Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2008, Blaðsíða 62

Skessuhorn - 19.12.2008, Blaðsíða 62
62 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að jólin eru á næsta leiti. Jólin, sem oft eru kölluð hátíð ljóss og friðar er kærkomin hvíld frá hversdagsleikanum. Við sendum kveðjur til ástvina víðsvegar um heim og fáum aðrar á móti. Jólin eru dýrmætur tími þar sem samvera með fjölskyldu og vinum er í fyrirrúmi. Rannsóknir hafa sýnt að því meiri tíma sem börn, ungmenni og foreldrar verja saman þeim mun minni hætta er á að unga fólkið leiðist af braut. Margoft hefur komið fram að börn og unglingar vilja gjarnan eyða meiri tíma með fjölskyldunni. Þó að hvaða barn sem er geti lent í vanda vegna t.d. áfengis- eða vímuefnaneyslu sýna rannsóknir að aðstæður og atlæti sem börn búa við skiptir miklu máli um hvernig þeim reiðir af í lífinu. Í því er ábyrgð foreldra fólgin. Foreldrar eru bestir í forvörnum og geta haft afgerandi áhrif á hegðun og lífstíl barna sinna. Þeir eru mikilvægar fyrirmyndir og virðast gerðir þeirra og hegðun vega þyngra en orð. Eitt af því sem gert er til að vernda börnin okkar eru útivistarreglur. Það er margsannað að eftirlitslaus börn eru líklegri en önnur börn til að sýna áhættuhegðun. Jafnframt er þeim hættara en öðrum til að verða fórnarlömb eða gerendur ofbeldisverka eða afbrota. Nú á umbrotatímum í þjóðfélaginu er mikilvægt að vera enn meira vakandi fyrir líðan barnanna okkar, hvar börnin okkar eru og með hverjum. Við viljum hvetja foreldra til að sýna ábyrgð og við minnum á að reglur um útivistartíma barna og ungmenna eru í fullu gildi - líka um jól og áramót. Elskum börnin okkar óhikað og sköpum góðar minningar saman. Hanna Sigríður Kjartansdóttir forvarnarfulltrúi Borgarbyggð og Heiðrún Janusardóttir verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála Akranesi (Höfundar eru fulltrúar í Saman- hópnum) Síðastliðinn laugardag komu góðir gestir færandi hendi til Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi. Ættingjar Fríðu heitinnar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi heimilismanns á DAB, komu í heimsókn með eftirlifandi eiginmann Fríðu, Val S. Thoroddsen, í broddi fylkingar. Færðu þau heimilinu að gjöf, til minningar um Fríðu og Eyrúnu Jónu dóttur hennar, eina milljón króna. „Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi þakkar Val og fjölskyldu þann mikla hlýhug sem þau sýna heimilinu með þessari höfðinglegu gjöf,“ sagði Björn Bjarki Þorsteinsson framkvæmdastjóri í samtali við Skessuhorn. mm Magadanssýning Mango studio á Akranesi var í Tónbergi fyrir skömmu. Þótti sýningin einkar glæsileg í alla staði. Marie Ann Butler, sem á og rekur Mango studio, átti veg og vanda að sýningunni, þar sem hún samdi nær alla dansana, hannaði búninga og dansaði sjálf í mörgum af atriðunum. Sýndir voru fjölbreyttir dansar, allt frá svokölluðum „tribal“ dönsum til samkvæmisdansa og voru dansararnir á öllum aldri eða frá 6 ára til sextugs. Jólasveinninn kom og reyndi fyrir sér, en var helst til stirður og utangátta blessaður. Kannski hann panti sér námskeið hjá Mango studio þegar jólavertíðinni lýkur, hver veit, áhuginn var allavega mikill. mm Í s l e n s k t samfélag stendur á tímamótum eftir efnahagshrun og skipbrot þeirrar frjálshyggjustefnu sem hér hefur verið rekin undanfarin sautján ár. Nú tekur við nýtt tímabil í sögu lýðveldisins og þjóðin á mikilvægar ákvarðanir fyrir höndum. Hvarvetna er kallað eftir nýjum og breyttum vinnubrögðum: Opnum og lýðræðislegum vinnubrögðum, heiðarleika, réttlæti og gagnsærri stjórnsýslu og ákvarðanatöku. Með slík vinnubrögð að leiðarljósi eigum við að vinna saman að endurreisn íslensks samfélags. Slíkt samfélag hlýtur að byggjast á jöfnuði, jafnrétti, lýðræði, sjálfbærni og sjálfstæði, þar sem fjölbreytt og kraftmikið atvinnulíf er hlekkur í keðju samfélagsins alls en ekki spilavíti gróðahyggju og sjálftöku. Endurreisn kallar okkur öll til starfa. Fyrsta verk okkar ætti að vera að styrkja sérstaklega stöðu ungmenna og ungs fjölskyldufólks. Við verðum að leggja allt í sölurnar til að unga fólkið okkar sjái framtíð sína best geymda hér heima og byggi hér það samfélag sem þau vilja helst sjá. Forgangsverkefnið er jafnframt að halda uppi atvinnustiginu því engin meinsemd er jafn alvarleg nokkru samfélagi og böl atvinnuleysis. Í þeim efnum verðum við að fara skapandi, nýjar leiðir og læra af reynslu annarra landa. Auk margvíslegra atvinnusköpunarverkefna, sem við getum tekið upp að erlendri fyrirmynd, er nauðsynlegt að hækka atvinnuleysisbætur, húsaleigubætur og vaxtabætur. Við þurfum að dreifa skattbyrðinni á miklu réttlátari hátt en við höfum gert hingað til, og skera niður öll tilgagnslaus hernaðarútgjöld og bruðl. Fjármagni þarf að beina þangað sem þess er þörf, inn í velferðarsamfélagið og burt frá spillingunni. Á tímum heimskreppu þar sem matvælaskortur herjar og viðskiptaleiðir rofna sjáum við enn betur en áður hversu gríðarlegt hagsmunamál það er okkur öllum að hér sé öflugur landbúnaður og innlend framleiðsla á heilsusamlegri og fjölbreyttri fæðu. Auk landbúnaðarins og matvælaiðnaðar í heild sinni þurfum við nú að treysta og efla sjávarútveginn og útflutning honum tengdum, ásamt ferðaþjónustu og öðrum gjaldeyrisskapandi útflutningi. Nú er einnig tíminn til að huga sérstaklega að smáfyrirtækjum, ekki síst fyrirtækjum í umhverfisvænum rekstri, sprotum og nýsköpun. Við Íslendingar búum að gríðarlegum auði allt í kring, og ef við ekki kaffærum okkur og komandi kynslóðum í óyfirstíganlegu skuldafeni, þá eru okkur allir vegir færir til betri framtíðar. Umfram allt á tímum sem þessum ríður á að efla lýðræði, styrkja og treysta aðkomu, áhrif og völd almennings. Við verðum að hafa hugrekki til að stokka upp á nýtt, hreinsa út græðgisvæðinu, spillingu og valdapólitík, og leggja af stað til framtíðarinnar með heilbrigðara gildismat í farteskinu. Þar sem er vilji þar er vegur, og viljinn til betra samfélags er skýr. Ég óska lesendum Skessuhorns og íbúum Vesturlands sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Megi Guð blessa landið okkar og megi okkur bera gæfa til að vinna því gagn á komandi misserum. Jón Bjarnason Gaman-Saman um jól og áramót Pennagrein Pennagrein Jólakveðja Höfðingleg gjöf til DAB Valur ásamt nokkrum börnum hans og afkomendum og Birni Bjarka Þorsteinssyni. Jólasveinninn þótti frekar stirður og var bókaður í kennslu eftir að jólavertíðinni lýkur. Héldu magadanssýningu Hluti hópsins stillti sér upp til myndatöku að lokinni sýningu. Nem end ur Grunn skóla Borg ar- fjarð ar á Hvann eyri fóru í sína ár- legu jóla trés ferð í Skorra dal inn þriðju dag inn 9. des em ber í ynd is- legu vetr ar veðri. Snjór var yfir öllu og stillt veð ur. Gísli Bald ur starfs- mað ur Skóg rækt ar ríks ins tók á móti hópn um í Sels skógi og leið- beindi um hvar best væri að fara til finna furu tré. Nem end ur hjálp- uð ust síð an við að velja fal legt tré fyr ir skól ann til að hafa á litlu jól- un um. Þeg ar búið var að saga nið- ur tréð fengu all ir sér heitt kakó og sam lok ur. Á heim leið inni var kom- ið við í fjár hús un um í Mó fells staða- koti þar sem nem end ur fengu að sjá hvern ig kind ur voru rún ar í gamla daga með sauða klipp um og hvern ig rúið er í dag með vél klipp um. mm Nem end ur GBF á Hvann eyri í jóla ferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.