Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.10.2014, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 31.10.2014, Qupperneq 74
31. október 2014 FÖSTUDAGUR| MENNING | 38 Innsetningarverk eftir Steinunni Sigurðardóttur fatahönnuð verð- ur á The Weather Diaries, aðal- sýningu Norræna tískutvíærings- ins, Nordic Fashion Biennale 2014. Sýningin samanstendur af verkum eftir ljósmyndarana Cooper og Gorfer ásamt innsetningum eftir einn fatahönnuð frá hverju land- anna þriggja, Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Sýningin The Weather Diaries verður opnuð á morgun í Þjóðar- ljósmyndasafninu í Kaupmanna- höfn, sem er í Svarta demantinum og hýsir líka Konunglega bóka- safnið. Sýningin stendur til 21. apríl. Að sögn Steinunnar eru ljós- myndir þeirra Cooper og Gorfer ótrúleg listaverk, nánast eins og málverk, og raunar komnar langt út fyrir hina hefðbundnu tískuljós- myndun eins og við þekkjum hana. Steinunn vann innsetningar- verkið fyrir sýninguna The Weath- er Diaries, sem fyrst var sett upp í Nútímalistasafninu í Frankfurt í vor. Cooper og Gorfer völdu hönn- uði og listamenn frá Íslandi, Fær- eyjum og Grænlandi til þátttöku og unnu ljósmyndir sínar með þeim. Þátttakendurnir frá Íslandi eru Guðmundur Hallgrímsson (Mundi Vondi), Hrafnhildur Arn- ardóttir (Shoplifter), Guðmundur Jörundsson (JÖR) og Jóhanna Met- húsalemsdóttir (Kría Jewelry). Innsetningarverk Steinunnar er risastórt, 5x5 m, samansett úr örsmáum einingum, sem hanga á þráðum úr loftinu og mynda sam- fellda heild. „Verkið lítur út fyrir að vera fatnaður, en þó ekki til að klæða sig í,“ svarar Steinunn hlæj- andi þegar hún er beðin um að lýsa verkinu. „Það þurfti að bora 600 göt í loftið til að hægt væri festa þræðina og stilla verkinu svona upp,“ segir hún til nánari skýr- ingar. Steinunn er stödd í Kaup- mannahöfn til að fylgja úr hlaði listaverki sínu sem hún kallar The Space in Between. The Weather Diaries er efalítið ein stærsta listræna sýningin sem sett hefur verið upp og hverfist um íslenska, færeyska og grænlenska fatahönnun. Norræna húsið er framleiðandi sýningarinnar. - vþj Það þurfti að bora 600 göt í loftið til að hægt væri festa þræð- ina og stilla verkinu svona upp. BÆKUR ★★★ ★★ Segulskekkja Soffía Bjarnadóttir MÁL OG MENNING Soffía Bjarnadóttir skrifar frum- legan og oft fallegan stíl í fyrstu skáldsögu sinni, Segulskekkju. Hún hefur sýnilega lagt mikið í textann sem er uppfullur af skemmtilegum og oft óvæntum myndum og samsetningum auk þess sem hún nýtir sér vísanir í bókmenntir og kvikmyndir óspart (sem mér finnst ekki ókostur). En það vantar því miður upp á þann drifkraft sem sterkur söguþráður getur veitt textanum og persón- urnar eru um margt fjarlægar. Ramma- frásögnin snýst u m ferð aðal- persónunn- ar, Hildar, til Flateyjar til að vera við útför móður sinnar og dvöl hennar í húsi móð- urinnar þar sem hún rifj- ar upp fortíðina. Sagan er ágæt- lega byggð þannig að lesandi fær að vita meira um fortíð persón- anna, nýjar persónur eru kynnt- ar til sögunnar og tengsl þeirra við aðalpersónurnar koma í ljós og þetta er það sem rekur sög- una áfram. Framan af er gaman að lesa bók Soffíu vegna þess að stíllinn er upplifun í sjálfu sér en þegar á líður fer maður að sakna þess að framvindan grípi mann betur. Hildur rifjar upp atvik úr fortíð sinni, sérstaklega þau sem tengjast sambandi hennar, eða sambandsleysi, við móður sína, Siggý, sem var augljóslega manneskja sem átti við alvar- leg andleg vandamál að stríða. En maður verður ekki var við að aðalpersónan breytist eða þróist að ráði. Hún er áttavillt í lífinu, m.a. vegna áhrifa móðurinnar, og maður hefur enga sérstaka trú á því að það hafi breyst í lok bókar- innar þótt hún sé orðin hrifinn af manni sem hún hittir. Og kannski er það einmitt punkturinn. Í pers- ónu Hildar er innbyggð segul- skekkja sem aldrei verður leiðrétt, eins og hún segir sjálf: „Siggý er allar mínar áttir. Hún fann upp átt skekkjunnar“ (35) og Hildur verð- ur bara að lifa með því. Bókin lýsir því hvernig það er í raun ómögulegt að ná áttum í lífinu þegar nálin á áttavitanum stefnir alltaf á skjön við hánorð- ur. Upphafstilvitnun bókarinnar í Women Who Run with the Wolves dregur athygli að því hvernig líf og dauði haldast í hendur, sköpun og eyðilegging: Móðirin sem upp- haf og skapari lífsins er hin hlið- in á dauða móðurinnar. Því mætti halda að bókin fjallaði um það hvernig dauði Siggýjar leiðir til nýs lífs fyrir dótturina en málið er ekki svo einfalt, því eins og Hildur segir um Siggý: „Mamma mín sem steig aldrei inn í móðurhlutverkið“ (37). Og rétt eins og syndir feðr- anna bitna á börnunum þá virðast syndir mæðranna endurtaka sig í næstu kynslóð. Mæðurnar taka ekki að sér hlutverk hinnar skap- andi móður til fulls og því geta þær ekki heldur tekið að sér hlut- verk hinnar deyjandi móður. Það sem deyr fær ekki að deyja og það sem lifir fær ekki að lifa. Ásdís Sigmundsdóttir NIÐURSTAÐA: Í bók Soffíu eru áhugaverðar pælingar um lífið og hlutverk fólks í því og stíllinn er á köflum virkilega skemmtilegur en framvindunni er nokkuð ábótavant. Innbyggð skekkja Fatnaður sem ekki er hægt að klæða sig í Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður verður með innsetningarverk á The Weather Diaries, aðalsýningu Norræna tískutvíæringsins í Kaupmannahöfn. Sýningin verður opnuð á morgun í Þjóðarljósmyndasafninu danska. FATAHÖNNUÐUR Verk Steinunnar á sýningunni nefnist The Space in Between. LJÓSMYND AF LJÓSMYND Ljós- mynd sem Cooper og Gorfer tóku af verki Steinunnar og unnu í samstarfi við hana. Ragnar Kjartansson opnar á morgun myndlistarsýningu í Skúrnum, sem að þessu sinni er staðsettur við hús Hrafns Gunn- laugssonar á Laugarnestanga. Opnunarhelgina má sjá portr- ettið Bjarni Bömmer hlustar á Take it easy, þar sem Bjarni Friðrik Jóhannsson situr og hlustar á slagarann með Eagles í Skúrnum og setur hann aftur og aftur á fóninn. Ragnar verður með Bjarna og fangar portrettið í málverki. Í mánuð til viðbótar verður skrásetning gjörningsins, þ.e. málverkin, til sýnis í Skúrn- um. Í texta með sýningunni segir Ragnar: „Bjarni Friðrik Jóhanns- son hefur verið kunningi minn síðan um aldamót. Bjarni var trommari í Silfurtónum, Singa- pore Sling og spilaði aðeins með mér í kántríhljómsveitinni Fun- erals þegar bassaleikarinn fór í fýlu. Fáir menn gleðja mig meira þegar ég hitti þá á förnum vegi. Ég spyr hann: „jæja, hvað seg- irðu?“, hann svarar: „allt ömur- legt“ eða „allt skítt“. Heiðarlegur maður í þessu skítapleisi.“ Um helgina er fólki boðið að heimsækja þá félaga í Skúrinn og er hann opinn frá klukkan 14 til 18 á morgun og frá klukkan 12 til 18 á sunnudag. Eftir það verður hægt að skoða málverkin inn um glugga Skúrsins til 1. desember. - fsb Bjarni Bömmer hlustar á Take it easy Skúrinn stendur nú við hús Hrafns Gunnlaugssonar og þar opnar Ragnar Kjartansson sérstæða myndlistarsýningu á morgun. Bjarni hlustar á Eagles á meðan Ragnar málar. PORTRETT AF BÖMM- ER Ragnar Kjartansson sýnir lifandi myndlist í Skúrnum um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ DANÍEL SOFFÍA BJARNADÓTTIR Sigríður Thorlacius og Sönghópurinn við Tjörnina syngja kórútsetningar Gunn- ars Gunnarssonar á lögum Tómasar R. Einarssonar í Fríkirkjunni í Reykjavík á sunnudagskvöldið. Undirleikur verður í höndum bassaleikarans Tómasar, pían- istans Gunnars og kóngatrommuleik- arans Sigtryggs Baldurssonar. Þetta verða síðustu tónleikarnir á þessu ári þar sem Sönghópurinn við Tjörnina og Sigríður Thorlacius flytja lögin af Mannabörnum. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Syngja kórútsetningar á lögum Tómasar R. Einarssonar: Mannabörn í Fríkirkjunni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.