Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2008, Blaðsíða 51

Skessuhorn - 19.12.2008, Blaðsíða 51
51 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER þarna og var að handfjatla hverja spýtuna á fætur annarri sá ég bak við gleraugun. Þá gerði ég mér grein fyrir því að þetta var Guðmundur blindi. Hann var ekki lengi að finna það sem vantaði, fallegar mahóní fjalir og með þær læddist ég út.“ Skúli segir að það hafi legið beinast við að fara í húsgagnasmíðina og hann hafi komist inn sem lærlingur á næsta bæ við Víði, ef svo má segja, Húsgagnavinnustofu Helga Einarssonar við Brautarholt. „Þetta var frábær vinnustaður og einhver sá besti skóli sem ég hef fengið í lífinu. Þarna voru að vinna einir tíu góðir karlar og starfsandinn var mjög góður. Þetta voru skemmtilegir vinnufélagar og ég hugsa að ef ég hefði skrifað niður alla brandarana sem einn vinnufélaginn sagði mér, þá gæti ég gefið út skemmtilega bók. Maður hló sig í keng og svo kom sá næsti og þá var hinn gleymdur. En um leið var þessi vinnustaður strangur, faglegur skóli, enda var þetta verkstæði, en ekki verksmiðja eins og hjá Guðmundi blinda í Víði, enda fann maður inn á það að við áttum að vera skör hærra.“ Byggt í Hörðalandinu „Svo kom að því að ég kynntist konunni minni, Guðrúnu Maríu Björnsdóttur, sem reyndar þekkist varla nema undir nafninu Dídí. Hún er frá Akureyri og þótt mér sé hlýtt til þess bæjar, sem nú er reyndar orðinn borg, erum við ekki ennþá komin þangað þó við höfum verið á leiðinni í 40 ár, enda er það þannig að Dídí er í raun orðin miklu meiri Dalamaður en ég. Við fengum okkur leigt í Granaskjóli í Vesturbænum til að byrja með. Á þessum tíma var byrjað að byggjast upp í Fossvoginum. Við ákváðum að koma okkur upp íbúð í blokk í Hörðalandi og gengum í Byggingarsamvinnufélag Reykjavíkur. Ég held að við höfum verið þau blönkustu af öllum blönkum sem fóru út í að byggja á þessum tíma. Við náðum þó alltaf að borga inn í félagið þó að stundum kæmi greiðslan seint frá okkur. Mamma átti happdrættismiða í happdrætti DAS. Svo fékk hún allt í einu bíl í vinning. Þau voru ekkert spennt fyrir að fá bílinn svo mamma ákvað að fá andvirði hans frekar greitt út. Þar fengust 150 þúsund krónur, sem skipt var í sex hluta og fengum við systkinin 25 þúsund kall hvert. Þetta gerði gæfumuninn og gjörbreytti stöðunni. Þetta var á tímum svokallaðs „uppmælingaraðals“ í trésmíða- og múrarastétt. Ég fór í húsasmíði til að ná mér í réttindi þar líka, þar sem ég þurfti bara að bæta við tveimur árum í námi til þess. Ég fór í uppmælinguna og maður vann eins og bakið og úthaldið leyfði. Við vorum að fá mjög góð laun en fyrir hellings vinnu. En svo kom kreppa á vinnumarkaði, áreiðanlega í kjölfar þess að síldin hvarf undir lok sjöunda áratugarins. Vinnuveitandi minn sagði okkur þá upp að haustinu og sagði að við skyldum sjá til hvernig staðan yrði þegar voraði. Ég brást við þessu með því að prófa að vinna sjálfstætt um tíma. Keypti mér sambyggða smíðavél sem kostaði 12.999 krónur og 13 aura, ég man mjög vel þessa upphæð. Ég var með aðstöðu í bílskúr foreldra minna í Nökkvavogi, en þar höfðu þau keypt þar hús og flutt þangað af Hringbrautinni. Ég auglýsti grimmt og það komu þó nokkur verkefni til að drýgja tekjurnar. Þá var maður kannski ekki alltaf með skattinn í huga.“ Aftur á heimaslóð Þarna var komið fram á vorið 1969 hjá Skúla Hlíðkvist Jóhannssyni húsgagna- og byggingarmeistara og væntanlegum kennara. „Um vorið hafði vinnuveitandinn samband. Hann hafði þá boðið í byggingu þriggja húsa við Gunnarsbraut í Búðardal og fengið verkið. Byggingarflokkurinn fór því vestur og þegar búið var að byggja þessi þrjú hús fór hann aftur suður, en ég varð eftir fyrir vestan. Dídí leist vel á Búðardal og við ákváðum að setjast þar að. Ég sá að það var ekkert síður hægt að tryggja sér vinnu þar en í Reykjavík og okkur fannst ákjósanlegt að ala börnin okkar upp þar, en þau eru: Björn Hlíðkvist byggingatæknifræðingur, Kristín Hlíðkvist kennari og Bergþóra Hlíðkvist umhverfisfræðingur. Mér bauðst vinna í Trésmiðju Kaupfélags Hvammsfjarðar og vann þar í þó nokkur ár, en launin lækkuðu um fjórðung frá Reykjavíkurlaununum Við seldum íbúðina okkar í Reykjavík og það var ekkert verið að hika við að fá sér lóð og fara að byggja eins og tíðkaðist mikið á landsbyggðinni á áttunda áratugnum. Ég sagði strax: „Ég byggi hér á innplássinu, annars ekki neitt.“ Þetta var bara íhaldsemi í mér frá því ég var að alast hérna upp, og vitaskuld var ég þarna að velja okkur búsetu á mesta vindrassinum í þorpinu, beint upp í norðaustanáttina eins og er í dag. Það er miklu lygnara á útplássinu, undir bökkunum, eða eins og Búðardalur var alltaf kallaður hér áður fyrr, byggðin undir Fjósabökkum.“ Skemmtilegasta starfið Skúli segir það hafa þróast smám saman að hann fór í kennarastarfið. „Þegar ég var búinn að vinna hjá kaupfélaginu í nokkur ár spurði Kristjana skólastjóri mig hvort ég væri til í að kenna smíðar við skólann. Ég tók vel í það og fann mig fljótt vel í smíðakennslunni. Það vantaði að vísu aðstöðuna. Þá var nýlega búið að reisa sláturhúsið og fljótlega komu upp hugmyndir um að nýta kvennasnyrtinguna þar, sem var mun rýmri en snyrtingin hjá körlunum. Þarna vorum við í einn vetur þangað til flutt var með smíðaaðstöðuna í kjallarann í Dalabúð.“ Svo kom að því að Skúli fékk aftur atvinnutilboð og þá segist hann hafa þurft að taka eina erfiðustu ákvörðunina á ævinni. „Það var haustið 1977 sem Kristjana skólastjóri kom að máli við mig á föstudegi og spurði mig hvernig mér litist á að koma í starf almenns kennara við skólann. Ég varð strax spenntur fyrir þessu atvinnutilboði, þar sem ég var farinn að finna mig vel í kennslunni. Ég var búinn að gera mér í hugarlund að þetta væri skemmtilegasta starfið sem ég hafi fengist við, hefði reyndar ekki unnið í mörgu. Gallinn við þetta var sá að á þessum tíma voru laun kennara ákaflega lág og nú þurfti ég aftur að taka á mig talsverða launalækkun, myndi ég þiggja kennarastarfið. Kristjana bað mig að hugsa málið yfir helgina og láta sig svo vita á mánudeginum. Til að vega og meta hlutina í ró og næði ákvað ég að fá mér göngutúr inn með fjörunni. Þegar ég kom að Ljá hérna innan við, hallaði ég mér í fjöruborðinu upp við bakkann og hefur mér líklega runnið í brjóst aðeins. Ég vaknaði skýr og afslappaður og heim kom ég með þá ákvörðun að taka kennarastöðuna. Það hjálpaði mér líka við þessa ákvörðun að Dídi var búin að kenna í nokkur ár og kunni því vel. Okkur fannst það ágætur kostur að fara að vinna á sama stað. Eftir nokkur ár í kennslu stóðum við frammi fyrir því að afla okkur fullra kennararéttinda, því það þurfti að auglýsa stöðurnar og þá hafði fólk rétt á þeim sem hafði kennsluréttindin. Við kusum að sækja þetta réttindanám til Akureyrar og vorum í því í tvö ár. Ég stóð ágætlega með mín tvöföldu meistararéttindi og Dídí hafði sitt nám á bak við sig sem menntaður leikskólakennari. Það fóru margar langar helgar og góð frí í að sækja námið til Akureyrar og sjálfsagt á ég Dídí að þakka að ég gafst ekki upp og við komust í gegnum þetta. Hún dreif mig áfram í náminu þannig að ég gat lokið minni starfsævi í kennslunni, sem mér þótti ákaflega gott,“ sagði Skúli Hlíðkvist Jóhannsson að endingu. Hann er þó enn sprellkátur og hefði áreiðanlega þess vegna getað haldið áfram að kenna í mörg ár í viðbót. Hann hefur að minnsta kosti frá ýmsu að segja eins og blaðamaður Skessuhorns komst að raun um. þá Skúli og Dídí á ferðalagi við Gardavatnið á Ítalíu. Fjölskyldan samankomin fyrir nokkrum árum. Skúli og Dídí ásamt börnunum þremur og barnabörnunum sem fer fjölgandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.