Fréttablaðið - 31.10.2014, Qupperneq 45
SNJALLSÍMAR
FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2014 Kynningarblað
Nýi iPhone 6-síminn er eins og venju-lega besti iPhone-síminn sem hefur komið út. Ekki nóg með það heldur
hafa langflestir gagnrýnendur nefnt hann
sem besta snjallsímann í dag,“ segir Sigurð-
ur Helgason, eigandi iStore í Kringlunni.
iPhone 6 er að mörgu leyti betrumbætt-
ur frá síðustu útgáfu. Hann er til dæmis
stærri en áður og með betri skjá. iPhone 6 er
4,7" og iPhone 6+ er 5,5" en til samanburð-
ar var iPhone 5 með 4". „Einstök myndavél
er í símanum með sérstakri hristivörn sem
hefur ekki sést annars staðar,“ segir Sigurð-
ur, en myndavélin er ljósnæmari og skart-
ar Focus Pixel-tækni sem gerir sjálfvirkan
fókus margfalt sneggri en á öðrum snjall-
símum. Myndbandsupptakan er einnig
mjög öflug, með hristivörn, og getur tekið
tekið 240 ramma á sekúndu fyrir „slow mot-
ion“ upptökur.
„Í símanum er fingrafaraskanni sem
virkar mjög vel. Maður þarf ekki að ýta
mörgum sinnum eins og í sumum öðrum
símum,“ segir Sigurður og telur einnig upp
betrumbætt batterí auk þess sem vinnslu-
hraðinn er mun meiri. „Snerpan er mun
meiri en í öðrum símum. Gerð var könnun
hjá Phonebuff með því að bera saman þrjá
síma. Farið var í gegnum visst ferli í hverj-
um síma, opnuð forrit, farið inn á vefsíður
og slíkt. Þá kom í ljós að heildarferlið í iP-
hone 6-símanum tók 1,54
mínútur meðan Samsung
S5-síminn var nærri 2,58
mínútur að gera sömu
hlutina,“ upplýsir Sigurð-
ur.
Opnað klukkan 10
iStore hefur fengið stóra
sendingu af iPhone 6-sím-
unum og sala á þeim hefst
í dag klukkan 10. „Við
ákváðum að vera ekki
með biðlista heldur selja
öllum þeim sem kæmu
inn í búðina,“ segir Sig-
urður og telur að þeir muni anna allri eftir-
spurn þennan fyrsta dag. „Fólk hefur sýnt
símanum mikinn áhuga og mikið er spurt
alla daga. Við erum með sýnishorn af 6+
uppi í búð sem er mjög vinsælt að hand-
leika,“ segir hann glettinn.
iPhone 6 kostar frá 119.900
krónum upp í 164.900 fyrir allra
stærsta 6+ símann.
Snilldar afþreyingartæki
Nýr iPad Air 2 kemur einnig í
sölu í iStore í dag. „iPad Air 2
er hraðvirkari, þynnri og með
betri myndavél en áður. Hann
er með fingrafaraskanna og er
fáanlegur í þremur litum,“ lýsir
Sigurður og segir ekki að undra
hve vinsæll iPad er orðinn. „Þetta er snilld-
ar afþreyingartæki með öll samfélagsmiðla-
forritin og tölvuleiki sem eru á pari við þá
sem þú sérð í Playstation enda er grafíkin
orðin svo góð. Það má finna öpp sem tengj-
ast öllum áhugamálum auk þess sem iPad
er mikið notaður í vinnu,“ segir Sigurður og
nefnir að fyrirtæki tengi oft iPad beint við
sölu- og bókhaldskerfi sín. „Læknar, flug-
menn og jafnvel prestar nota iPad vinnu
sinnar vegna og hann hefur minnkað skrif-
finnsku, sparað tíma og peninga.“
iPad er í meiri mæli notaður sem vinnu-
tölva. „Við erum að selja lyklaborð með ís-
lenskum stöfum sem hefur algjörlega sleg-
ið í gegn. Bæði ráðuneyti og skólar hafa
keypt þau af okkur og þau eru mikið notuð
af ýmsum stofnunum og á Alþingi.
Verð á iPad Air 2 er frá 89.900 krónum og
upp úr.
Fá iPhone meðan á viðgerð stendur
iStore býður upp á metnaðarfulla við-
gerðarþjónustu. Lagt er upp úr því að
allar viðgerðir taki sem stystan tíma, sem
viðskiptavinir iStore eru stórhrifnir af.
„Þá lofum við því að þeir sem koma
með iPhone, iPad eða Apple-tölv-
ur í ábyrgðarmeðferð hjá okkur fái að
láni iPhone síma, iPad og sambærilega
Apple-tölvu á meðan beðið er,“ segir Sig-
urður, sem telur að iStore sé eina fyrir-
tækið á Íslandi sem lofi slíku. Sigurður
bendir á að margir noti iPhone-símann
mikið í starfi sínu og því geti orðið tals-
verð röskun þegar síminn þarf að fara í
viðgerð. „Sérstaklega ef fólk fær lánaðan
gamlan Nokia-síma sem hefur ekki sömu
virkni. Með því að fá lánaðan iPhone hjá
okkur getur fólk haldið áfram eins og
ekkert hafi í skorist.“
Hefur sölu á iPhone 6 í dag
iStore í Kringlunni opnar fyrir sölu á iPhone 6-farsímanum og iPad Air 2-spjaldtölvum í dag klukkan 10. Nægt framboð er af
símanum í versluninni að sögn Sigurðar Helgasonar, eiganda iStore, sem leggur áherslu á góða þjónustu. Hún felst meðal annars í
því að allir þeir sem koma með síma eða tölvu í ábyrgðarmeðferð fá lánaðan iPhone eða iPad meðan á viðgerð stendur.
iPad Air 2 fæst í
þremur litum.
Sigurður Helgason
hjá iStore með
hvítan iPhone 6+ og
svartan iPhone 6.
MYND/GVA