Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.10.2014, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 31.10.2014, Qupperneq 94
31. október 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 58 „Þegar þú ferð á hátíð er ótrúleg orka til staðar en þegar hátíðin klár- ast fara allir heim og drifkrafturinn hverfur,“ segir Scott Shigeoka. Hann er einn skipuleggjenda hátíðarinnar Saga Fest sem haldin verður í maí á næsta ári. „Við viljum finna leiðir til að beisla þessa orku.“ Um er að ræða tónlistar- og listahátíð með sérstaka áherslu á umhverfisvernd og sjálfbærni, en sem dæmi verða aðgangsmiðarnir prentaðir á sérstakan fræjapappír, sem hægt verður að gróðursetja. Staðsetning hátíðarinnar hefur ekki verið staðfest en hún verður haldin úti á landi. Nafnið Saga Fest vísar í Íslend- ingasögurnar. „Hátíðin snýst í kring- um söguhefð og að deila sögum okkar á milli. Sem dæmi um það munum við safna litlum sögum og vinjettum frá gestunum og síðan munum við bjóða tónlistarmönnunum og listamönn- unum sem koma að lífga þær við, til dæmis í söng eða dansi,“ segir hann og heldur áfram: „Við skoðum þessa söguhefð tíundu og elleftu aldar og það hvernig fólk settist í kringum eld- inn og leysti vandamál samfélagsins saman og hugsum: Hvernig komum við saman og leysum vandamál eins og loftslagsbreytingar eða samfélags- leg vandamál?“ - þij Hægt að gróðursetja miðann Lista- og tónlistarhátíðin Saga Fest verður haldin úti á landi á næsta ári. BEISLA HÁTÍÐARORKUNA Hátíðin er með áherslu á umhverfisvernd og sjálfbærni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Shawshank Redemption, klassík en er bara eitthvað svo góð! Svo verð ég líka að nefna Rent og Prayers for Bobby, sérstaklega þessa seinni, rosalega áhrifarík og mikilvægur söguþráður. Sandra Sigurðardóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta BESTA BÍÓMYNDIN María Guðrún Rúnarsdóttir ljósmyndari fékk einstakt tækifæri upp í hendurnar á dögunum, þar sem hún fékk tækifæri til að aðstoða við heimildarmynd um goðsögn í ljósmyndaheiminum, Will McBride. Hún hefur starfað sem ljósmyndari í sex ár, en býr nú í Berlín þar sem hún stundar nám í ljósmyndun. „Belgískur vinur minn, Jordan Todorov, sem ég kynntist hérna úti, er leikstjóri. Hann er að gera mynd um hann og bauð mér að vera með,“ segir María. McBride, sem er 83 ára, var á sínum tíma mjög umdeild- ur listamaður. „Hann tók frekar óvenjulegar myndir, en þær voru aðallega af unglingsstrákum og voru þeir oft- ast naktir. Myndirnar eru þó langt frá því að vera klám- fengnar, þær eru mjög smekklegar. En á sínum tíma voru þær mjög umdeildar,“ segir hún. McBride fluttist ungur frá Bandaríkjunum til Þýska- lands. Hann giftist fyrrverandi eiginkonu sinni árið 1960, en kom út úr skápnum nokkrum árum síðar. Verk hans einkenndust af nekt og árið 1975 kom út bókin Show Me! sem hann gaf út í samstarfi við geðlækninn Helga Fleischhauer-Hardt. Fjallaði hún um börn sem kynverur og var hún bönnuð í Bandaríkjunum, þar sem hún var flokkuð sem barnaklám. McBride tók einnig myndir af fólki í fötum, þótt nektin hafi vissulega átt hug hans allan. „Það má eiginlega segja að hann hafi verið með typpi á heilanum,“ segir María Guðrún. Á tímabili bjó McBride með söngkonunni Donnu Summ er, en þau voru miklir vinir. „Hann myndaði hana mikið og líka Andy Warhol, en þeir voru góðir félagar líka.“ María segir það mikinn heiður fyrir sig sem ljós- myndanema að fá að taka þátt í svona verkefni. „Þegar ég sagði kennaranum mínum frá þessu þá tók hún kast, hún dauðöfundaði mig.“ Tökur á myndinni hófust á mið- vikudag og eyddu María og leikstjórinn heilum degi með McBride.„Hann er orðinn voða gamall og er alveg hætt- ur að taka myndir. Núna málar hann málverk í staðinn. Það kannski lýsir honum vel, en þó hann sé orðinn svona gamall og geti varla gengið, þá á hann enn elskhuga,“ segir María Guðrún. adda@frettabladid.is Gerir heimildarmynd um goðsögnina sína Ljósmyndarinn María Guðrún Rúnarsdóttir sem býr í Berlín tekur þátt í að gera heimildarmynd um ljósmyndarann og listamanninn Will McBride. Hann var á sínum tíma mjög umdeildur en hans aðalmyndefni voru naktir unglingsstrákar. DRAUMAVERKEFNI María Guðrún er mikill aðdáandi McBride og segir mikinn heiður að taka þátt í gerð myndarinnar. „Þetta var ótrúlega gaman,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson, sonur söngv- arans Stefáns Hilmarssonar. Hann syngur lag á nýrri jóla- plötu föður síns, Í desember, sem kemur út 10. nóvember. Þetta er í fyrsta sinn sem hann syngur inn á plötu hjá pabba sínum. Lag Birgis Steins kallast Ég þarf ekki margt um jólin, við texta Stefáns en það heitir á frummálinu I Don’t Want a Lot For Christmas og var sungið af Michael Bublé. „Þetta er ótrúlega flottur texti sem honum tókst að gera og það eru mjög flottir tón- listarmenn sem spila í laginu.“ Stefán sló í gegn hér á árum áður með lagi Sniglabandsins, Jólahjól. Spurður hvort nýja jólalagið muni toppa þann gamla slagara efast Birgir Steinn um það. „Jólahjól er svo mikill smell- ur að ég held að það sé erfitt að toppa það og eiginlega bara ekki hægt. Það var bara virkilega gaman að fá að vera með í þessu skemmtilega verkefni,“ segir Birgir Steinn, sem mun syngja á jólatónleikum föður síns í Saln- um 5., 6. og 11. desember. - fb Í fyrsta sinn á jólaplötu pabba Birgir Steinn Stefánsson syngur á væntanlegri jólaplötu Stefáns Hilmarssonar. BIRGIR STEINN Er mjög ánægður með textann sem pabbi hans samdi fyrir lagið Ég þarf ekki margt um jólin. LJÓSMYNDARINN WILL MCBRIDE er hættur að taka ljós- myndir og málar málverk í staðinn. MYND/MARÍA GUÐRÚN RÚNARSDÓTTIR betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Faxafeni 5, Reykjavík, Sími 588 8477 Dalsbraut 1, Akureyri, Sími: 558 1100 • Skeiði 1, Ísafirði, Sími 456 4566 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-16 Frábært verð! 5 svæða skipt yfirdýna. Laserskorið Conforma Foam heilsu- og hæg- inda lag tryggir réttan stuðning við neðra mjóbak og mýkir axlasvæði. Vandaðar kantstyrkingar. Vandað pokagormakerfi. Minni hreyfing betri aðlögun. Slitsterkt og mjúkt bómullaráklæði. Þykkt 29 cm. AÐEINS KRÓNUR 95.920 MEÐ AFSLÆTTI GOLD120X200 AÐEINS KRÓNUR 122.320 MEÐ AFSLÆTTI GOLD160X200 Dýna og Tegund Stærð Classic-botn TILBOÐ Gold 90x200 96.900 kr. 77.520 kr. Gold 100x200 104.900 kr. 83.920 kr. Gold 120x200 119.900 kr. 95.920 kr. Gold 140x200 139.900 kr. 111.920 kr. Gold 160x200 152.900 kr. 122.320 kr. Gold 180x200 164.900 kr. 131.920 kr. AUKAHLUTIR Á MYND: GAFL OG FERKANTAÐAR ÁLLAPPIR BETRA BAK Á R A A F M Æ L I 20% AFSLÁTTUR AF HEILSURÚMUM HEILSURÚM Í SÉRFLOKKI C&J GOLD heilsurúm Jólahjól er svo mikill smellur að ég held að það sé erfitt að toppa það og eiginlega bara ekki hægt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.