Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Blaðsíða 60

Skessuhorn - 27.11.2013, Blaðsíða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Snorri á Fossum – Hjálpari og hestamaður Hinn góðkunni sagnamaður Bragi Þórðarson rekur hér fróðlegar og bráðskemmtilegar æviminningar Snorra Hjálmarssonar sem er upprunninn í Aðalvík á Hornströndum en gerðist síðan bóndi á Syðstu-Fossum í Andakíl. Á miðjum starfsferli sem bóndi, hestamaður, söngvari og leikari breyttist hið daglega líf. Hann gerðist tengiliður við dulin öfl, sem leiðbeindu honum í hjálpar starfi fyrir meðbræður hans. Áhugaverð saga sem lætur engan ósnortinn. Kíktu á salka.is Rjómabúið Erpsstaðir framleiðir ýmiskonar ljúfmeti sem hentar í eftirrétti eða bara sem ábætir milli mála Ljúffengur rjómaís margar bragðtegundir • Skyrkonfekt og gómsætir ostar Einnig hið rómaða gamaldags skyr sem hentar vel í ostakökur og deserta Njótið jólanna Gleðileg Jól Gerum okkur glaðan dag um jólin Rjómabúið Erpsstöðum • erpsstaðir.is • rjomabu@simnet.is • 868 0357 S K E S S U H O R N 2 01 3 „Ég hef alltaf haft áhuga á ljós- myndum, bara frá því ég man eft- ir mér. Þær geyma svo dýrmætar minningar,“ segir Edit Ómarsdóttir 25 ára gömul Skagamær. Edit hef- ur getið af sér gott orð sem áhuga- ljósmyndari og hefur haft nóg af verkefnum í kringum ljósmynd- unina undanfarin ár. „Ég eignað- ist fyrstu alvöru myndavélina 2008 og í framhaldi af því fór ég að taka fleiri myndir. Ég hef smátt og smátt farið í aðeins þróaðri vélar en lins- urnar skipta samt mestu máli.“ Edit útskrifaðist nýlega frá Fashion Academy en þar fór hún á nám- skeið í ljósmyndun. „Það var mjög skemmtilegt á námskeiðinu og ég hef fengið helling af verkefnum eftir það. Ég fór að fá fjölbreyttari verkefni en áður, eins og til dæm- is í tískuljósmyndun.“ Eftirminni- legast finnst henni þegar hún fór og aðstoðaði við Orublu mynda- töku með Aldísi Pálsdóttur. Orublu er þekktur framleiðandi á sokka- buxum. „Ég tók þar baksviðsmynd- ir og myndskeið þar sem ég mynd- aði allt á bak við tjöldin. Svo þurfti ég að klippa myndbandið sjálf og þetta var mjög skemmtilegt og eft- irminnilegt. Ég er eiginlega búin að prófa allar tegundir af ljósmyndun. Arkitektúrs ljósmyndun heillar mig mest,“ segir Edit. Hún hefur mik- inn áhuga á hönnun og langar að blanda þessum tveimur áhugamál- Ljósmyndir geyma dýrmætar minningar um saman. „Ég get skapað svolít- ið sjálf með arkitektúrs ljósmynd- un og er ekki föst innan eins ákveð- ins ramma.“ Spurðist út og boltinn fór að rúlla Ljósmyndaævintýrið byrjaði með því að Edit tók að sér að mynda son vinkonu sinnar. Eftir það fór boltinn að rúlla og fleiri verkefni fóru að raðast upp. „Þetta spurðist bara út og fleiri báðu um að koma til mín í myndatökur. Þannig hef- ur þetta bara rúllað. Fólk talar sam- an og það er besta auglýsingin,“ út- skýrir hún. Edit hefur haft nóg að gera og hefur fengist við fjölbreytt verkefni með myndavélina. „Helstu verkefnin hafa verið brúðkaup, fermingar og barna- og fjölskyldu- myndatökur. En ég hef ákveðið að hvíla mig á því í bili og einbeita mér að arkitektúrs ljósmynduninni.“ Edit hefur marga drauma í magan- um um framtíðina en núna er hún í námi við Fjölbrautaskóla Vestur- lands. Hún fer svo í Keili eftir ára- mótin. Eftir það er stefnan tek- in á viðskiptafræðinám við Há- skóla Íslands en þar vill hún leggja áherslu á markaðsfræði. „Ég held að það fari ágætlega saman við ljós- myndunina og það sem mig lang- ar að gera í sambandi við það,“ seg- ir hún. Draumurinn er svo að læra í Danmörku en Edit fór þangað í skóla fyrir nokkrum árum og féll fyrir landi og þjóð. „Þetta var bara ást við fyrstu sýn. Ég elska Dan- mörku, bæði landið og fólkið þar. Mig langar mikið að fara þangað með fjölskylduna og læra þar.“ Langar að gera eitthvað skemmtilegt og skapandi Edit er fædd og uppalin á Akra- nesi. Móðir hennar er Lilja Kristó- fersdóttir frá Patreksfirði og Ómar Örn Ragnarsson. Hann er Borg- nesingur. Stjúpfaðir hennar er Skúli Bergmann Garðarsson frá Akranesi. Hún býr í fallegu, gömlu húsi við Suðurgötuna, ásamt manni sínum Davíð Reyni Steingrímssyni, tveimur dætrum þeirra, hundi og ketti. Heimilið er mjög stílhreint og fallegt og ber þess merki að Edit er mikill fagurkeri, en þau hjónin hafa verið að gera upp húsið und- anfarin tvö ár. Aðspurð um hver stefnan sé í fram- tíðinni svarar hún að hún hafi marga stóra drauma og einn þeirra sé að verða fær arkitektúrs ljósmyndari. „Það er samt kannski ekki mikið að gera hér á Íslandi í þeim geira en erlendis er nóg að gera. Það er því eins gott að æfa sig vel. Ég hef meira að segja gerst svo frökk að hringja í fólk og spyrja hvort ég megi koma og taka myndir heima hjá þeim. Því er misjafnlega vel tek- ið en flestir eru þó jákvæðir,“ seg- ir hún og hlær. „Það er svo ótrú- lega margt sem mig langar til að gera í framtíðinni. Kannski langar mig ekkert endilega að starfa sem ljósmyndari á endanum. Ég ætla mér þó fyrst og fremst að gera eitt- hvað skemmtilegt og skapandi og festast ekki í einhverju einu. Ég vil vera dugleg að prófa nýja hluti. Svo leyfi ég bara tímanum að leiða það í ljós hvað verður úr mér,“ segir Edit Ómarsdóttir. grþ Mynd frá Orublu tökunni, tekin við hraunið fyrir utan ION hótelið nálægt Þingvöllum. Edit Ómarsdóttir, áhugaljósmyndari með meiru. Mynd tekin fyrir Unni Jónsdóttur, sem gerir fallegar hauskúpumyndir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.