Fréttablaðið - 31.10.2014, Page 48

Fréttablaðið - 31.10.2014, Page 48
KYNNING − AUGLÝSINGFyrirtækjagjafir FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 20142 1. Afhentu gjöfina persónu- lega: Gefðu hverjum og einum starfsmanni nokkrar mínútur á aðventunni og kíktu við á starfs- stöðinni með jólagjöfina. Þetta er gott tækifæri til að hrósa fyrir vel unnin störf á árinu. 2. Kort: Láttu handskrifaða jólakveðju fylgja gjöfinni. Þetta er góð leið til að koma þökkum til skila til starfsmanna sem eru mikið á ferðinni og ekki auðvelt að ná í húsi. 3. Gerðu það persónulegt: Láttu eitthvað persónulegt eða skemmtilegt fylgja með. Ef starfsmenn eiga að fá kaffikrús mætti láta fylgja súkkulaði með til að laga heitt kakó eða per- sónuleg orðsendingu til hvers og eins. 4. Nytsamlegt: Gefið starfs- mönnum eitthvað sem nýtist þeim allt árið. Hlutur sem á sinn stað á skrifborðinu minnir einnig daglega á hversu mikils þú metur framlag starfsmanna þinna. 5. Til minningar: Settu nafn, dagsetningu og merki fyrirtæk- isins á gjöfina. Þar með á við- komandi starfsmaður ævar- andi minjagrip um tímann hjá fyrirtækinu. 6. Útlit: Það skiptir máli hvern- ig pakkinn lítur út. Pakkaðu því gjöfinni inn í fallegan pappír. Innpökkuð gjöf sýnir starfs- mönnum þínum einnig að þér er ekki sama. Gerðu gjöfina þína eftirminnilega Fyrirmyndar veisluborðhaldi tilheyra fjörlegar samræður og hressandi samkvæmis- leikir. Leikgleðin þjappar fólkinu saman og því tilvalið að hafa fáein tromp uppi í erminni á meðan sjatnar í bumbunni á milli ferða á hlaðborðið. ■ Til að hrista saman hópinn er hægt að byrja á jólabingói sem geymir spurningar um matar- gesti við borðið. Spurningar gætu til dæmis verið: Hver fékk hæsta bónusinn í ár? Hver er nýkominn heim frá París? Hver hefur prófað fallhlífarstökk? Hver náði að fara á tónleika með Michael Jackson? Tveir fyrstu sem fá bingó hljóta verðlaun. ■ Látið hvern gest hafa fimm miða til að skrifa á fimm áramótaheit. Setjið alla miða í hatt og ruglið saman. Lesið því næst upphátt hvað stendur á hverjum miða og á meðan skrifa gestir hver þeir haldi að eigi hvert heit. Sá vinnur sem giskar oftast rétt. ■ Jólaboð forsetans. Matargestir ímynda sér að þeir séu í jólaboði hjá forsetanum og eigi að segja frá því hverjum var boðið. Sá fyrsti segir: Ég var í jólaboði hjá forseta Íslands og hitti þar dönsku drottn- inguna. Sá næsti endurtekur það sem sá fyrsti segir og bætir við einu nafni, til dæmis Christiano Ronaldo fótboltamann. Þannig er haldið áfram koll af kolli og einu nafni bætt við hjá hverjum sögu- manni. Ef sögumanni mistekst, hann gleymir einhverju nafnanna eða breytir nafnaröðinni er hann úr leik og öll þau nöfn sem hann nefndi í rununni, utan forsetans. ■ Hver er ég? Límið miða á enni matargesta með nafni frægr- ar persónu. Hver og einn þarf að komast að því hver hann er með því að spyrja já -og nei-spurninga. Fái þeir já mega þeir spyrja aftur, annars gengur spurnarréttur til næsta manns. ■ Botnaðu þetta! Semjið fyrriparta og setjið undir hvern disk. Hafið penna til taks og biðjið matargesti að botna kveðskapinn. Gaman er að láta gestina svo skiptast á vísum og lesa upp hver fyrir annan. ■ Óvænt óþekkt! Setjið miða undir alla diska áður en borðhald hefst. Skrifið notalega kveðju á f lesta miðana og ósk um gott kvöld en á einn miðann skringileg fyrir- mæli sem viðkomandi gestur þarf að framfylgja. Það gæti verið skila- boð um hlátursrokur á korters fresti, ítrekað gutlandi hálsskol úr glasi, þrotlausar umræður um fá- ránlega matarupplifun eða annað sem vekur furðu annarra matar- gesta. Í lok kvölds er ljóstrað upp um ástæðu þessarar undarlegu hegðunar. Jólastemning með vinnufélögum Á jólahlaðborði vinnunnar í ár skulum við slökkva á snjallsímunum og sýna sessunautum okkar þá virðingu að eiga jólagleðina óskipta með þeim. Með því að taka fullan þátt í samskiptum og samkvæmisleikjum njótum við samverunnar til fulls. Gaman er að lauma lítilli fyrirtækjagjöf í ætan súkkulaðipakka sem þennan. Það setur spenning í andrúmsloftið að allir komi með eina litla jólagjöf til að opna við borðið. Þá eru gjafirnar númeraðar og sessunautar draga um númer við borðhaldið. Það sem úr pökkunum kemur geymir ætíð minningu um kæra samverustund í anda jóla. Það sem gerir jólagjöf til starfsmanna eftirminnilega er hvernig hún er gefin. *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu. Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.