Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Blaðsíða 38

Skessuhorn - 27.11.2013, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Ármúli 17a . 108 Reykjavík . sími: 588 9933 | Miðás 9 . 700 Egilsstaðir . sími: 470 1600 www.brunas.is * Flytjandi ytur vöruna á þá stöð sem næst er viðskiptavini FRÍR FLUTNINGUR Hvert á land sem er* Komdu í sýningarsali okkar og fáðu faglega þjónustu og ráðgjöf innanhússarkitekta við val á Brúnás innréttingum íslensk hönnun . íslensk framleiðsla „Ég vel íslenskt...“ - Jói Fel Nýliðun í bændastétt virðist ganga bærilega víða á Vesturlandi. Fyrir rúmu ári tóku við búi á Sleggjulæk í Stafholtstungum Brynjar Bergs- son og Anna Lísa Hilmarsdóttir. Margt hefur gerst hjá þeim Brynj- ari og Önnu Lísu síðasta áratuginn. Þótt börnin væru orðin þrjú árið 2004 lét Anna Lísa sig ekki muna um að fara í búfræðinám á Hvann- eyri. Um svipað leyti stofnuðu þau verktakafyrirtækið Kaldólf. „Þótt ég færi í búfræðinámið áttum við síður von á því að draumurinn um að verða bændur yrði að veruleika hjá okkur,“ segir Anna Lísa sem er úr Búðardal. Brynjar á ættir að rekja í móðurlegginn í Dalina en uppeldisstöðvarnar eru á Suður- landi í Kaldakinn í Holtum þar sem Brynjar ólst upp. Brjálað að gera í bólunni Þegar þau Anna Lísa og Brynj- ar kynntust áttu þau fyrir sitthvora stelpuna, Katrínu og Ídu sem núna eru 15 og 16 ára. „Það var búið að „tjekka“ á því að allt væri í standi,“ segir Anna Lísa og það er hlegið við eldhúsborðið á Sleggjulæk. Síðan bættist við kvæðamaðurinn Þórð- ur sem fer með rímur ekkert síð- ur en langfeður hans hafa sjálfsagt gert, þó ekki sé nema tólf ára gam- all. Yngstur er svo Bergur fimm ára, sem var eitt barnanna heima þegar blaðamann bar að garði. Þau Anna Lísa og Brynjar höfðu trú á Borgar- firði til búsetu þegar þau byggðu sér hús í Klapparholti rétt ofan Borgar- ness í bólunni 2006. „Það var brjál- að að gera á þessum tíma og menn í ýmsum framkvæmdum, meðal ann- ars spruttu sumarbústaðahverfin upp. En það fékkst ekki allt borgað og vissulega töpuðum við miklum peningum í hruninu. En það hefur þó alltaf verið nóg að gera hjá okk- ur í Kaldólfi og bjargast þótt allt hafi þurft að borga enda ekkert ver- ið að flakka á kennitölum hjá okkur. Það er svona með réttlætið í þessu landi,“ segir Brynjar. Búskapurinn styttir nóttina Blaðamaður hefur orð á því við ungu bændurna að það vanti ekki dugnaðinn, það sé bæði staðið í verktakastarfsemi og búskap. Fólki takist þetta náttúrlega engan veg- inn nema vera mjög samtaka og vinnusamt. „Já, það var bara gott að Anna Lísa sýndi þennan áhuga á að fara í búfræðinámið, því ég hef aldrei nennt að fara í skóla. Ég vil bara vinna,“ segir Brynjar og hlær. – En hvernig er þetta mögulegt að kaupa bújörð með kvóta í dag og hafa svona mörg járn í eldin- um?, spyr blaðamaður. „Það styttir nóttina að hafa búskapinn með og reikningslega á þetta ekki að vera hægt. Þetta á þó að geta gengið upp og við erum alveg staðráðin í því að láta það takast,“ segir Brynjar. Bú- stofninn er tæplega 30 mjólkandi kýr og um 90 kindur. Búfræðingur- inn Anna Lísa segir að þetta sé ekki nægur bústofn. „Við stefnum að því að fjölga og það þarf þess til að ná meiru út úr búinu,“ segir hún. Sáðu korni í tíu hektara Sleggjulækjarbændur byrjuðu strax síðasta vor að rækta korn. Sáðu þá byggi í tíu hektara. „Þetta var náttúrlega hræðilegt sumar bæði til heyskapar og kornræktar. Við fengum þó þrjú tonn af hektaran- um sem telst alveg viðunandi mið- að við árferðið. En einhvern tíma heyrði ég að tvö fyrstu árin í bú- skap ættu að vera erfið til að hlut- irnir gangi upp og það er kannski eins gott að þau séu það,“ segir Brynjar og aftur er hlegið við eld- húsborðið. Þau segja að það hefði varla komið annað til greina en endurvekja kornrækt á Sleggjulæk sem þar hefur líklega verið stund- uð fyrir rúmri öld. Allavega sé vit- að af því að kornmylla hafi verið þar 1904. Góð skipulagning nauðsynleg Þau Brynjar og Anna Lísa segjast kunna mjög vel við sig í skemmti- legu bændasamfélagi í Borgar- firði. Vissulega séu þó talsverð viðbrigði að flytja frá Klappar- holti og upp í Stafholtstungur. „Það þarf að skipuleggja hlutina vel og ég reyni helst að sleppa með að fara einu sinni í viku í Borgar- nes til að versla,“ segir Anna Lísa og Brynjar bætir við. „Helstu við- brigðin eru náttúrlega mun meiri keyrslur. Maður er endalaust að keyra hérna fram og til baka. Og það virðist ekkert vera að fækka ferðunum núna þegar póstkass- arnir verða fluttir niður að þjóð- vegi. Þá þarf að keyra þessa sveit næstum á enda til að ná í póst- inn,“ segir Brynjar sposkur á svip að endingu. þá Áttu síður von á því að draumurinn yrði að veruleika Sleggjulækur í Stafholtstungum. Bændur á Sleggjulæk, Brynjar Bergsson og Anna Lísa Hilmarsdóttir, ásamt Bergi yngri syninum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.