Fréttablaðið - 31.10.2014, Side 40

Fréttablaðið - 31.10.2014, Side 40
6 • LÍFIÐ 31. OKTÓBER 2014 Samkvæmt vísindalegum rannsóknum geta 20 mínútur af líkamlegri áreynslu haft jákvæð andleg áhrif í allt að tólf klukkustundir. ● Einstaklingar sem stunda reglulega líkamsrækt eru hamingjusam- ari og ánægðari í lífinu en þeir sem að hreyfa sig ekkert. ● Hreyfing eykur framleiðslu á taugaboðefninu endorfín eða endogenous morphin, sem stundum er kallað náttúrulegt morfín líkamans og veitir vellíðunartilfinningu. ● Hreyfing heldur framleiðslu á stresshormónunum kortisóli og adrenalíni í jafnvægi. Fólk sem hreyfir sig er því ekki eins stressað og þeir sem hreyfa sig ekkert. ● Sannanir eru fyrir því að bein tengsl séu á milli lík- amlegrar áreynslu og betri andlegrar heilsu. Þeir sem hreyfa sig reglulega finna síður fyrir þunglyndis- einkennum. ● Líkamleg áreynsla utandyra skilar betri árangri en sú sem stunduð er innandyra. Þeir sem hreyfðu sig utan- dyra voru endurnærðari og orkumeiri en innipúkarn- ir. Þess má geta að þetta var rannsókn sem gerð var er- lendis og á kannski ekki alltaf við á okkar ylhýra Íslandi. Það er þó alltaf hægt að klæða af sér kuldann. ● Göngutúrar úti í náttúrunni róa okkur mannfólkið meira en göngutúrar í kringum steinsteypu. Það er því um að gera að fara út í skóg og faðma trén reglulega. ● Við erum líklegri til þess að ná árangri í líkamsrækt ef við veljum okkur íþrótt sem við höfum áhuga á að stunda og finnum jafnvel að við erum nokkuð góð í. ● Æfðu með vini, það er miklu skemmti- legra og meiri líkur á árangri. ÞESS VEGNA ÆTTIRÐU AÐ HREYFA ÞIG Óteljandi kostir fylgja því að hreyfa sig reglulega. Það bætir bæði andlegt og líkamlegt atgervi og styrkir einnig ónæmiskerfið. Við á Heilsuvísi erum búin að taka saman nokkra góða sannreynda punkta sem gætu hvatt þig til þess að standa upp úr stólnum og huga að líkamsrækt. Hárnæring sem hljómar kannski furðulega en er algjörlega þess virði. Hárið verður silkimjúkt og fallegt eftir þessa næringu og ekki er verra að vita að það eru engin óæskileg aukaefni í henni sem geta skemmt hárið eða haft önnur slæm áhrif. HEIMATILBÚIN HÁRNÆRING ÚR ELDHÚSINU Heilbrigt og fallegt hár á fallegri stúlku. Það er gaman að hreyfa sig með öðrum, göngutúrar eru frábærir í það. 1/2 bolli hrein jógúrt 1/2 bolli majónes 1 egg 1. Skiljið eggjahvítuna frá rauðunni og bland- ið saman við hin hráefnin. Smyrjið næringunni í allt hárið, sérstaklega endana. 2. Skellið á ykkur sturtu- hettu og bíðið með nær- inguna á í 30 mínútur. Gott er að hafa handklæði á öxlunum þar sem næringin getur lekið niður á háls. 3. Skolið næringuna úr með volgu vatni, alls ekki heitu. Þvoið svo með mildri hársápu og hárið er til- búið, silkimjúkt og fallegt. VERTRARVÖRUR - NÝ SENDING Sjá fleiri myndir á Skokkar Verð 12.990 kr. Stærðir 36-46 Peysujakkar Verð 15.990 kr. Ein stærð Nokkrir litir Heilsuvísir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.