Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Qupperneq 22

Skessuhorn - 27.11.2013, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Jólin byrja á Gamla Kaupfélaginu Bjóðum uppá hefðbundið íslenskt jólahlaðborð að hætti Gamla Kaupfélagins, mikið úrval forrétta , aðal- og eftirrétta. Kirkjubraut 11 | 300 Akranes | www.gamlakaupfelagid.is Borðapantanir í síma 431 4343 eða gisli@gamlakaupfelagid.is Andri Snær Magnason rithöf- undur kom nýverið í heim- sókn og las fyrir börn og ung- menni í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Hann var sérstaklega ánægður með hlustendahópinn og hafði orð á því að gaman hefði ver- ið að lesa fyrir elstu börnin í Skýjaborg sem hlustuðu af at- hygli á upphaf bókarinnar, Blái hnötturinn. Í 1. - 5. bekk las Andri úr sömu bók og auk þess nýrri bók sem heitir Tímakistan. Fyrir nemendur í 6. - 10. bekk las Andri úr ljóðabók- unum Bónusljóð og Ljóðasmygl og skáldarán. Auk þess las hann upp úr nýju bókinni Tímakistan, seg- ir á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar. Þar segir að krakkarnir hafi hlustað af athygli og haft gaman af. Í lok- in sat Andri fyrir svörum, krakkarn- ir spurðu hann spjörunum úr um nýju bókina Tímakistuna og líf rit- höfundarins. Þess má geta að Blái hnötturinn hefur nú verið gefin út í 30 löndum og er Andri nýkominn heim frá TOKYO þar sem hann las fyrir japönsk börn. þá Í tilefni þess að Björgunarsveit- in Heiðar varð 40 ára þann 31. mars síðastliðinn var sveitin með af- mæliskaffi og opið hús i Þing- hamri síðastlið- inn sunnudag. Núverandi for- maður sveitar- innar er Grétar Þór Reynisson í Höll. Að sögn Grétars eru fé- lagar í Heiðari um hundr- að talsins. Þar af eru skráðir í björgunarsveitina um fimmtíu. Virkir félagar eru um fimmtán, þeir sem að jafnaði mæta á vinnu- fundi í félaginu. Heiðar gegn- ir ásamt öðrum björgunarsveit- um í Borgar- firði og í land- inu mjög mikil- vægu hlutverki, starfar á lands- stóru svæði þar sem þjóðleiðin liggur í gegn, m.a. um Holtavörðuheiði þar sem oft þarf að aðstoða vegfarendur. þá Föstudaginn 29. nóvembar næst- komandi klukkan 20 mun Tón- listarskóli Borgarfjarðar vera með tónleika í Reykholtskirkju. Fær skólinn tónlistarfólk úr héraði, Freyjukórinn og Samkór Mýra- manna til liðs við sig. Þar verð- ur óperutónskáldanna Verdis og Wagners minnst, en á þessu ári eru 200 ár frá fæðingu þeirra beggja. Flutt verða þekkt lög eftir þessa snillinga; einsöngur, kórsöngur, einleikur og samleikur. Á tónleik- unum koma kennarar Tónlistar- skóla Borgarfjarðar fram, söngfólk úr héraði og kórarnir tveir. Að- gangur að tónleikunum er ókeyp- is og eru allir velkomnir. Fjölbreytt starf á haustmisseri „Starfið í Tónlistarskóla Borgar- fjarðar hefur verið mjög fjölbreytt í haust,“ segir Theodóra Þor- steinsdóttir skólastjóri í samtali við Skessuhorn. „Í byrjun nóvem- ber var skólinn með hljóðfæra- kynningar í öllum leik- og grunn- skólum Borgarbyggðar og mælt- ust þær mjög vel fyrir. Nú eru kennarar hér í skólanum að und- irbúa Verdi/Wagner-tónleikana og í næstu viku verða einnig jóla- tónleikar nemenda. Að þessu sinni ætla kennarar og nemend- ur að breyta til og vera með jóla- tónleika í fyrirtækjum í sveitarfé- laginu. Nokkur fyrirtæki hafa haft samband við skólann og munu nemendur og kennarar bjóða upp á 30 mínútna tónleika á hverjum stað. Áhugasamir geta haft sam- band við mig í síma 437-2330 eða sent tölvupóst á netfangið tskb@ simnet.is,“ segir Theodóra. Einir framhaldsprófstónleikar eru á dagskrá skólans nú í desemb- er. Anna Sólrún Kolbeinsdóttir er að taka framhaldspróf í píanóleik og verða tónleikar hennar í Reyk- holtskirkju þriðjudaginn 3. des- ember kl. 20:30. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeyp- is. mm Verdi og Wagner viðfangsefni stórtónleika í Reykholtskirkju Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Giuseppe Verdi tónskáld. Richard Wagner tónskáld. Andri Snær les fyrir skólabörn í Hvalfjarðar- sveit. Ljósm. jrh. Andri Snær heimsótti skóla í Hvalfjarðarsveit Björgunarsveitin Heiðar hélt upp á afmælið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.