Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Page 82

Skessuhorn - 27.11.2013, Page 82
82 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Útkallsbækur Óttars Sveinsson- ar hafa verið eitt vinsælasta les- efni Íslendinga 20 ár í röð. Í þessari bók - Útkall Lífróður - er fjallað um björgun á Langjökli árið 2010 þegar mæðgin féllu niður í sprungu og festust á dýpi sem svarar til átta hæða húss. Björgunarmenn sigu niður í ógnar þrönga sprunguna þar sem þeir urðu að athafna sig á hvolfi og í andnauð. Í bók- inni er einnig saga tólf ís- lenskra síldveiðisjómanna sem höfðu verið hátt í viku í björgunarbátum í Norður-Ís- hafi þegar fólk í landi fór loks að sakna þeirra. Ótrúleg saga sem varð upphafið að Tilkynn- ingaskyldunni. Við drepum hér niður í kafla í Útkalli Lífróður þar sem hug- aðir björgunarmenn segja frá af vettvangi slyssins á Langjökli: Á um fimmtán metra dýpi í sprungunni var Kolbeinn búinn að koma fyrir festingu fyrir Hlyn en leist illa á aðstæður: „Ég bað Frey að gefa Ásgeiri og Sveini Friðriki fyrirmæli um að láta mig síga neðar. Á leiðinni á slys- stað hafði ekki hvarflað að mér að þetta væri svona djúpt og þröngt. Ég lýsti niður með ljósinu á hjálm- inum en sá ekki mæðginin. Ég kall- aði niður til Gunnars, vildi reyna að renna á hljóðið og finna þann- ig hvar í sprungunni hann og móðir hans væru. Þegar hann svaraði mér heyrði ég strax að meðvitund hans var farin að þverra. Ég vissi ekki hvort það var vegna ofkælingar eða meiðsla, en mér fannst ekki ólíklegt að eftir svona hátt fall væri það af völdum líkamlegra áverka. Þegar ég fjarlægðist Hlyn fór að dimma enn meira. Sprungan hall- aðist aðeins fyrst en þegar ég seig neðar varð hún beinni og þrengri. Ég kallaði aftur á Gunnar og hann svaraði. Nú fannst mér þau vera lengra til hliðar í sprungunni en ég hafði talið í fyrstu. Ég var nokkra stund að finna út hvar þau væru. Þegar neðar dró sá ég eins konar haft. Þá varð mér ljóst að mæðginin voru hulin snjó og ís sem hafði fall- ið ofan á þau. Sprungan var ótrú- lega þröng og dimm. Ég hafði komið að mörgum slys- um, bæði sem björgunarsveitar- maður og sjúkraflutningamaður. Maður fer ósjálfrátt að fá tilfinn- ingu fyrir því hvað komið hefur fyr- ir fólk. Mér fannst alveg með ólík- indum að drengurinn væri fær um að svara okkur Hlyni, svona löngu eftir þetta háa fall. Ég seig smám saman lengra nið- ur en loks stöðvaðist ég alveg, var orðinn gjörsamlega klemmdur með sprunguveggina beggja vegna við mig. Fæturnir urðu að vera alveg út- skeifir og ég þurfti að snúa höfðinu til hliðar til að komast þetta langt. Þar sem mæðginin voru fyrir neðan mig var svakalega þröngt. Hjálm- urinn snerti nú ísveggina beggja megin og var að festast. Nú runnu á mig tvær grímur. Hvernig átti yfir höfuð að vera hægt að ná þeim upp í þessum ótrúlegu þrengslum? Mér leist satt að segja ekki vel á horfurn- ar − möguleikana á að bjarga þeim úr þessum aðstæðum. Ég heyrði angistarvein í drengnum. Það snart mig mjög. Ljóst var að ef við félag- arnir stæðum okkur ekki hér myndi þetta barn ekki komast lífs af.“ Ásgeir Guðjónsson hafði heyrt í talstöðinni hvernig ástandið var niðri í sprungunni. Hann og félagar hans uppi á brúninni áttuðu sig nú á því að aðstæðurnar væru erfðari en gert hafði verið ráð fyrir: „Ég heyrði á Kolbeini í talstöð- inni að ekki væri hægt að komast að drengnum. Sársaukavein hans bár- ust líka gegnum talstöðina. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Þetta þarf að gerast hratt, hugsaði ég. En hvernig? Þetta leit ekki vel út. Við höfðum átt í erfiðleikum með að finna nógu mjúk bönd til að hífa siglínurnar með. Vegna kuldans og ísingarinnar vildu sum böndin sem við höfðum meðferðis renna til á siglínunum. Hér máttu engin mis- tök eiga sér stað hvað varðaði línur og annan búnað. Ein slík gætu orð- ið mjög afdrifarík.“ Sveinn Friðrik Sveinsson stóð skammt frá Ásgeiri: „Þegar við vorum að hífa eða slaka þurfti að breyta línukerfinu í hvert einasta skipti. Hér var mikil- vægt að vera með þaulreynda menn á línunum. Þeir urðu að vera til- búnir hvenær sem var, nákvæmir og eldsnöggir að bregðast við.“ Þórður Guðnason og félagar hans frá Akranesi og úr Borgarfirði fylgdust með því sem gerðist uppi við brúnina: „Búið var að setja upp sig- og ör- yggislínu fyrir einn mann sem var nýfarinn niður. Freyr Ingi Björns- son stjórnaði Reykjavíkurmönnun- um. Kolbeinn Guðmundsson hafði sigið niður en með Frey uppi voru Sveinn Friðrik Sveinsson og Ás- geir Guðjónsson. Freyr sagði okk- ur að maður úr hópi jeppafólksins væri einnig niðri í sprungunni. Það væru kona og barn sem hefðu fallið niður. Ég vissi ekki strax að mað- urinn úr jeppahópnum hefði sig- ið niður á jeppastroffu, taldi fyrst að hann hefði fallið á eftir kon- unni og barninu. En það hafði verið sett lykkja um brjóst hans, bundið við axlirnar á honum og hann látinn síga um fimmtán metra niður. Ég hélt fyrst að að- gerðin yrði flóknari vegna jeppa- mannsins. Það þyrfti kannski að bjarga aukamanni. En svo fékk ég að vita að þessi maður, Hlyn- ur, hefði gert ómetanlegt gagn með því að tala við drenginn og styðja hann þannig. Farið var að gera ráðstafan- ir til að senda annan sigmann nið- ur. Ég kallaði á nærstaddan mann úr jeppahópnum og bað hann að leggja bílnum sínum skáhallt að sprungunni. Hann gerði eins og ég bað hann um. Við festum eina aðal- línu fyrir sigmann í jeppann og aðra öryggislínu. Bíllinn var rétt stað- settur, í parki og handbremsu.“ Niðri á 22−23 metra dýpi var Kolbeinn að reyna að átta sig á því hvað hægt væri að gera við þess- ar hrikalega erfiðu aðstæður. Upp á brún svaraði hæðin til átta hæða húss. Frá fótum Kolbeins og nið- ur að mæðginunum voru um tveir metrar: „Við björgunarsveitarmenn höfðum oft æft við mjög erfið skil- yrði, en aldrei við neitt þessu líkt. Þetta voru einstaklega snúnar að- stæður. Ég bar vissulega fullt traust til strákanna uppi, þeir myndu hífa og slaka þegar ég segði þeim til. Ég var í góðu talstöðvarsambandi við þá, skilyrðin voru sem betur fór góð þarna niðri. Stundum höfðum við farið í útköll í hella og þá dofnaði sambandið en það gerðist til allrar blessunar ekki hér. Ég mátti bara alls ekki missa talstöðina. Þá gæti ég ekki komið skilaboðum hratt og örugglega til þeirra. Það var gott að vita af Hlyni um átta metrum ofar. Hann gat borið boð á milli með því að kalla upp. Ég var fyrst með tal- stöðina á brjóstinu en þegar ég var búinn að troða mér eins langt niður og ég komst bað ég strákana að hífa mig nokkra metra upp. Þar stansaði ég og festi sautján sentimetra langa ísskrúfu í vegginn. Þannig útbjó ég eins konar farangurssnaga og losaði mig við allt dót sem ég bar á mér og gat einhvern veginn verið fyrir mér í þrengslunum. Ég setti síðan talstöðina utan á mjöðmina. Hún var með míkrófón sem var fastur við úlpukragann minn, þannig að ég gat talað þegar ég þurfti án þess að verða að styðja á takka á stöð- inni sjálfri. Nú blasti það við að til þess að komast neðar var engin önnur leið en að ég sneri mér á hvolf. Einung- is þannig myndi ég geta náð með höndunum til mæðginanna − ef ég kæmist nógu nálægt þeim. Þrettán ára hafði ég byrjað að stunda svona leikfimi; hanga í böndum og síga fram af klettum og ofan í hella og sprungur. Við Ásgeir höfðum sem strákar oft stolist til að leika okk- ur við ýmsar aðstæður úti í hrauni í Hafnarfirði og fengið göt á höf- uðið en sloppið með skrekkinn. Þá var þetta kallað leikaraskapur, en nú gagnaðist þessi árátta mér sann- arlega vel. Í þessari stöðu hefði ég hins vegar aldrei sigið ef ég hefði ekki vitað af félögum mínum á brúninni, mönnum sem ég gjör- þekkti og treysti. Nú sneri ég mér ─ með höfuð- ið niður og fæturna upp. Þyngd- arpunkturinn var við naflann. Svo bað ég strákana að slaka mér nið- ur. Ég hékk í tveimur böndum sem voru tengd saman á endunum. Þetta var svakalega þröngt. Ég hélt að ég hefði verið búinn að hreinsa allt úr vösunum en nú uppgötvaði ég að hnífurinn minn var í opnum brjóstvasanum á jakkanum. Hann féll niður. Niður í það óendanlega, fannst mér. Það var alls ekki gott að vera án hnífs í jökulsprungu.“ Sentimetra fyrir sentimetra Kolbeinn var í einstaklega erf- iðri stöðu, á hvolfi þarna niðri í dimmri og níðþröngri sprung- unni, og hann hafði einungis skím- una af ljósinu á hjálminum sínum til að sjá eitthvað frá sér. Svo mik- il voru þrengslin að við ákveðnar höfuðhreyfingar vildi hjálmurinn fleygast fastur við sprunguveggina. Hann var með höfuðið reigt aftur og báða fæturna alveg til hliðar í útskeifri stöðu: „Hér skipti hver sentimetri máli. Ef ég færði mig aðeins til í sprung- unni, til hliðar, gat ég komist ör- lítið neðar. Ég teygði annan hand- legginn niður á undan mér en hinn var með fram síðunni, upp á við. Blóðið þrýstist fram í höfuðið. Nú var ég alveg að komast að konunni, hún var alveg föst fyrir ofan dreng- inn. Ég var farinn að geta kraflað niður til að hreinsa snjóinn ofan af henni. Þetta var bras. Ég kallaði til drengsins og hann áttaði sig á að ég var kominn mjög nálægt hon- um. Svör hans voru stutt. Ég hafði búist við að hann væri fyrir neðan móður sína og það reyndist rétt. Mér tókst næstum að teygja mig að öðrum fæti konunnar. Ég mat það svo að til að ná henni upp yrði að koma á hana festingu. Hún yrði toguð um það bil upp að skrúfunni sem ég hafði fest í ísvegginn. Þar hugðist ég snúa henni og hagræða. Mér tókst að binda um fótinn og festi síðan konuna við sigkerf- ið mitt sem strákarnir stjórnuðu uppi. Ég reyndi að losa hana en það tókst ekki. Það rann upp fyrir mér að þegar fólk fellur í sprungu og festist bræðir heitur líkaminn sig gjarnan neðar og þannig festist hann enn frekar.“ Kristján beið milli vonar og ótta, ýmist inni í jeppa eða úti á jökul- breiðunni, fór með Faðirvorið og bað almættið um styrk. Hann hafði mikið verið inni í bíl Halldóri og Heiðu. Þau, ásamt Guðmundi og Hjörleifi, höfðu veitt honum and- legan stuðning. Kristján hafði ekki enn áttað sig á því hve aðstæður voru í raun erfiðar niðri í sprung- unni sem hafði litið svo sakleysis- lega út í fyrstu: „Þegar við heyrðum í þyrlunni fylltist ég von. Svo tók hún á loft og skildi björgunarsveitarmenn eftir og fór að sækja fleiri menn og búnað. Nú beið þyrlan hins veg- ar aðgerðalaus. Þá fór ég að fyll- ast vonleysi. Af hverju voru menn ekki fljótari? Af hverju tók það svona langan tíma að koma Dóru og Gunnari upp? Forsíða bókarinnar sýnir slysstað á Langjökli - þyrla Landhelgis- gæslunnar lendir og undanfarar úr björgunarsveitum í Hafnarfirði og Reykjavík hraða sér út. Þeir, ásamt Þórði Guðnasyni, björgunarmanni frá Akranesi áttu eftir að síga niður í sprunguna. Jeppinn festist í sömu sprungu og mæðginin féllu niður í. Ný Útkallsbók eftir Óttar Sveinsson: Björgun úr jökulsprungu og hrakningar síldarsjómanna Björgunarmenn frá slysinu á Langjökli og feðgarnir. Frá vinstri Freyr Ingi Björnsson Reykjavík, Þórður Guðnason Akranesi, Jón Örvar Kristinsson, þyrlulæknir, Sveinn Friðrik Sveinsson Reykjavík, faðirinn, Kristján Gunnarsson, Kolbeinn Guðmundsson Hafnarfirði, Ásgeir Guðjónsson Hafnarfirði og Sigurður Axel Axelsson Akranesi - fremstur er drengurinn sem björgunarsveitarmennirnir björguðu - Gunnar Kristjánsson.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.