Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Blaðsíða 74

Skessuhorn - 27.11.2013, Blaðsíða 74
74 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Kristín Sigurjónsdóttir býr á Kirkjubóli í Hvalfjarðarsveit. Yngst sjö systkina. Hún spilar á fiðlu, píanó og syngur eins og engill. Ásamt því að vera í bæði Kammerkór Akraness og Kór Akraneskirkju stefnir hún á að ljúka hjúkrunarfræðinámi næsta vor. Blaðamaður ræddi við þessa ungu og athafnasömu konu. Kristín hóf að læra á fiðlu aðeins sex ára að aldri í Tónlistarskóla Akraness. „Ég ætlaði upphaflega að læra á pípuorgel. En mér fannst ómögulegt að þurfa fyrst að læra á píanó svo ég hætti snarlega við,“ segir Kristín. Eftir svolitlar vanga- veltur um hvaða hljóðfæri hentaði best, stóð fiðlan að lokum upp úr. „Í fyrsta fiðlutímanum var ég svo stressuð að ég ældi á kennarann. Í nær öllum tímum fram að jól- um kinkaði ég bara kolli en sagði aldrei orð. Það var ekki fyrr en í seinasta tímanum fyrir jól að ég bauð gleðileg jól í lok tímans því annað fannst mér dónaskapur. Ég held að kennarinn hafi verið hálf hissa á að ég kynni að tala,“ seg- ir Kristín og hlær við endurminn- inguna. Kóræfing eins og hin besta afslöppun Kristín tilheyrði Þjóðlagasveit Toska undir stjórn Ragnars Skúla- sonar í mörg ár og hefur sungið í kór frá ellefu ára aldri. „Ég söng með kirkjukórnum í Innri-Akra- neshreppi frá ellefu til fimmtán ára. Svo þótti mér ekki nógu töff að syngja í kór þannig að ég hætti. Það varði þó ekki lengi því sextán ára bauðst mér að syngja með Kór Akraneskirkju. Ég byrjaði því aft- ur í kór og sé ekki eftir því. Kóræf- ingar eru eins og hin besta afslöpp- un,“ segir Kristín sem er fengin til að syngja og spila við ýmis til- efni. Spurð hvaðan sönghæfileik- arnir koma svarar hún: „Mamma er búin að syngja með kórnum í sveitinni síðan 1963. Pabbi söng ekki beint en hann bommaði þegar hann vann og söng dæræræ,“ seg- ir Kristín. Hún er dóttir Kristín- ar Marísdóttur og Sigurjóns Guð- mundssonar á Kirkjubóli. Sigur- jón er nú látinn. Einmanaleg sinfónía Eftir stúdentspróf kenndi Krist- ín í fimm ár við Tónlistarskólann á Akranesi. Hún ákvað þá að láta draum rætast og læra hjúkrun. „Ég var alltaf með það á bak við eyrun að læra eitthvað annað en tónlistina og þótti mér sinfóní- an of einmanaleg tilhugsun. Mér fannst hjúkrunin vera eðlilegt framhald af lífinu,“ segir Krist- ín sem starfar nú á Landspítalan- um og mun útskrifast sem hjúkr- unarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri næsta vor. Spilar fyrir leynifélögin Kristín tilheyrir ýmsum og mis- stórum hljómsveitum og er einn félaga harmonikkuunnenda á Vesturlandi. „Ég æfði með harm- onikkuunnendum Vesturlands og fór með þeim á landsmót þrátt fyrir að spila ekki á harmonikku heldur fiðlu,“ segir Kristín og brosir. „Svo er ég í tríóinu BAK, þorrablótsbandinu Hart í bak og bandi sem nefnist Sveitin milli stranda. Sú sveit spilar í afmæl- um og fyrir Oddfellow, frímúr- ara og þessi helstu leynifélög,“ segir Kristín sem hefur gaman af öllu sem við kemur spilamennsk- unni. Þegar pabbi bjargaði jólunum Það má segja að aðventan og jól- in séu tími tónlistarmannsins. „Á aðventunni voru börnin í sveit- inni látin syngja í kór og halda á kertum. Það kviknaði auðvitað í hári svona annað hvert ár,“ seg- ir Kristín og hlær. „Ég man líka ein jól sem gleymdist að kaupa jólatré heima. Pabbi snaraði sér út og gróf upp grenitré sem hann stakk í olíutunnu og kom með inn í hús. Þegar jólin voru lið- in, gróðursetti hann tréð aftur og það stendur enn, fimm metra hátt,“ segir Kristín og brosir. Hún mun syngja sig inn í hjörtu sjúklinga, næstkomandi aðfanga- dagskvöld, á hjarta,- lungna- og augnskurðdeild Landspítalans. Brynh. Stef. Við hittum Ægi Þór Þórsson í húsakynnum björgunarsveitar- innar Lífsbjargar í Rifi. Þar sit- ur hann niðursokkinn yfir tveim- ur litlum boxum sem inninhalda einhvers konar rafeindabún- að. „Þetta eru stýringarnar fyr- ir flugeldasýningarnar,“ útskýrir hann. „Nú fer flugeldatímabilið að renna upp hjá björgunarsveit- inni og þá er eins gott að þetta sé í lagi.“ Að starfa í björgunarsveit er nokkuð sem Ægi er í blóð borið. „Ég fæddist í Reykjavík og bjó þar til tíu ára aldurs. Þá fluttum við að Gufuskálum þar sem ég bý í dag. Þór faðir minn tók þar við starfi við uppbyggingu á þjálfunarbúð- um Slysavarnafélagsins Lands- bjargar sem voru settar þar á fót. Ég hef því verið viðloðandi starf- semi björgunarsveitanna frá unga aldri. Fysta sinn sem ég fór að síga var þegar ég var þriggja ára í bílskúrnum heima. Maður hef- ur alist upp við þetta. Ég var allt- af á svæðinu þegar þjálfunarbúð- ir slysavarnaskólans voru á Gufu- Syngur fyrir sjúklinga á aðfangadagskvöld Kristín Sigurjónsdóttir. Kristín að spila á fiðluna með kirkjukór Akraneskirkju. Ljósm. Ása. Sér mikla vannýtta möguleika í ferðaþjónustu á Snæfellsnesi skálum. Þar hef ég meðal annarrs fengið þjálfun og kennslu og er björgunarmaður bæði á sjó og til fjalla. Ég er í björgunarsveitinni Lífsbjörgu og tek þátt í æfingum og öllu sem þessu fylgir.“ Frumkvöðlar í Vatnshelli Ægir Þór er 21 árs. Þrátt fyr- ir ungan aldur hefur hann þegar stofnað leiðsögufyrirtæki í ferða- mennsku ásamt föður sínum, auk þess að vera í ýmsum öðrum rekstri. „Ég er ekki í námi sem stendur, varð stúdent af náttúru- fræðibraut við Fjölbrautaskóla Snæfellinga í fyrra. Nú starfa ég sem leiðsögumaður við Vatns- helli sunnan undir Snæfellsjökli. Þar erum við pabbi í ferðaþjón- ustu og fylgjum ferðafólki nið- ur í hellinn. Við tókum við þessu í maí á liðnu vori og höfum rek- ið þetta í sumar og í haust. Það hefur gengið afar vel. Heimsókn- ir hafa tvöfaldast á einu ári,“ segir Ægir Þór. Hann segir þó framtíð- ina í nokkurri óvissu núna. Þjóð- garðurinn hefur ákveðið að bjóða út rekstur hellisins núna um ára- mótin. „Hellirinn tilheyrir Þjóð- garðinum Snæfellsjökli og ríkið kostaði efniskostnað við að setja hann í stand og gera sýningarhæf- an, en nánast öll vinna var unnin af heimamönnum í sjálfboðavinnu vegna áhuga á náttúrunni, þar á meðal okkur pabba. Við munum að sjálfsögðu taka þátt í að bjóða í þetta. Það hefur verið ágæt að- sókn nú í haust. Við verðum að öllu jöfnu ekki með fasta viðveru við hellinn í vetur, en ef fólk hefur áhuga á að koma er hægt að hafa samband við okkur og fá leiðsögn. Í sumar vorum við hins vegar fast frá tíu á morgnana til sex á kvöld- in alla daga.“ Hljóðkerfi, viðburðir og tónlist Lífið snýst þó um fleira en ferða- mennsku og björgunarstörf. Ægir hefur einnig haslað sér völl á vett- vangi tónlistar og ýmissa hátíðar- halda. „Við erum þrír strákar með hljóðkerfaleigu og sjáum um við- burði undir merkjum Strobe.is. Þá setjum við upp hljóð- og ljósa- kerfi á mannamótum hér á norð- anverðu Snæfellsnesi. Þetta hafa verið allt að sex verkefni á mánuði. Það dugar ágætlega sem áhuga- mál og aukavinna. Þetta er mikið í tengslum við tónleika. Við vor- um til dæmis með stóran viðburð á sumardaginn fyrsta í ár með Ás- geiri Trausta og Pétri Ben. Þeir komu og voru hér í Frystiklefan- um í Rifi, sem er fyrsta atvinnu- leikhúsið á Snæfellsnesi und- ir leikhússtjórn Kára Viðarsson- ar. Það er aflögð fiskvinnsla sem búið er að breyta í leikhús og tón- leikasal. Sjálfur er ég með fjórð- ungs aðild að félaginu sem sér um Frystiklefann og þar legg ég mitt að mörkum í tæknimálum.“ Auk þessa hafa Ægir og Sindri Hrafn félagi hans stofnað lítið útgáfufyr- irtæki sem selur danstónlist, hafa þeir bæði gefið út geisladiska auk þess að dreifa tónlist á yfir 20 net- verslanir undir merkjum Strobe.is Records. Fólk fái að upplifa náttúruna undir Jökli Ferðamennskan er þó það það sem tekur mestan tíma. Ægir Þór hefur myndað sér ákveðnar skoð- anir um hana. „Ég sé mikil tæki- færi. Mín reynsla af Vatnshelli nú í sumar hefur sannfært mig um að það er mjög mikil eftirspurn eft- ir Snæfellsnesinu sem svæði. Jök- ulinn dregur fólk að eins og seg- ull. Maður fær þó stundum á til- finninguna að fólk aki hreinlega í gegnum þjóðgarðinn og spyrji síðan hvar hann sé. Það vantar að ferðamennirnir hafi eitthvað að gera þegar þeir koma hingað. Hér eru að koma upp gististaðir og veitingastaðir en það þarf að bjóða upp á meira. Fólki nægir ekki að koma bara og horfa á nátt- úruna, það vill fá að upplifa hana líka. Við þurfum að mæta þess- ari eftirspurn. Við erum að kanna fleiri svona möguleika í ferða- þjónustu á svæðinu. Við vitum til dæmis að það er mikill áhugi á ferðum á Snæfellsjökul, og þá sér- staklega gönguferðum.“ Ægir segir að það þurfi svolítið nýja nálgun á ferðamálin til að ná fram nýsköpun og skapa fleiri störf í geiranum. „Kannski er skýring- in að það vantar fleiri íbúa á ut- anverðu Snæfellsnesi. Hér er næg atvinna í hefðbundnum greinum. Fólk er upptekið við þær og hef- ur hreinlega ekki tíma til að velta nýjum nálgunum fyrir sér eða fara í að framkvæma. En möguleikarn- ir eru þarna.“ mþh Ægir Þór Þórsson björgunarsveitarmaður með ótal meiru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.