún bjó sjálf til flestar uppskriftir í bókinni. Meðal annars eru í bókinni upp- skriftir að piparmyntu-kakói og piparkökukúlum en það er gott að gæða sér á þeim þegar jólaundir- búningurinn stendur yfir. „Ég fæ mér oft kókoskúlur þegar nammi- þörfin kemur yfir mig. Auk þess finnst mér hrátt piparkökudeig svo gott að ég ákvað að prófa að búa til jólakókoskúlur og þá urðu þessar til sem öllum í fjölskyld- unni finnst góðar. Ég þoli ekki þegar börnunum finnst það sem ég bý til gott því þá fæ ég minna,“ segir Hafdís og skellihlær. Hún bætir svo við í gamansömum tón að hún sé ekki að baka fyrir fjöl- skylduna heldur fyrir sjálfa sig. BAKAR HELST FYRIR SJÁLFA SIG JÓLAUPPSKRIFTIR Hafdís Priscilla Magnúsdóttir er mikið jólabarn sem byrjar snemma á jólaundirbúningnum. Svo snemma raunar að hún var að baka þriðju útgáfuna af piparkökum. Hún var að gefa út rafræna uppskriftabók og með aðra hefðbundna á leiðinni. FINNST GOTT AÐ VERA Í ELDHÚSINU Hafdís veit ekki hvort hún á að kalla bakstur- inn og matseldina áhugamál eða áráttu. MYND/VALLI Heitt piparmyntu-kakó Hráefni: 400 ml kókosmjólk 4 msk. ósykrað kakó 4 msk. sukrin gold eða sukrin melis 1 tsk. piparmyntudropar 10 dropar piparmyntu-stevía 20 g sykurlaust Valor súkkulaði Aðferð: Setjið hráefnin í pott og hitið þar til vel blandað. Hellið í tvær könnur og setjið þeyttan rjóma eða þeytta kókos- mjólk yfir og smá rifið súkkulaði. Gott er að setja örlítið af sykurlausri karamellu eða sírópi yfir rjómann. Piparkökukúlur Hráefni: 100 g smjör stofuheitt 70 g möndlumjöl 75 g sukrin gold 6 dropar Via-Health kanil-stevía 1 tsk. negull ½ tsk. engifer 1 ½ tsk. kanill 30–50 g möndluflögur Ef þið þolið ekki mjólkurvörur getið þið sett smjörlíki í stað smjörs. Aðferð: Blandið öllu vel saman (nema möndluflögum) í skál. Kælið í smástund og útbúið svo litlar kúlur. Ristið möndluflögur á þurri pönnu og malið þær svo niður og rúllið piparkökukúlunum upp úr þeim. Það er mikil stemning í eldhúsinu núna. Ég og kokkurinn minn, Ægir Friðriksson, erum á fullu að leggja síld í lög og búa til eigin snafsa,“ segir Marentza Poulsen sem stendur fyrir bráðskemmtilegum jólahlaðborðum á Flórunni í Grasagarðinum á aðventunni. „Hlaðborðin“ eru þó með öðrum for- merkjum en flestir þekkja þar sem gestir sitja til borðs og þurfa ekki að standa upp til að ná sér í matinn heldur koma réttirnir til þeirra. „Þegar fólk er sest til borðs er boðið upp á snittur meðan ákveðið er hvað eigi að drekka með matnum. Síðan koma réttirnir koll af kolli,“ segir Marentza glaðlega. „Ástæðan fyrir því að mig lang- aði að gera þetta svona er að ég hafði tekið eftir því á jólahlaðborðum að fólk var alltaf að standa upp. Í einum hópi sátu sjaldnast allir til borðs í einu. Mig langaði að búa til stemningu þar sem fólk upplifði jólin og fengi ferðalag í gegnum matinn og tónlist frá Moniku sem mun spila á hörpuna sína.“ Þetta er í þriðja sinn sem Flóran býður upp á jólaupplifun í Grasagarðinum. „Okkur langar að skapa stemningu líkt og þá sem er í Tívolí í Kaupmannahöfn á að- ventunni. Við skreytum garðskálann hátt og lágt og greinar og tré verða hlaðin jólaljósum. Það er alveg óþarft að kaupa miða til Danmerkur, þú mætir bara á Flóruna,“ segir Marentza og hlær glettin. Marentza og Ægir búa til allan matinn frá grunni og eru löngu byrjuð að undir- búa. „Við bökum öll okkar brauð sjálf, fáum síldina ferska og leggjum í lög og búum til snafsa af ýmsu tagi.“ Jólahlaðborð Flórunnar hefjast 21. nóvember og verða allar helgar fram að jólum á fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöldum. Þá verður kaffihúsið opið um helgar frá 11 til 16 frá fyrstu helginni í aðventu. „Það skiptir mig miklu að fólk fái góða upplifun og fari héðan með jólin í hjartanu,“ segir Marentza og býður alla velkomna. Þeir sem vilja panta borð eða leita upplýsinga geta hringt í síma 553 8872 eða sent póst á info@floran.is. Piparrótarsnafs 500 ml góður vodki (með sem hæstri áfeng- isprósentu) 100 g piparrót ½ stk. sítróna skvetta af vermút 3 vikum áður en á að neyta snafsins þarf að byrja Aðferð: Piparrótin er skræld og skorin í sneiðar, sí- trónan er skorin í tvennt og saman er þetta sett í grisju eða klút og bundið. Vodka er hellt í krukku með smelluloki (ath. þarf að rúma ca. 1,5-2 l), svo er piparrótarpakkanum komið fyrir í lokinu og passað að klúturinn snerti ekki yfirborðið. Látið standa á svölum stað í 2-3 vikur. Þá er klúturinn tekinn úr og kryddað til með vermút eftir smekk. Léttreyktur lambahryggur 1 stk. léttreyktur lambahryggur (fæst frá Kjarnafæði) 1 msk. fennikufræ 2 msk. hunang börkur af sítrónu/appelsínu 1 grein rósmarin salt og pipar Aðferð: Hryggurinn er settur í ofn í fat með loki og með smá vatni, fennikufræjum og sítrusberki. Eldað við 120°C þar til hryggurinn nær 60°C í kjarna ef not- aður er hitamælir. Tekur um 1½-2 klst. Því næst er er soðið tekið af og sett til hliðar og notað í sósu og hryggurinn er færður á ofnskúffu og steiktur við 180°C í 15-20 mín. eða þar til puran er orðin falleg en hún verður ekki jafn stökk og á ferskum hrygg. Gott er að láta hrygginn standa í 20 mín. áður en hann er skorinn og skreyta hann með smá rifnum sítrusberki, söxuðu rósmaríni og dreypa smá hunangi yfir ef vill. JÓLAÆVINTÝRI Í GRASAGARÐINUM FLÓRAN KYNNIR Flóran í Grasagarðinum breytist í ævintýraveröld á aðventunni. Húsið verður skreytt hátt og lágt líkt og Tívolí í Kaupmannahöfn og gestir á skandinavísku jólahlaðborði Marentzu Poulsen fá girnilegar veitingar beint á borðið til sín. KOKKARNIR Marentza og Ægir eru byrjuð að elda fyrir skandinavíska jólahlaðborðið í Flórunni, enda gera þau allt frá grunni. MYNDIR/ERNIR GIRNILEGT Uppskriftir að piparrótarsnafsinum og léttreykta lambahryggnum er að finna hér til hliðar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.