Fréttablaðið - 31.10.2014, Page 80

Fréttablaðið - 31.10.2014, Page 80
31. október 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 44 LÍFIÐ 31. október 2014 FÖSTUDAGUR Miley og Rihanna kepptust um athyglina Inspiration-galaveislan á vegum amfAR var haldin í Hollywood á miðvikudagskvöldið. Veislan er einn af hápunktunum í skemmtanalífi nu vestan hafs en tilgangur hennar er að hylla allt það helsta í herratískunni og að safna peningum fyrir rannsóknum á eyðni. Í ár var það fatahönnuðurinn Tom Ford sem var heiðraður en söngkonurnar Miley Cyrus og Rihanna stálu senunni í djörfum kjólum eft ir hönnuðinn. Trend: Brúðir með bert á milli Magabolir hafa verið geysi- vinsælir síðustu mánuði enda er það víst þannig að allt fer í hringi í heimi tískunnar. Nú hefur þessi tíska hins vegar smitast út í brúðarkjólatískuna eins og sást best þegar Reem Acra kynnti brúðarkjólalínu næsta hausts í New York fyrir stuttu. Í línunni eru margir kjólar sem gefa brúðum kost á að láta glitta í beran mag- ann á stóra daginn. Hvort margar brúðir kæra sig um það er svo önnur saga. N O RD IC PH O TO S/ G ET TY MEÐ BRJÓSTIN ÚTI Söngkonan Rihanna í kjól frá Tom ford og uppháum sokkum. EKKI FYRIR ALLA Poppprinsessan Miley Cyrus var í óvenjulegum kjól frá Tom Ford. FANN ÆSKU- BRUNNINN Leikkonan Shar- on Stone brosti sínu blíðasta. HOLLYWOOD- GLAMÚR Dans arinn Dita Von Teese mætti í klass- ískum satínkjól. LAGLEG LEA Glee-stjarnan Lea Michele geislaði í kjól frá Versace. KANKVÍS KELLY Kelly Osbourne valdi lítinn, svartan kjól fyrir kvöldið. TÆLANDI TVENNA Tom Ford sjálfur ásamt leikkonunni Gwyneth Paltrow sem klæddist buxnadragt eftir hönnuðinn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.