Fréttablaðið - 31.10.2014, Síða 84

Fréttablaðið - 31.10.2014, Síða 84
31. október 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 48 Hólmfríður Þorgeirsdóttir og Kristín systir hennar eru búsettar á Akureyri og hafa haldið upp á hrekkjavökuna í fimm ár. „Þetta byrjaði þannig að frænka okkar sem býr fyrir sunnan var alltaf að bjóða okkur í hrekkjavökupartí og okkur fannst svo leiðinlegt að komast ekki. Svo við tókum málin í okkar hendur og héldum okkar eigið,“ segir Hólmfríður. Þær systur hafa yfirleitt leigt sal undir herlegheitin, en í ár ætlar Hólmfríður að bjóða heim til sín í nýja húsið sitt. „Þetta byrjaði með frekar litlu partíi, en síðan hefur þetta vaxið með árunum. Við skreytum alltaf rosalega mikið og erum búnar að safna að okkur miklu af skrauti, og að sjálfsögðu reynum við að hafa þetta eins skelfilegt og mögulegt er,“ segir hún. Með árunum fóru gestir að leggja meiri og meiri metnað í bún- ingana. „Við létum búa til farand- bikar fyrir besta búninginn, sem er hnífur sem er búið að stinga í trékubb og er allur í blóði. Það vekur mikla lukku.“ En af hverju halda þær upp á hrekkjavökuna? „Fyrir okkur er þetta bara einn eitt tækifærið til þess að skemmta sér og hafa gaman. Margir eru á móti því að þetta sé hér og segja þetta bara amerískt sölutrikk. Von- andi muna þeir að einu sinni var enginn rauðklæddur jólasveinn á jólunum,“ segir Hólmfríður. Konráð Sigurðsson hefur síð- ustu fjögur ár haldið hrekkjavöku- partí sem hann kallar „Sláturhús Konna.“ „Vinkona mín var alltaf með svona partí, en svo flutti hún úr bænum svo ég tók bara við keflinu.“ Partíið er haldið í stórum sal og skreytir Konni hann eins mikið og hann getur. „Ég hef oftast sett dúka með blóðslettum á veggina og boðið upp á puttamat, sem er eins og fingur,“ segir hann. Í fyrra fór hann huldu höfði mestan hluta af partíinu og klæddi son sinn upp sem sjálfan sig. Við innganginn hafði hann komið fyrir dúkku sem var eins og djöflabarn, sem skynjaði ef einhver labb- aði fram hjá og þá öskraði það og sneri höfðinu. „Dúkk- unni var svo stolið í part- íinu um kvöldið. Við fórum svo í bæinn og þá sá vinkona mín einhvern með dúkkuna á English Pub. Hún reif dúkk- una af viðkomandi og kom henni til mín. Ég eyddi svo restinni af djamminu með öskrandi djöfla- barn í höndunum. Það var nokkuð fyndið,“ segir Konráð. En hvers vegna heldur hann upp á hrekkja- vökuna? „Mér finnst þetta bara skemmtilegt tækifæri fyrir fólk til þess að gera eitthvað skemmti- legt og vera öðruvísi. adda@frettabladid.is HREKKJAVAKAN Hrekkjavakan er í kvöld og má búast við að sjá margar skelfi legar furðuverur á ferli um helgina. Margir eru á móti því að fá þessa amerísku hefð til landsins. Aðrir fagna tækifærinu til að hafa gaman og nota hugmyndafl ugið í að útbúa fl otta og skemmtilega búninga. Fréttablaðið talaði við þau Konráð Sigurðsson og Hólmfríði Þorgeirsdóttur en þau halda upp á hrekkjavökuna með stæl. FER ALLA LEIÐ Hólmfríður tekur búningagerðina alla leið MYND/EINKASAFN SKELFILEGUR Konráð með djöflabarnsdúkkuna sem vakti mikla lukku MYND/EINKASAFN BÚNINGAHUGMYNDIR Handa þeim sem ekki vita hvað þeir ætla að vera í kvöld fann Fréttablaðið nokkrar góðar hugmyndir innblásnar af árinu 2014. PHARRELL WILLIAMS Á GRAMMY- VERÐLAUNUNUM Það eina sem þú þarft er hattur sem hefur sitt eigið póst- númer og dökkur andlistfarði. Svo væri ekki verra að dusta rykið af danshæfi- leikunum í leiðinni. SHIA LABEOUF Á FRUMSÝNINGU NYMPHOMANIAC Þeir sem eru hugmyndasnauðir hafa enga afsökun lengur. jakkaföt og brúnn bréfpoki yfir höfuðið. Svo er um að gera að leika sér með það að enginn þekki þig. EMOJI Þeir sem hafa einhvern tíma sent sms eða kommentað á Instagram þekkja þessi merki. Möguleikarnir eru endalausir og nú er um að gera að sleppa hugmyndafluginu lausu. LUIS SUÁREZ OG BITIÐ Án þess að vilja hvetja til þess að bíta aðra þá er þetta hugmynd sem má vinna með. Rétt útfærsla og þú verður sá skelfilegasti í partíinu! Drakúla hvað? KIM KARDASHIAN OG FJÖLSKYLDA Hin nýja Addams-fjölskylda? Foreldrarnir sem Kanye og Kim og barnið sett í svart. þau geta að minnsta kosti verið svolítið skelfileg. Veldu þér uppáhaldsmeðlim í Kardashian-klaninu og taktu skrefið. MJÓLK D-vítamínbætt léttmjólk í Jack Daniels- umbúðum jafnvel? Eftir alla Mjólkursam- söludrama- tíkina þá er fátt hræðilegra en mjólkur- ferna. Verið hrædd – mjög hrædd. BEYONCÉ OG JAY Z Í LYFTUNNI Þetta gæti verið skemmti- legt. upplagt fyrir þá sem elska að fara í kar- akter. Græjið lyftu og túlkið tauga- titrandi lyftu- rifrildið á ykkar hátt. BÁRÐARBUNGA OG KRISTJÁN MÁR Hinn fullkomni parabúningur. Eldgosið óútreiknanlega og Kristján Már í gula vestinu. Þetta er hugmynd sem getur ekki klikkað. GGG er myndlistarsýning þar sem um þrjátíu myndlistarmenn sýna verk tileinkuð þremur ástsælustu kvikmyndaverkum níunda áratug- arins. Gremlins, Goonies & Ghost- busters. Sýningin verður opnuð í Bíói Paradís á hrekkjavökunni, eða í dag, og stendur yfir í tvær vikur. Bíóið mun auk þess taka hina heil- ögu þrenningu til sýninga í tilefni hrekkjavökunnar. Gremlins verður sýnd kl. 18, The Goonies kl. 20 og Ghostbusters verður sýnd kl. 22. Á meðal listamanna sem taka þátt í sýningunni eru Curver Thorodd- sen, Davíð Örn Halldórsson, Hall- dór Baldursson, Hugleikur Dags- son, Lóa Hjálmtýsdóttir, Þórir Karl Bragason Celin, Julia Mai Linnéa Maria og Sara Riel. Þrjátíu sýna á GGG Myndlistarsýning tileinkuð ástsælum kvikmyndum. GREMLINS #BYLGJANBYLGJAN989 HLUSTAÐU HVAR SEM ER, HVENÆR SEM ER ÍVAR GUÐMUNDS ER Í LOFTINU MILLI KL. 10:00 - 13:00ALLA VIRKA DAGA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.