Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Blaðsíða 90

Skessuhorn - 27.11.2013, Blaðsíða 90
90 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Jón Rúnar Hilmarsson, skólastjóri Leik- og grunnskóla Hvalfjarðar- sveitar, gaf nýlega út sína aðra ljós- myndabók, Ljós og náttúra Norð- urlands vestra. Jón Rúnar hafði áður gefið út ljósmyndabókina Ljós og náttúra Skagafjarðar árið 2011. Sú bók fékk góð viðbrögð fyrir efn- istök og gæði. „Þessi bók er rökrétt framhald af þeirri bók. Frá árinu 2005 til vors 2012 var ég skóla- stjóri Grunnskólans austan Vatna í Skagafirði. Á þeim tíma fékk ég áhuga á ljósmyndun enda náttúra og landslag Íslands einstaklega fal- legt og myndrænt. Ég fór fljótlega að halda ljósmyndasýningar, fyrst í Skagafirði síðan víðar um land- ið. Sem síðar leiddu af sér þess- ar tvær bækur,“ segir Jón Rúnar. Hann segir að sjóndeildarhringur- inn hafi stækkað og hann búist við að gefa út ljósmyndabók um Vest- urland eftir tvö til þrjú ár. „Núna er það Norðurland vestra sem tek- ið er fyrir. Ljós og náttúra Norð- urlands vestra er viðleitni að draga fram áhugavert landslag, náttúru, ýmiss kennileiti og örnefni lands- hlutans. Oft myndaði ég í ljósa- skiptunum en þá gerast ósjaldan ótrúlegir hlutir í náttúrunni sem gefa myndunum fjölbreyttari um- gjörð og litskrúðugri en venju- lega,“ segir Jón Rúnar. Bókin Ljós og náttúra Norðurlands vestra hef- ur að geyma 121 mynd, en hún hef- ur verið í vinnslu síðustu þrjú árin. Myndir í bókina voru teknar á öll- um tímum dagsins, á öllum árstíð- um, af landi og úr lofti. Með mynd- unum fylgir skýringartexti bæði á íslensku og ensku. þá Vinnumálastofnun hefur ýtt úr vör samstarfsverkefni með sveitarfé- lögum í landinu um þjónustu við atvinnuleitendur sem eru án bóta- réttar í atvinnuleysistryggingakerf- inu og njóta fjárhagsaðstoðar frá félagsþjónustu sveitarfélaga. Verk- efnið hefur fengið nafnið Stígur og er markmið þess að styrkja viðkom- andi einstaklinga í leit sinni að at- vinnu og fækka þannig í hópi þeirra sem þurfa á fjárhagsaðstoð sveitar- félaga að halda. Sá hópur sem verkefnið tekur til er fólk sem ýmist hefur tæmt rétt sinn til atvinnuleysisbóta á liðn- um árum eða hefur af einhverjum ástæðum ekki náð að skapa sér þann rétt. Félagsþjónustur sveitarfélaga munu vísa þeim sem í hlut eiga í starfsráðgjöf og vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun samkvæmt sér- stöku verklagi. Áætlað er að þjón- usta Vinnumálastofnunar taki til um 1500 einstaklinga á landinu öllu sem eru í þessari stöðu. Þjónustan mun fyrst og fremst felast í starfs- ráðgjöf og vinnumiðlun en einn- ig verður fólki í þessum hópi boðið að taka þátt í þeim vinnumarkaðs- úrræðum sem Vinnumálastofnun skipuleggur fyrir atvinnuleitend- ur til að örva leit þeirra að starfi og auka starfshæfni. Að baki ákvörðun um slíka þjálfun liggur mat ráðgjafa og fjárhagslegt svigrúm stofnunar- innar á hverjum tíma. Í tilkynningu um verkefnið seg- ir að mikilvægur þáttur í því felist í að ávallt séu fyrir hendi nægilega mörg starfsþjálfunartækifæri fyr- ir atvinnuleitendur hjá fyrirtækjum og stofnunum ríkis og sveitarfélaga en slík þjálfun hefur reynst árang- ursríkasta aðferðin til að tryggja fast starf í kjölfarið. „Vinnumálastofnun mun nú samhliða treysta samstarf sitt við atvinnulífið í þessum efnum og kynna ávinning þess að bjóða at- vinnuleitendum starfsþjálfun, fyrir- tækjunum og einstaklingunum sem um ræðir og samfélaginu, öllum til hagsbóta.“ Verkefnisstjóri Stígs af hálfu Vinnumálastofnunar er Ragn- heiður Hergeirsdóttir forstöðu- maður Vinnumálastofnunar á Suð- urlandi. mm Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsviðs Kópavogsbæjar, Gyða Hjartardóttir félagsþjónustufulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar handsöluðu samkomulag um verkefnið Stíg 19. nóvember sl. Stígur er nýtt samstarfsverkefni um starfsráðgjöf og atvinnuleit Skólastjórinn í Hvalfjarðarsveit gefur út sína aðra ljósmyndabók Laufskálarétt er þekktasta stóðrétt landsins. Þarna koma saman 2-3 þúsund manns á hverju hausti, dást að fallegum hrossum, syngja saman og eiga góðan dag. Forsíða bókarinnar er mynd af Hvítserk í Húnaflóa. Myndin var tekin við sólar- upprás í júlí 2012. Birtan og rauði bjarminn getur verið mjög sterkur fyrir norðan eins og sést á myndinni. Kálfhamarsvík er á vestanverðum Skaga. Fallegar stuðlabergsmyndanir eru að finna í víkinni og passar þessi tignarlegi viti vel inn í umhverfið. Styttan af ferjumanninum Jóni Ósmann stendur við ósa Vestari Héraðsvatna í Skagafirði. Þessi mynd er tekin við sólarlag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.