Fréttablaðið - 31.10.2014, Side 52

Fréttablaðið - 31.10.2014, Side 52
KYNNING − AUGLÝSINGSnjallsímar FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 20144 Fyrir nokkrum vikum kom á markað íslenska appið Krydd og uppskriftir, sem inniheldur fróðleik um krydd- jurtir, lækningamátt þeirra og uppskriftir tengdar þeim. Það þætti ekki ýkja fréttnæmt ef ekki kæmi til sú staðreynd að höfund- ur þess, Anna Rósa grasalækn- ir, hafði engan bakgrunn á þessu sviði áður og sá um smíði þess ein. Hún segir upphaflegu hugmynd- ina hafa verið þá að auka vitund almennings um krydd og lækn- ingamátt þess því hún sé sann- færð um forvarnargildi þess að nota kryddjurtir í mat. „Mér fannst það svo skemmti- leg tilhugsun að geta boðið upp á risastóra uppskriftabók í síman- um sem gæfi fólki hugmyndir um hvernig það gæti notað krydd og eldað góða n mat. Ég kannaði málið og komst að því að dýrt er að láta sérhanna app fyrir sig hér- lendis. Þar sem ég vildi hafa það ókeypis var mikil- vægt fyrir mig að halda kostnaði í lágmarki. Ég prófaði því einfald- lega að gúggla „How to create an app“. Ég komst að því að mörg er- lend fyrirtæki bjóða upp á alls konar einfaldar lausnir fyrir þá sem vilja gera þetta sjálfir. Eftir að hafa skoðað vandlega mögu- leikana sem boðið var upp á valdi ég eitt af þessum fyrirtækjum.“ Auðveld vinna Ólíkt því sem f lestir halda er vinnuferlið á bak við app af þeirri gerð sem Anna Rósa smíðaði, alls ekkert erfitt. „Í raun getur hver sem er smíðað svona app. Hins vegar tók nokkra mánuði að setja allt efnið inn því það er nokkuð umfangsmikið. Þar má til dæmis finna yfir 110 mataruppskriftir og eins er fjallað um lækningamátt nánast allra kryddtegunda sem fást á Ís- landi.“ Hún segist hafa valið útlit appsins sjálf en það innihélt góðar leiðbeiningar um hvern- ig vinna ætti með myndir og aðra grafík. „Raunar má segja að appið mitt sé nokkuð einfalt og því ekki þörf á neinum sérhönn- uðum lausnum með tilheyrandi kostnaði.“ Þótt búið sé að setja appið á markað er vinnunni við það ekki lokið. „Það skemmtilega við svona app er að hægt er að bæta enda- laust við efni. Frá því það kom út hafa allmargar uppskriftir bæst við og ég stefni á að bæta við reglu- lega. Eins hef ég möguleika á að bæta við og breyta f lokkum að vild. Þannig er til dæmis eftir að bæta við nokkrum kryddtegund- um þegar tími vinnst til.“ Krydd og uppskriftir kostar ekk- ert og má nálgast í Play Store fyrir Android-síma og spjaldtölvur og App Store fyrir síma og spjaldtölv- ur frá Apple. Alls ekki flókið mál að smíða app Anna Rósa grasalæknir vildi miðla gagnlegum fróðleik um kryddjurtir og uppskriftum í snjallsíma og spjaldtölvur landsmanna. Þar sem hún kunni ekki að smíða app sjálf ákvað hún að læra það upp á eigin spýtur. Hún gaf út appið Kryddjurtir og uppskriftir í haust. „Mér fannst það svo skemmtileg tilhugsun að geta boðið upp á risastóra uppskriftabók í símanum,“ segir Anna Rósa grasalæknir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.