Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 27.11.2013, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 „Margir segja að þegar útvarp- ið byrjar hjá okkur sé kominn tími til að hefja jólaundirbúninginn. Þá séu jólin hinum megin við hornið. Það er alltaf jafngott að leita til fyr- irtækjanna á Akranesi um stuðn- ing. Við erum líka stolt af því að hafa sent út árlega alveg frá 1988. Þetta er því í 26. skiptið sem Út- varp Akraness fer í loftið,“ seg- ir Hjördís Hjartardóttir sem er út- varpsstjóri Útvarps Akraness sem sendir út sitt árlega jólaaðventuút- varp um næstu helgi. Útsendingar hefjast föstudaginn 29. nóvember. Sem fyrr er það Sundfélag Akra- ness sem stendur að útvarpinu og er það ein aðalfjáröflun félagsins. Í upphafi var útvarpið sett á laggirn- ar í samstarfi SA og Skagablaðsins sem Sigurður Sverrisson rak. Þá var safnað fyrir tímatökutæki til notk- unar á sundmótum sem sundfélag- ið stendur fyrir. Frábært dagskrárgerðarfólk Hjördís segir að það séu heldur engin vandræði með fólk í dag- skrárgerðina. „Við fáum til okk- ar margt af betra dagskrárgerð- arfólki landsins og fólk sem hef- ur staðið fyrir vinsælum þáttum hjá okkur í mörg ár. Það eru Óli Palli, Sigrún Ósk, Gísli Einars- son, Haraldur Bjarnason, Magn- ús Þór Hafsteinsson, Hjört- ur Hjartarson og fleiri. Þá verð- ur þátturinn Rokkþing sem not- ið hefur mikilla vinsælda hjá þeim Jóni Allans og Tomma Rúnari. Eva Laufey Kjaran verður með matreiðsluþátt, Sturlaugur Stur- laugsson sér um þátt úr atvinnu- lífinu og ýmislegt fleira verður á dagskrá. Krakkarnir í 5. bekkj- um grunnskólanna í bænum verða með þætti og dagskráin hjá okk- ur verður mikið til léttmeti, tón- list og spjall. Svo eru það náttúr- lega auglýsingatímarnir en þaðan kemur fjáröflunin, tekjur af aug- lýsingasölu sem koma frá fyrir- tækjunum í bænum,“ segir Hjör- dís útvarpsstjóri. þá Stefnumótunarfundur um at- vinnumál sem hefur fengið heit- ið „Framtíð við Faxaflóa - sköpum 1000 störf,“ verður haldinn á veg- um atvinnu- og ferðamálanefnd- ar Akraneskaupstaðar laugardag- inn 30. nóvember í Tónbergi. Að sögn Ingibjargar Valdimarsdótt- ur formanns nefndarinnar hefur að undanförnu verið unnið að stefnu- mótun í atvinnu- og ferðamálum. Nefndin telur mjög mikilvægt að fá sem flesta hagsmunaaðila að þessari vinnu. Því ákvað atvinnu- og ferða- málanefnd að halda opinn stefnu- mótunarfund með íbúum og fyrir- tækjum bæjarins ásamt öllum þeim sem vilja hafa áhrif á hvert skuli stefna á næstu árum í atvinnumál- um. Fundurinn verður haldinn kl. 10-15 laugardaginn 30. nóvember í Tónbergi. Frumkvöðlar kynna sín fyrirtæki Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri er meðal þeirra sem hafa unnið að undirbúningi fundarins. Hún segir að hann verði fyrsti opni íbúafund- urinn í röð nokkurra sem munu bera yfirskriftina Framtíð við Faxaflóa. Í janúar verði síðan opinn íbúafund- ur um skipulagsmál í tengslum við Sementsverksmiðjureitinn. ,,Við höfum fengið Guðfinnu Bjarna- dóttur ráðgjafa og fyrrum rektor Háskólans í Reykjavík til liðs við okkur en hún mun stjórna stefnu- mótunarfundinum um atvinnu- mál,“ segir Regína. Guðfinna hef- ur margra ára reynslu af stefnumót- un, stjórnun og vinnu sem ráðgjafi fyrir fyrirtæki á Íslandi og í Banda- ríkjunum. Ragna Árnadóttir for- maður samráðsvettvangs um hag- sæld á Íslandi og aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar flytur opnunará- varpið á stefnumótunarfundinum í Tónbergi 30. nóv. Nokkrir frum- kvöðlar í atvinnulífinu á Akranesi munu síðan stíga á stokk og kynna sig og fyrirtækin sín. Þá mun Ás- björn Björgvinsson ráðgjafi, rekstr- arstjóri hjá Special Tours í Reykja- vík og formaður Ferðamálasamtaka Íslands kynna reynslu sína af upp- byggingu Hvalasafnsins á Húsavík, sem og þá möguleika sem Akranes kann að eiga í sjávartengdri ferða- þjónustu. Í framhaldinu verða pall- borðsumræður þar sem nokkrir að- ilar sem koma úr ólíkum áttum munu ræða helstu tækifæri Akra- ness í atvinnuuppbyggingu. Framtaksfólk frummæl- endur og í pallborði Frummælendur á ráðstefnunni um atvinnu og ferðamálin eru m.a. Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir sem fjallar um matarást, Rolf Há- kon Arnarson frá niðursuðuverk- smiðjunni Akraborg um fullvinnslu lifur, Ingólfur Árnason frá Skag- anum um mannauð, nýsköpun og markssetningu um allan heim, Ólöf Linda Ólafsdóttir fjallar um um- hverfið við Faxaflóa, Hlédís Sveins- dóttir um Akranes - markaðsbæ Ís- lands, Einar Gíslason frá Stál- félaginu um hönnun og laserskurð og einnig verða meðal frummæl- enda Ísólfur Haraldsson frá Vinum Hallarinnar og Pétur Þorleifsson í Norðanfiski. Í pallborði verða Anna Lydia Sigurðardóttir verkefnastjóri hjá Fosshótelum, Ólafur Adolfsson framkvæmdastjóri Apóteks Vestur- lands, Ólafur Páll Gunnarsson dag- skrárgerðarmaður hjá RÚV, Rak- el Óskarsdóttir fv. markaðsfulltrúi og Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Símans. ,,Á fundinum verður meðal ann- ars leitast við að svara spurningum um hvað bæjarfélagið geti gert til að styðja við atvinnurekendur á Akra- nesi og hvernig við getum fjölgað störfum,“ segir Ingibjörg Valdimars- dóttir formaður atvinnu- og ferða- málanefndar. Fyrirtækjum verður boðið að nýta kynningarborð sem verður í anddyri Tónbergs. Á fund- inum verða einnig fulltrúar Ný- sköpunarmiðstöðvar Íslands, At- vinnuráðgjafar SSV og Háskólans á Bifröst og taka þeir þátt í stefnu- mótunarvinnunni. Ingibjörg hvetur bæjarbúa til að taka þátt í fundinum en auk fyrirlestra verða settir af stað vinnuhópar undir stjórn fulltrúa í atvinnu- og ferðamálanefnd. þá Allar beinar veiðar á lúðu hafa ver- ið óheimilar í tæp tvö ár en óhjá- kvæmilega veiðist alltaf eitthvað af lúðu sem meðafli. Með nýrri reglu- gerð fær útgerð skips nú 20% af andvirði selds lúðuafla. Hingað til hefur verið kveðið á um að allt sölu- andvirði þeirrar lúðu sem kemur að landi skuli renna til rannsókna sam- kvæmt ákvæðum laga. Í tilkynningu frá ráðuneyti sjávarútvegs- og land- búnaðar segir að nýju reglunum sé ætlað að hvetja sjómenn og útgerð- ir að koma að landi með þá lúðu sem veiðist sem meðafli. Sé lúðan hins vegar lífvænleg skal umsvifa- laust sleppa henni, ýmist með því að skera á taum línunnar við línu- veiðar eða losa af krókum við hand- færa- og sjóstangveiðar. Þá skal við botnvörpuveiðar vera rist þar sem fiski er hleypt í móttöku en þannig má koma í veg fyrir að stórlúða ber- ist í móttöku skips. Rannsóknir sýna að lífslíkur lúðu sem sleppt er séu allgóðar og betri eftir því sem fiskurinn er stærri. Allur lúðuafli sem berst á land skal seldur á viðurkenndum uppboðs- markaði fyrir sjávarafurðir. Að und- anskildum þeim 20% sem renna til útgerðar og áhafnar skulu forráða- menn viðkomandi uppboðsmarkað- ar standa skil á andvirði hins selda afla að frádregnum hafnargjöldum og kostnaði við uppboðið og renn- ur sú fjárhæð til rannsókna. þá Krakkarnir í 5. bekk Brekkubæjarskóla og Grundaskóla eru eins og jafnan meðal dagskrárgerðarfólks í Útvarpi Akraness. Ljósm. ki. Jólaundirbúningurinn byrjar með Útvarpi Akraness Þessi mynd er úr safni Skessuhorns frá 2008 og sýnir áhöfnina á línubátnum Kristni SH landa tveimur 120 kílóa stórlúðum. Ljósm. af Útgerð fær nú fimmtung samkvæmt nýrri reglugerð um lúðuveiðar Framtíð við Faxaflóa - sköpum þúsund störf Stefnumótunarfundur um atvinnumál á Akranesi næstkomandi laugardag Unnið að framkvæmdum í nýju hverfunum á Akranesi. Ljósmynd Friðþjófur Helgason. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri. Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður atvinnu- og ferðamálanefndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.