Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Blaðsíða 58

Skessuhorn - 27.11.2013, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Jón Ottesen er ungur maður úr Hvalfjarðarsveit sem hefur get- ið af sér gott orð sem rúnings- maður. Undanfarin sex ár hefur Íslandsmót í rúningi verið hald- ið á haustfagnaði Félags sauð- fjárbænda í Dalasýslu og hef- ur Jón fjórum sinnum tekið þátt. Hann hefur lent í úrslitum þrisv- ar sinnum. „Þetta snýst um hrað- ann og gæðin. Maður fær refsistig ef klippt er í þannig að blæði eða ef eitthvað er skilið eftir á kind- inni. Maður þarf því að gera þetta hratt og vel. Ég lenti í öðru sæti í haust en hef líka lent í þriðja sæti þannig að nú á maður bara eftir að prófa að verma fyrsta sætið. Þetta snýst aðallega um titilinn. Það eru alveg ágætis verðlaun í þessu en maður tekur fyrst og fremst þátt til að vera með og til að reyna að fá þennan titil,“ segir Jón í samtali við Skessuhorn. Fyrstu skrefin í rúningi lærði Jón hjá pabba sínum, sem er bóndi á Ytra-Hólmi í Hvalfjarðarsveit. Hann byrjaði að rýja fyrir alvöru þegar hann var sextán ára. „Ég er búinn að hafa áhuga á þessu síð- an ég man eftir mér. Ég hékk utan í rúningsmönnum sem krakki en Julio Caesar Gutierrez, sem hef- ur oftast orðið Íslandsmeistari í íþróttinni, kenndi mér handtök- in. Hann kenndi mér skemmti- lega aðferð og er góður kennari og besti rúningsmaður landsins. Það má segja að ég hafi verið fastur í þessu síðan.“ Bognir í baki allan daginn En það er ákveðin kúnst að rýja kindur og ekki eru allir færir um það. „Þetta snýst um að kunna réttu handtökin. Það eru ekki all- ir sem geta þetta. Það þarf að læra að beita sér rétt því annars end- ist maður ekkert í þessu. Þetta er hörk upuð, menn eru bognir í baki allan daginn við þetta. Það er vöntun á rúningsmönnum á Ís- landi í dag. Bretar komu hingað nokkur ár í röð en eru nú hættir að koma. Þannig að nú hafa rúmlega tíu þúsund kindur dreifst á okkur hina. Fæstir taka þetta að sér nema það sé dregið í þá, því rollurnar eru það þungar,“ útskýrir Jón fyrir blaðamanninum sem lítið veit um rúning. „Ég prófaði reyndar nýja tækni nýlega, svokallaða rúnings- rólu. Það er algjör bylting því það léttir svo á bakinu,“ heldur hann áfram. Jón er í dag svokallaður kvöld- rúningsmaður. Hann vinnur á Skipanesi á daginn en fer svo að rýja á kvöldin. „Ég klippi um þrjú til fjögur þúsund kindur á vertíð- inni, það er góður dagur ef maður nær 25 kindum á tímanum. Bænd- ur eru aðeins að gera þetta sjálfir því það vantar fleiri rúningsmenn og ég afþakkaði til dæmis þús- und kindur á þessari vertíð,“ seg- ir Jón. Vertíðin sem um ræðir er frá miðjum október fram í miðj- an desember og aftur í febrúar til mars, apríl. Þá er seinni rúningur og tekið svokallað „snoð“ en það er verðlítil ull sem samt þarf að fjarlægja til að hin ullin haldi verð- gildi sínu. Aldrei langað að verða annað en bóndi Jón er alinn fæddur og uppalinn í Hvalfjarðarsveit. Hann hefur allt- af verið sveitastrákur og á kindur þar sjálfur. Hann flutti um tíma á Akranes en er kominn aftur í sveit- ina, þar vill hann helst vera. „Ég er í sveitastörfum allt árið um kring. Ég sé um að smala fyrir Skógrækt- ina í Skorradal og bý þar á haustin þegar ég er ekki að rýja. Pabbi er svo með átta til níuhundruð fjár og ég er líka að hjálpa honum,“ seg- ir hann. Áhugasvið hans liggur að mestu leyti í sveitastörfunum og hefur hann mikla ánægju af þeim. „Það má segja að landbúnaðarstörf séu mitt áhugamál. Ég er einnig í hestamennskunni. Ég fer með vin- unum í reiðtúra og svo rýjum við saman. Framtíðarplönin eru að finna mér jörð og byrja að búa. Það hefur alla tíð verið planið, mig hefur aldrei langað að verða annað en bóndi,“ segir Jón Ottesen, rún- ingsmaður með meiru. grþ Í Japan, landi hinnar rísandi sólar, dvelur Skagastelpan Villimey Sig- urbjörnsdóttir. Þar stundar hún nám við Fukuoka Women‘s Uni- versity í Fukuoka héraðinu á eyj- unni Kyushu í suðurhluta lands- ins. Villimey er þar sem skiptinemi frá Háskóla Íslands en hún leggur stund á framhaldsnám í þýðingar- fræði og er draumur hennar sá að kynna Íslendingum japanska bók- menntamenningu með þýðing- um þarlendra verka yfir á íslensku. Áður hafði hún lokið BA prófi frá HÍ í japönsku máli og menningu en hluta af náminu, veturinn 2010- 2011, dvaldi hún í Tokyo, höfuð- borg Japans, sem skiptinemi ásamt eiginmanni sínum, Borgnesingnum Gunnari Aðils Tryggvasyni. Dvöl þeirra varð sérstaklega eftirminni- leg þar sem þau upplifðu jarð- skjálftann ógurlega sem skók Japan í mars 2011 og olli m.a. gríðarlegri eyðileggingu sökum flóðs. Villimey hefur því ýmsu kynnst í Japansför- um sínum. Háskólinn í Fukuoka fær góða einkunn að mati Villimeyjar. Hún segist kunna vel við sig í skólanum sem er kvennaskóli. „Það er voða- lega sérstakt að vera í kvennahá- skóla; það eru bara stelpur þarna og maður sér ekki stráka nema við sérstök tilefni, eins og skólahátíð- ir. Heimavistin er hins vegar mjög fín. Hún er staðsett á skólasvæð- inu, þannig að maður þarf ekki að ferðast langt til þess að komast í Jón tók blaðamann með sér í fjárhúsin til að sýna honum réttu handtökin. Ungur rúningsmaður sem lærði af þeim besta Jón Ottesen rúningsmaður, lítur upp frá störfum. Vill kynna Íslendingum japanska bókmenntamenningu skólann. Skipulagið á heimavist- inni er þannig að ég bý í íbúð með þremur öðrum japönskum stelp- um sem eru allar á fyrsta ári og það er ekki síst gott af því að það býr til möguleika til þess að tala á jap- önsku heimavið,“ segir hún en bæt- ir við að skólinn sé kannski full langt frá miðbænum þar sem mesta lífið sé. Virðing í fyrirrúmi Námið segir hún vera krefjandi og áhugavert. „Við í skiptinema- prógramminu þurfum að velja okk- ur verkefni varðandi Japan, sem við þurfum síðan halda fyrirlestur um í lok annarinnar. Ég ákvað að verk- efnið mitt yrði að þýða japanska barnabók yfir á ensku og íslensku, sem er góð æfing fyrir mig þar sem ég ætla mér að gera svipað verkefni í meistararitgerðinni minni þegar ég kem heim í ágúst á næst ári.“ Spurð um mannlífið í Japan og menningu þjóðarinnar svarar Villi- mey því til að þar sé að finna frem- ur einsleita þjóð. „Á Íslandi eru til allar gerðir af fólki en í Japan er fólkið fremur einsleitt. Japanir eru líka pínu feimnir við útlendinga og er voðalega sjaldgæft að þeir gangi upp að útlendingum og hefji sam- ræður við þá. Það er pínu leiðin- legt því það skapar ekki mörg tæki- færi fyrir fólk eins og mig til þess að nota japönskuna.“ Ýmislegt er þó af Japönum að læra að hennar mati. „Ég held að við gætum lært margt af þeim, t.d. í sambandi við virð- ingu og tillitssemi. Japanir eru mjög duglegir að sýna þeim sem eldri eru virðingu og svo er sterk tilhneiging til að sýna fólki í næsta þjóðfélags- þrepi fyrir ofan mikla virðingu. Síðan er áberandi að krakkar sýni eldri borgurum virðingu, eitthvað sem ég sé varla á Íslandi.“ Þýðir barna- og ung- lingabækur Um núverandi þekkingu sína á Jap- önsku máli telur hún að hún sé í ágætis ásigkomulagi og í stöðugri eflingu. „Ég myndi segja að það gangi bara fínt að læra tungumál- ið. BA námið hjálpar vitaskuld mik- ið og sömuleiðis vera mín í Tokyo fyrir tveimur árum. Í augnablik- inu er ég hins vegar að rifja upp það sem ég tileinkaði mér þá og geng- ur upprifjunin vel. Ég vona samt að mér eigi eftir að ganga betur núna með tungumálið, vegna þess að ég ætla mér að taka stöðupróf í tungu- málinu í júlí. Þá er markmiðið að standast svokallað N2 stig sem er næst efsta þekkingarstigið í tungu- málinu,“ segir hún. „Tungumálagetan mín er þó ekki það góð að ég geti þýtt klassísku verkin yfir á íslensku, allavega ekki á næstunni. Þannig verður íslenska þjóðin að sætta sig við japanskar barna- og unglingabækur frá mér í bili,“ segir Villimey í léttum tón að lokum. hlh Með japönskum súmóglímukappa. Þar sem Villimey var með kvef þegar hún hitti kappann var hún með grímu en í Japan er til siðs að kvefað fólk sé með grímu af tillitssemi við aðra. Villimey (t.v.) bregður á leik með vinkonum sínum, þeim Egle Rimkunaite frá Litháen og Kelly de Coster frá Belgíu að loknum kvöldverði í Japan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.