Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 62

Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 25 gönguleiðir á Snæfellsnesi salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík Fjölbreyt tar göngulei ðir við allra hæfi Ný bók í þessum vinsæla bókaflokki Eftir Reyni Ingibjartsson Kort með fjölda örnefna, fylgir hverjum gönguhring, ásamt leiðarlýsingu og myndum af því sem fyrir augu ber. Snæfellsnes er meðal vinsælustu ferðamannastaða. Hér vísar Reynir okkur veginn að nokkrum fegurstu náttúruperlunum. Auglýst eftir umsóknum í Vaxtarsamning Vesturlands Vaxtarsamningur Vesturlands veitir styrki til nýsköpunar- og atvinnuþróunarverkefna á Vesturlandi. Á heimasíðu Vaxtarsamningsins www.vaxtarsamningur.is undir flipanum „Umsóknir“ er umsóknareyðublað og upplýsingar um reglur og viðmið varðandi styrkveitingar. Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið vaxtarsamningur@vaxtarsamningur.is en frestur til að skila umsóknum er til 9. desember 2013. S K E S S U H O R N 2 01 3 Fyrir fjórum árum réðst Ragn- ar Sigurðsson á Kirkjubóli í Hvít- ársíðu í að breyta fjósi og hlöðu í hótel sem stendur á bökkum Hvít- ár með fallega fjallasýn til Oks- ins og inn á jöklana, Eiríksjökul og Langjökul. Ragnar breytti fjós- inu í veitingasal og í hlöðunni inn- réttaði hann fimmtán vel búin her- bergi. Reksturinn leigði hann út en síðasta haust kom nýr hótelstjóri til starfa á Hótel Á, eins og hót- elið heitir einföldu nafni. Það er sonur Ragnars, Adam Breki Wey- wadt, sem aðeins er 19 ára gamall og án efa yngsti hótelstjóri lands- ins. Adam ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og er bjart- sýnn enda lofi bókanir fyrir næsta ár góðu. Þeir feðgar ætla meira að segja að brydda upp á ýmsu í vet- ur. Framundan hjá þeim er jóla- hlaðborð um miðjan desember. Að- spurðir segjast þeir vera að byrja að auglýsa það. „Við eigum allavega von á fólkinu úr sveitinni og von- andi líka einhverum hótelgestum,“ segir Adam Breki. Hálendið og jöklarnir trekkja Adam er stúdent frá Kvennaskól- anum í Reykjavík og segir að nám- ið þar komi sér vel í hótelstjóra- starfinu og við reksturinn á hótel- inu. „Ég reikna með að ég verði hér eiginlega í öllu. Yfir hávertíð- ina og þegar meira stendur til fáum við til okkar kokk. Ég á von á því að við verðum með um fimm manna starfslið næsta sumar,“ segir Adam. Blaðamaður ók fram Hvítársíðuna í engri umferð og vetrarríki. Því lá beint við að spyrja Adam, hvort hann hafi ekkert verið tvístígandi að koma heim og taka við hótel- stjórastarfinu? „Nei, hér hef ég ver- ið frá því ég var barn og hvergi er betra að vera. Ég vann með Matthí- asi Jóhannssyni matreiðslumanni sem var hér með reksturinn áður. Þannig að ég veit að hverju ég geng. Það eru hálendis- og jökla- ferðir sem trekkja fyrir hópa hing- að. Að langmestu leyti eru þetta hópar erlendra ferðamanna sem koma í gegnum ferðaskrifstofurnar. Síðasta sumar var ósköp lítið um Ís- lendinga.“ Verðlagningin mætti vera hóflegri Aðspurður segir Adam að það sem vanti sé að lengja ferðamannatím- ann. Hann hafi mikla trú á því að það gerist með tímanum. „Við erum með opið allt árið og veitum þá þjónustu sem óskað er. Núna í vetur höfum við til dæmis ver- ið með hádegismat fyrir hópa. Ég held við höfum mikla möguleika að höfða til hópa sem vilja koma hingað að vetrinum. Meðal annars í norðurljósaferðir sem eru sífellt að verða vinsælli. Hins vegar virðist verðlagningin víða í hótel- og veit- ingarekstrinum vera að stefna úr hófi. Við sjáum það bara í nýlegum kynningum. Okkur finnst það ekki alveg henta þeim sem eru jafnframt að glíma við það að lengja ferða- mannatímann og veita þjónustu allt árið.“ Adam segist una sér vel í Hvít- ársíðunni núna í vetur þótt kær- astan hans sé við nám í Reykja- vík. „Hérna er alltaf nóg að gera og enginn tími til að láta sér leið- ast, enda umhverfið alveg stórkost- legt,“ sagði Adam Breki að lokum, en hann segist stefna á nám í hótel- rekstri eða viðskiptafræði í framtíð- inni. þá Svipmynd úr veitingasalnum. Yngsti hótelstjóri landsins á Hótel Á í Hvítársíðu Hinn nítján ára Adam Breki Weywadt Ragnarsson hótelstjóri. Hótel Á stendur á bökkum Hvítár. Hér hefur fjósi og hlöðu verið breytt í veitingastað og hótel.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.