Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Page 90

Skessuhorn - 27.11.2013, Page 90
90 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Jón Rúnar Hilmarsson, skólastjóri Leik- og grunnskóla Hvalfjarðar- sveitar, gaf nýlega út sína aðra ljós- myndabók, Ljós og náttúra Norð- urlands vestra. Jón Rúnar hafði áður gefið út ljósmyndabókina Ljós og náttúra Skagafjarðar árið 2011. Sú bók fékk góð viðbrögð fyrir efn- istök og gæði. „Þessi bók er rökrétt framhald af þeirri bók. Frá árinu 2005 til vors 2012 var ég skóla- stjóri Grunnskólans austan Vatna í Skagafirði. Á þeim tíma fékk ég áhuga á ljósmyndun enda náttúra og landslag Íslands einstaklega fal- legt og myndrænt. Ég fór fljótlega að halda ljósmyndasýningar, fyrst í Skagafirði síðan víðar um land- ið. Sem síðar leiddu af sér þess- ar tvær bækur,“ segir Jón Rúnar. Hann segir að sjóndeildarhringur- inn hafi stækkað og hann búist við að gefa út ljósmyndabók um Vest- urland eftir tvö til þrjú ár. „Núna er það Norðurland vestra sem tek- ið er fyrir. Ljós og náttúra Norð- urlands vestra er viðleitni að draga fram áhugavert landslag, náttúru, ýmiss kennileiti og örnefni lands- hlutans. Oft myndaði ég í ljósa- skiptunum en þá gerast ósjaldan ótrúlegir hlutir í náttúrunni sem gefa myndunum fjölbreyttari um- gjörð og litskrúðugri en venju- lega,“ segir Jón Rúnar. Bókin Ljós og náttúra Norðurlands vestra hef- ur að geyma 121 mynd, en hún hef- ur verið í vinnslu síðustu þrjú árin. Myndir í bókina voru teknar á öll- um tímum dagsins, á öllum árstíð- um, af landi og úr lofti. Með mynd- unum fylgir skýringartexti bæði á íslensku og ensku. þá Vinnumálastofnun hefur ýtt úr vör samstarfsverkefni með sveitarfé- lögum í landinu um þjónustu við atvinnuleitendur sem eru án bóta- réttar í atvinnuleysistryggingakerf- inu og njóta fjárhagsaðstoðar frá félagsþjónustu sveitarfélaga. Verk- efnið hefur fengið nafnið Stígur og er markmið þess að styrkja viðkom- andi einstaklinga í leit sinni að at- vinnu og fækka þannig í hópi þeirra sem þurfa á fjárhagsaðstoð sveitar- félaga að halda. Sá hópur sem verkefnið tekur til er fólk sem ýmist hefur tæmt rétt sinn til atvinnuleysisbóta á liðn- um árum eða hefur af einhverjum ástæðum ekki náð að skapa sér þann rétt. Félagsþjónustur sveitarfélaga munu vísa þeim sem í hlut eiga í starfsráðgjöf og vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun samkvæmt sér- stöku verklagi. Áætlað er að þjón- usta Vinnumálastofnunar taki til um 1500 einstaklinga á landinu öllu sem eru í þessari stöðu. Þjónustan mun fyrst og fremst felast í starfs- ráðgjöf og vinnumiðlun en einn- ig verður fólki í þessum hópi boðið að taka þátt í þeim vinnumarkaðs- úrræðum sem Vinnumálastofnun skipuleggur fyrir atvinnuleitend- ur til að örva leit þeirra að starfi og auka starfshæfni. Að baki ákvörðun um slíka þjálfun liggur mat ráðgjafa og fjárhagslegt svigrúm stofnunar- innar á hverjum tíma. Í tilkynningu um verkefnið seg- ir að mikilvægur þáttur í því felist í að ávallt séu fyrir hendi nægilega mörg starfsþjálfunartækifæri fyr- ir atvinnuleitendur hjá fyrirtækjum og stofnunum ríkis og sveitarfélaga en slík þjálfun hefur reynst árang- ursríkasta aðferðin til að tryggja fast starf í kjölfarið. „Vinnumálastofnun mun nú samhliða treysta samstarf sitt við atvinnulífið í þessum efnum og kynna ávinning þess að bjóða at- vinnuleitendum starfsþjálfun, fyrir- tækjunum og einstaklingunum sem um ræðir og samfélaginu, öllum til hagsbóta.“ Verkefnisstjóri Stígs af hálfu Vinnumálastofnunar er Ragn- heiður Hergeirsdóttir forstöðu- maður Vinnumálastofnunar á Suð- urlandi. mm Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsviðs Kópavogsbæjar, Gyða Hjartardóttir félagsþjónustufulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar handsöluðu samkomulag um verkefnið Stíg 19. nóvember sl. Stígur er nýtt samstarfsverkefni um starfsráðgjöf og atvinnuleit Skólastjórinn í Hvalfjarðarsveit gefur út sína aðra ljósmyndabók Laufskálarétt er þekktasta stóðrétt landsins. Þarna koma saman 2-3 þúsund manns á hverju hausti, dást að fallegum hrossum, syngja saman og eiga góðan dag. Forsíða bókarinnar er mynd af Hvítserk í Húnaflóa. Myndin var tekin við sólar- upprás í júlí 2012. Birtan og rauði bjarminn getur verið mjög sterkur fyrir norðan eins og sést á myndinni. Kálfhamarsvík er á vestanverðum Skaga. Fallegar stuðlabergsmyndanir eru að finna í víkinni og passar þessi tignarlegi viti vel inn í umhverfið. Styttan af ferjumanninum Jóni Ósmann stendur við ósa Vestari Héraðsvatna í Skagafirði. Þessi mynd er tekin við sólarlag.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.