Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Qupperneq 72

Skessuhorn - 27.11.2013, Qupperneq 72
72 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Hún syndir á móti straumnum. Þegar íslenska þjóðin var í þann veginn að missa allar hömlur í æð- isgenginni bólumyndun hagkerfis- ins í aðdraganda hrunsins flutti hún úr landi í mótmælaskyni og sett- ist að í Danmörku. Hún vildi ekki búa við stöðugt geggjaðra lífsgæða- kapplaup hér á landi. Síðan þeg- ar kreppan var orðin að staðreynd heima á Íslandi, veislan búin, þá tók hún sig upp með börnum sínum og flutti heim til Íslands, þvert á ráð vina og vandamanna sem töldu að hér væri fátt að sækja. „Mig vantaði að tilheyra samfé- lagi. Ég var búin að vera með mikla heimþrá í tvö ár. Ég er elst af systk- inum mínum og þegar þau fóru að eldast og verða fullorðin og eignast börn þá sá ég að ég var að missa af svo miklu. Börnin mín þekktu held- ur ekki ömmu sína og afa, frænda og frænkur. Mig langaði til að þau fengju að upplifa eitthvað af ís- lenskum barndómi, hvernig það er að búa á Íslandi og hvernig samfé- lagið hér er. Það er svolítið ólíkt því danska,“ segir Kolbrún Pálsdóttir. Hún flutti síðasta sumar aftur heim til Íslands ásamt þremur börnum sínum eftir að hafa búið í tíu ár í Danmörku. Stórt stökk heim til Íslands Það var stór ákvörðun hjá Kol- brúnu og börnum hennar að flytja aftur heim til Íslands á þeim tíma sem umræðan er mikil um að fólk flytji frá Íslandi vegna efnahags- örðugleika og atvinnuleysis. „Ég var með það í huga að flytja á Pat- reksfjörð, á Akranes eða til Hellis- sands. Ég á marga ættingja á Pat- reksfirði. Afi sona minna og faðir þeirra býr á Skaganum og þaðan er stutt til Reykjavíkur. Ég valdi hins vegar síðasta kostinn, að fara alla leið heim í Snæfellsbæ og á Hell- issand. Ég hafði alltaf haldið sam- bandi við fólk hér á meðan ég bjó í Danmörku. Skyldfólk og vinir réðu mér frá því að flytja aftur heim til Íslands. Jafnvel nánustu ættingjar höfðu miklar efasemdir og sögðu við mig að þetta væri ekki nógu gott hérna á Íslandi. Ég skil mjög vel þau sjónarmið. Á hinn bóginn var það svo ein besta vinkona mín til margra ára hér heima á Íslandi sem hvatti mig og studdi með ráð- um og dáð við að snúa aftur heim. Þegar ég var að vega þetta og meta horfði ég meðal annars til þess að það munar auðvitað um að velferð- in úti er miklu betri en hér. Það skiptir máli fyrir barnafólk. Í Dan- mörku er öll tannlæknaþjónusta fyrir börn til dæmis ókeypis til 18 ára aldurs. Þar er skólatannlækna- kerfi, það er fylgst með tannheilsu barnanna af tannlæknum í skólatím- anum. Öll læknisþjónusta barnanna kostar ekki neitt. Ég hugsa oft til þess að eldri drengurinn minn fékk skæða veirusýkingu þegar hann var lítill og þurfti í mörg ár á læknis- þjónustu að halda. Sá yngri veikt- ist einnig og þurfti að vera nokkra mánuði á sjúkrahúsi. Hefði maður búið hér á Íslandi þá hefði maður farið á hausinn út af kostnaðinum en í Danmörku var allt greitt.“ Lærdómsrík dvöl í Danmörku Kolbrún bjó fyrstu fimm æviárin á Patreksfirði. Síðan flutti fjölskylda hennar til Hellissands þar sem hún ólst upp. Síðar bjó hún í Ólafsvík áður en leiðin lá út til Danmerkur. „Ég og þáverandi maðurinn minn fluttum út með tvö börn til Dan- merkur árið 2003. Það var sérstak- lega ég sem vildi flytja úr landi. Ég hafði fengið nóg af lífsgæðakapp- hlaupinu hér á Íslandi. Mér fannst ég ekki hafa efni á að búa í þessu þjóðfélagi þar sem fólk kepptist um hver ætti flottara sjónvarp eða í hvaða merkjafötum börnin færu í á leikskólann. Ég fann mig ekki í þessu. Þetta var ekki ég. Við áttum hús og bíl í Ólafsvík en seldum allt og fórum út með restina af okkar dóti á tveimur vörubrettum,“ seg- ir Kolbrún þar sem hún rekur sögu sína. Hún er reynslunni ríkari eftir dvölina í Danaríki. „Við settumst að í Árhúsum. Þar vann ég við þrif til að byrja með og hafði áætlan- ir um að fara í sjúkraliðanám. Það hafði verið mælt með því við mig því það var hægt að stunda nám- ið og vera á fullum launum. Áður en til þessa kom opnuðust þó aðr- ir möguleikar. Ég fór að vinna hjá skartgripasmið sem bjó í grennd við okkur. Auk þess vann ég hjá póst- þjónustunni í Danmörku og vann síðan og stundaði nám í kjötiðnaði. Síðan fékk ég þá hugmynd eftir að hafa komið í heimsókn til Íslands eftir sex ára búsetu erlendis að fara að auglýsa landið í Danmörku. Fá Dani til að ferðast hingað og skoða landið. Augu mín höfðu opnast fyr- ir fegurð þess þegar ég hafði búið um árabil í Danmörku og sá fossinn fyrir ofan Ólafsvík. Þá sá ég hann allt í einu með augum útlendinga. Ég hafði búið í efstu blokkinni í Ólafsvík þegar ég átti heima þar og með fossinn á bak við mig en aldrei gefið honum neinn gaum. Danir sem ég var með urðu mjög hrifin af fossinum og þá skildi ég þetta. Ég stofnaði fyrirtæki upp úr engu úti í Danmörku og hóf að bóka ferðir til Íslands. Það er til ennþá. Ég vann í því með grafískum hönnuði úti sem hjálpaði mér að byggja upp heima- síðu og annað sem þurfti og starfaði með mér í þessu. Þegar ég flutti svo heim til Íslands þá tók hann við fyr- irtækinu og rekur það enn.“ Kolbrún hefur þó ekki látið deig- an síga í netmiðluninni. Hún held- ur úti síðunni „Hugmyndabanki Kollu“ á Facebook. Aðdáendur þar eru alls sjö þúsund talsins og fjölg- ar hratt. Kostir og gallar á báðum löndum Kolbrún viðurkennir að það kunni að hljóma undarlega að hún flytji heim þegar allt sé farið að ganga henni í haginn úti í Danmörku. „Já. Ég hafði alla möguleika úti. Og jú, ég fór á sínum tíma út til að kom- ast burt frá þessu lífsgæðakapp- hlaupi. Samt er það svo undarlegt að nú þegar ég er snúin aftur þá finnst mér, þrátt fyrir allt kreppu- tal, að þetta kapphlaup sem ég vildi komast frá á Íslandi sé hér enn á fullu skriði. Það er líka að blásast út þenslubóla í Danmörku með til- heyrandi skuldasöfnun og öllu öðru sem fylgir. Ég spyr mig hvort ég sé tilbúin að fara í þennan pakka aftur? Ég er komin á upphafspunktinn og mæti á vissan hátt aftur því sem ég vildi komast frá fyrir tíu árum. En mig langaði til að geta farið út í búð og þekkja sjötíu, áttatíu prósent af fólkinu, fara út og labba og þekkja þá sem ég sæi á ferli. Vera innan um mitt fólk og veita börnunum mín- um möguleika á því líka. Þess vegna er ég komin heim.“ Ísland hefur sína kosti og galla, alveg eins og Danmörk. „Mér finnst ekkert dýrara að lifa á Íslandi. Auð- vitað fer þetta eftir því hvernig mað- ur hegðar sér og forgangsraðar. Ég starfa í matvöruversluninni í Rifi og fylgist því glöggt með vöruverði. Að sjálfsögðu er auðveldara að kom- ast í lágvöruverslanir í Danmörku en mér finnst þetta ekki endilega skipta sköpum. Annars finnst mér Íslendingar lifa miklu óhollara en Danir. Hér borðar fólk mikið af kexi og drekkur gos með mat eða borðar snakk. Í Danmörku er þetta bara kannski einu sinni í viku. Þar þekkist ekki að drekka gosdrykki með matnum á þriðjudegi. Danir lifa ekki svona. Danir eru líka mjög skipulagðir. Þú ferð ekkert í kaffi í heimahúsum þar nema það sé búið að bóka það helst mörgum vikum áður. Það vantar alla hvatvísi í Dan- ina. En þeir hafa þó kennt mér það að vera skipulögð. Ég er orðin hálf- gert skipulagsfrík enda undirbjó ég það vandlega þegar við fluttum heim í sumar.“ Heimkoman hefur gengið vel Heimflutningurinn til Íslands gekk vel þrátt fyrir allt. Fjölskyldan hef- ur á stuttum tíma náð góðri fót- festu heima á Hellissandi. Skömmu eftir að Kolbrún kom heim hitti hún gamlan vin frá árunum á Ís- landi. „Hann heitir Guðjón Hrann- ar Björnsson. Þegar ég bjó á Íslandi áður þá höfðum við verið rétt mál- kunnug þegar við störfuðum saman í björgunarsveitinni hér. Nú þegar við hittumst á ný rúmum tíu árum seinna kolféllum við hvort fyrir öðru og búum saman hér á Hell- issandi í dag. Hann þarf stundum að sætta sig við að búa á heimili þar sem fólk grípur til dönskunnar. Krakkarnir voru auðvitað altalandi á dönsku þegar við fluttum heim. Strákarnir tala enn dönsku í bland við íslensku hér inni á heimilinu en dóttirin, sem er elst, er mjög góð í íslenskunni. Synirnir eru þó að ná sífellt betri tökum á íslenskunni. Sá yngri, Dominic Einar, talaði ekki málið þegar við fluttum til Íslands þó hann skildi það þegar talað var. Báðir hafa tilhneigingu til að tala dönsku við mig hér heima.“ Dominic Einar er í grunnskólan- um á Hellissandi en eldri bróðirinn Alexander Teitur sækir skóla í Ólafs- vík. Særós Freyja sem er elst systk- inanna stundar svo nám við Fjöl- brautaskóla Snæfellinga í Grundar- firði. Kolbrún segir að það sé hald- ið mjög vel utan um börnin í grunn- skólum Snæfellsbæjar. „Þeim leið- ist ekki hér. Frelsið er miklu meira hérna á Íslandi. Hér geta þau far- ið út og leikið eða fengið vini sína í heimsókn. Samfélagið hér er örugg- ara. Ég þarf eiginlega sjálf að venja mig af því að fylgjast með þeim eins og ég gerði í Danmörku. Þau eru á sama tíma í mjög góðu sambandi við vini í sína í Danmörku. Nútíma tölvutækni leyfir slíkt. Þau tala við danska vini sína daglega.“ Kolbrún hefur sjálf náð að að- lagast Íslandi á ný þó viðbrigð- in séu vissulega mikil að skipta um umhverfi frá Árhúsum til Hellis- sands. „Ég er annar af tveimur um- sjónarmönnum yfir unglingadeild- inni í björgunarsveitinni. Ég var í henni þegar ég bjó á Íslandi áður og ákvað að ganga í hana aftur nú þegar ég flytti heim. Svo gekk ég Lionsklúbbinn. Það er oft svo mik- il neikvæðni í fólki, það kvartar yfir því að ekkert sé að gerast eða við að vera, það vilji flytja og fara úr landi og áfram má telja. Málið er bara að það er fullt að gera hérna ef maður bara vill. Hér er kvenfélag og Lions fyrir konurnar, það er björgunar- sveit, íþróttir og svo framvegis. Það er allt til alls hér á svæðinu.“ mþh Kolbrún Pálsdóttir starfar í versluninni og gistihúsinu Virkinu í Rifi. Í frístundum heldur hún meðal annars úti mjög vinsælli síðu á Facebook sem ber heitið „Hug- myndabanki Kollu“. Þar er sjón sögu ríkari. Flutti heim á Hellissand eftir tíu ár í Danmörku Kolbrún Pálsdóttir með börnum sínum heima á Hellissandi. Frá vinstri: Alexander Teitur Valdimarsson 12 ára, Kolbrún sem verður 34 ára 13. desember, Dominic Einar Valdimarsson 8 ára og Særós Freyja Guðnadóttir 16 ára.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.