Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Blaðsíða 78

Skessuhorn - 27.11.2013, Blaðsíða 78
78 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Nafn: Halldór Jónsson Starfsheiti/fyrirtæki: Fjármála- stjóri Omnis ehf. Fjölskylduhagir/búseta: Kvænt- ur Dagrúnu Dagbjartsdóttur. Við eigum fimm börn og búum ásamt tveimur þeirra á Akranesi. Áhugamál: Ég hef áhuga á öllu sem gefur lífinu lit. Áhugamálin hafa í seinni tíð litast af því sem börnin hafa tekið sér fyrir hendur. Með góða bók í hönd eru mér allir vegir færir og ekki líður mér verr þegar ég er í essinu mínu í eldhús- inu, með réttan drykk í seilingar- fjarlægð og von er á góðum gest- um. Föstudagurinn 22. nóvember Vinnudagurinn byrjar yfirleitt skömmu fyrir átta á morgnana. Það fyrsta sem ég geri er að fara yfir sölumál gærdagsins og koma reikningum rétta leið í innheimtu. Um kl.10 var ég að lesa yfir samn- ing sem er í burðarliðnum við nýj- an viðskiptavin í þjónustu. Þeim hefur fjölgað að undanförnu bæði stórum og smáum á mörgum stöð- um á landinu enda á tölvuþjónusta sér engin landamæri. Þó það hljómi eins og hver önn- ur lygasaga hjá þeim er útlit mitt þekkja þá tek ég mér eiginlega aldrei matarhlé í hádeginu. Ég bara nenni því sjaldnast. Ég skaust hins vegar til nágranna okkar í Krónunni og fékk mér smálegt í gogginn. Omnis rekur umboð TM á Akra- nesi og í Borgarnesi. Að sinna málefnum TM er hluti af mín- um störfum og þar höfum við ver- ið að sækja á. Klukkan tvö var ég einmitt að sinna þörfum eins af okkar ágætu nýju viðskiptavin- um í tryggingamálum. Hann er ánægður með vistaskiptin og með öll sín tryggingamál í réttu horfi. Ef hann verður fyrir tjóni þá fær hann það bætt. Það síðasta sem ég gerði í vinnunni var að svara nokkrum tölvupóst- um og láta samstarfsmenn mína vita af því að ég væri á leið vest- ur á firði í frí til þess að vera við- staddur skírn nýjasta barnabarns- ins. Vinnudeginum á vinnustað lauk skömmu eftir klukkan sex síðdegis. Starfið er mjög fjölþætt og því eru engir tveir dagar eins að und- anskyldum morgunverkunum. Hefðbundinn vinnudagur er því ekki til sem betur fer. Það sem stendur uppúr eftir þennan vinnu- dag er sá kraftur sem er í starfs- mönnum okkar á öllum stöðum. Ég hóf störf sem fjármálastjóri Omnis fyrir rúmum fimm árum síðan. Ég hef verið í stjórnunar- störfum í rekstri fyrirtækja með litlum hléum í bráðum þrjá ára- tugi og hef enga trú á því að það breytist næstu árin. Framtíðin er því hjá Omnis. Með aldri og þroska verður mað- ur jarðbundnari og orðinn kannski of jarðbundinn. Því fylgir líka að það er fátt sem kemur manni úr jafnvægi. Maður mætir því hverj- um degi af jafnlyndi. Störf eins og ég vinn hafa breyst í áranna rás vegna tæknifram- fara. Flest er það til góðs gert og til bóta en tæknin eltir mann uppi og vinnan fylgir farsímanum í dag. Vinnan getur því farið fram hve- nær sem er og hvar sem er. Áður var erfiðara að hafa uppá mönnum þegar vinnudegi var lokið og því minna áreiti. Að hluta til er þetta vinnulag auðvitað sjálfskapað. Samskiptin eru orðin auðveldari en áður en um leið hafa þau orð- ið rafrænni. Því hittir maður fólk sjaldnar í eigin persónu en áður var og það er ekki alltaf til bóta. Maður er jú manns gaman. Dag ur í lífi... Fjármálastjóra Í hópi ungs fólks sem hefur hald- ið tryggð við sína heimabyggð og ætlar að eiga heima í Borgarfirði er Sigrún Elíasdóttir á Ferjubakka IV. Sigrún byggði þar íbúðarhús ásamt manni sínum Ívari Erni Reynis- syni árið 2005. „Einhvern veginn var hugsunin hjá mér alltaf sú að hér ætti ég heima, þótt ég dveldi um tíma við nám í Reykjavík. Við kenndum síðan í tvö ár vestur á Þingeyri en stefnan var samt alltaf að koma heim,“ segir Sigrún sem er sagnfræðingur að mennt. Þessa dagana er að koma út bók sem hún hefur skrifað um afa sinn Jóhann- es Arason frá Seljalandi í Kolla- firði á Barðaströnd. Jóhannes lifði breytilega tíma og varð á efri árum þjóðþekktur sem helsti torf- og grjóthleðslumaður landsins. „Afi var áhugaverður maður og heyrði ég margt af honum. Mér fannst það merkilegt að hann skildi fæð- ast í torfbæ og búa við mjög frum- stæð skilyrði fram undir þrítugt. Ég hreifst af þessum ólíku aðstæð- Bregður upp aldarspegli í bók um afa sinn um sem hann kynntist á lífsleiðinni, en seinasta hluta ævinnar bjó hann í Breiðholtinu í Reykjavík. Þar fór hann í gön guferðir og ferðaðist með strætó um borgina. Hann var mjög jákvæður að tileinka sér nú- tíma þægindi og tók þeim eins og sjálfsögðum hlut. Það fannst mér magnað með tilliti til hvað þau eru gjörólík því sem hann kynntist í uppvextinum. Mig langaði m.a. að tefla saman þessum andstæðum í sögu um hann.“ Kallar hann mig – kallar hann þig Bókin um Jóhannes Arason sem er kenndur við Seljaland í Kollafirði og einnig Múla í sömu sveit heit- ir: Kallar hann mig - kallar hann þig. Hún er 270 blaðsíður, prýdd fjölda mynda. „Ég heyrði hann oft fara með þessar ljóðlínur sem eru í ljóðinu Áfangar eftir Jón Helga- son. Þetta er frekar óhefðbundin söguritun hjá mér. Auk þess sem ég byggi á eigin kynnum sem barna- barn spjallaði ég við mikinn fjölda fólks sem kynntist honum, bæði ættingja og sveitunga. Annar hver kafli í bókinni er síðan mín sviðsetn- ing á hans lífi þar sem ég leyfi mér að láta hugann reika, enda hafði ég þar heillega beinagrind að sögu,“ segir Sigrún. Jóhannes Arason afi hennar var lengst af sauðfjárbóndi í Múla. Hann var þekktur fyrir verk- þekkingu við torf- og grjóthleðslu. Þegar hann hætti búskap í kringum sextugt var haft samband við hann frá stjórnendum Þjóðminjasafns- ins. Jóhannes vann síðan að lagfær- ingum og endurbótum á torfbæj- um í eigu safnsins, bæði í Árbæjar- safni í Reykjavík og þeim sem til- heyrðu söfnum á Norðurlandi. Auk þess kenndi hann þeim yngri hand- verkið. Meðal annars unnu með Jó- hannesi Ari sonur hans og Unn- steinn Elíasson bróðir Sigrúnar. Hundrað ára minning Bókin um Jóhannes Arason kemur út um það leyti sem 100 ár eru lið- in frá fæðingu hans, en hann fædd- ist 1913. „Þetta er ekki grobbsaga, segir bara frá lífinu eins og það var. Það er ekkert verið að fegra hlut- ina og færa þá til betri vegar eins og stundum er tilhneiging til, ekki síst þegar skrifað er um stjórn- málamenn eða þeir skrifa um sjálfa sig,“ segir Sigrún og brosir. Hún lauk mastersprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands vorið 2012. Hún fjallaði í meistararitgerðinni um þá þróunaraðstoð sem Íslending- ar þáðu frá Bandaríkjamönnum eftir seinna stríð og er kennd við Marshall - áætlunina. Sigrún seg- ist að mestu sinna handverki þessa dagana, auk þess að vera dýrahirð- ir nokkurra kinda, kanína og hæna á Ferjubakka. Einnig segir hún í bí- gerð að vinna að efni fyrir Náms- gagnastofnun. Ívar Örn Reynis- son maður Sigrúnar er kennari við Menntaskóla Borgarfjarðar og sam- an eiga þau tvo syni, tveggja og sjö ára gamla. þá Textabrot úr bókinni „...en Jóa litla þótti langt að bíða eftir bróður, hélt að Mundi hefði ekki fundið kindurnar og pabbi þeirra myndi skamma þá, hann hefði týnst í þokunni eða eitthvað komið fyrir hann. Jóhannes tók því að biðja til guðs um að senda Munda ómeiddan til sín strax aftur. En ekki þótti honum það bera mikinn árangur því enginn kom. Enda hefur guð ekkert tímaskyn, fyrir honum eru þúsund ár sem einn dagur og því ekki við miklu að bú- ast.“ Aftan á bókarkápu stendur: Í bók sinni Kallar hann mig, kallar hann þig fjallar sagnfræðingurinn Sigrún Elíasdóttir um líf og störf afa síns, al- þýðumannsins/torfhleðslumannsins Jóhannesar Arasonar frá Seljalandi í Gufudalssveit. Söguhetja bókarinnar fæddist í torfbæ árið 1913 og lést á reykvískri sjúkrastofnun 96 árum síðar, árið 2009. Æviskeið Jóhannes- ar spannar því einhverja mestu umbrotatíma Íslandssögunnar. Sigrún byggir bók sína jöfnum höndum á eigin minningum og sviðsetningum úr æsku afa síns. Úr verður heillandi frásögn sem brúar bilið á milli gamla og nýja tímans. Kallar hann mig, kallar hann þig er dýrmætur aldarfars- spegill nú á tímum aukinnar sjálfsskoðunar okkar Íslendinga. Sigrún ásamt sonum sínum í sveitasælunni. Sigrún Elíasdóttir safnfræðingur á Ferjubakka IV. Höfundurinn ung með Jóhannesi afa sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.