Fréttablaðið - 31.10.2014, Side 50

Fréttablaðið - 31.10.2014, Side 50
KYNNING − AUGLÝSINGFyrirtækjagjafir FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 20144 JÓLAGJAFIR GÓÐ LEIÐ TIL AÐ UMBUNA STARFSFÓLKI Besta leiðin til að halda góðu og hæfileikaríku starfsfólki innan veggja fyrirtækisins er að halda því ánægðu. Einn liður í því gæti verið að umbuna starfsfólkinu fyrir góð störf og gefa því fallegar jólagjafir. Gjafirnar þurfa ekkert endilega að vera mjög veglegar eða kosta mikil fjárútlát heldur þarf starfs- fólkið fyrst og fremst að vita að vinnuveitandanum er umhugað um það. Ef orðspor fyrirtækisins er gott og almennt vitað að stjórnendur þess koma vel fram við starfsfólkið gæti það jafnvel orðið til þess að hæft starfsfólk sækti í að koma og vinna þar. EKKI ALLT GÓÐAR GJAFIR Það getur verið sniðugt og gott fyrir viðskiptin að gefa starfsfólki sínu eða viðskiptavinum jólagjöf. Hins vegar getur það verið jafn slæmt ef gjöfin er ekki úthugsuð. Hér á eftir eru tvö dæmi um gjafir sem EKKI ætti að gefa. Klæðnaður. Það er erfitt að hitta á bæði rétta stærð og að flíkin falli að smekk viðtakanda. Þetta kannski sleppur í litlum fyrir- tækjum þar sem allir starfsmenn þekkjast mjög vel en að öðru leyti er of mikil áhætta að gefa klæðnað. Allt of ódýr gjöf. Það má að sjálfsögðu finna eitthvað sem kostar fimm hundruð krónur og það er vissulega vel sloppið fyrir gefandann að finna eitthvað sem kostar lítið en ætli viðtakandinn yrði ánægður með gjöfina? Í þessu tilfelli er kannski bara betra að sleppa því að gefa gjöf. Nærföt. Þetta segir sig næstum sjálft. Þessi er allt of persónuleg til þess að hún geti verið tengd vinnstaðnum á nokkurn hátt. Gleðileg jól í jólagjöf Fyrirtækjagjöf sem veitir von í sönnum jólaanda getur verið samskot starfs- manna til fjölskyldu í nauðum. Hægt er að hafa samband við Hjálparstarf kirkjunnar eða önnur góðgerðarfélög sem þekkja vel til og eru í samskiptum við fátækar fjölskyldur sem sjá ekki fram á að geta haldið jól né keypt jólagjafir handa börnum sínum. Jól eru fjárfrekur tími og sárt til þess að vita að íslensk börn fari í jólaköttinn eða fái ekki notið jólanna með jólagjöfum og jólatré. Skynsamlegt er að fá lista yfir það sem fjölskylduna skortir helst og miða framlag hvers og eins við hæfilega jólagjöf. Einn eða tveir úr vinnufélaga- hópnum gætu svo brugðið sér í jólasveinabúning og glatt börnin í fjölskyld- unni með því að koma færandi hendi með gjafirnar heim að dyrum. Það eitt er víst að starfmenn fyrirtækisins halda jól með gleði í hjarta því sönn sælutilfinning fylgir því að hafa átt þátt í því að gefa fátækum von um ógleymanlega gleðileg jól. Jólin eru tími barnanna og á Íslandi ættu öll börn að eiga sömu möguleika á gleðilegum jólum. Íslensk gjöf fyrir sælkera Falleg gjafakarfa með úrvali af bragðgóðum íslenskum ostum er tilvalin jólagjöf handa starfsfólki og viðskiptavinum. E N N E M M / S IA • N M 65 10 9 Körfurnar eru afhentar í sellófani með fallegri slaufu. Einnig bjóðum við fallega ostakassa til að senda til viðskiptavina og starfsfólks innanlands. Pantaðu ostakörfu á www.ms.is. Einfalt, fljótlegt og þægilegt. www.ms.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.