Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Blaðsíða 59

Skessuhorn - 27.11.2013, Blaðsíða 59
59ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Hótel Glymur • info@hotelglymur.is • www.hotelglymur.is • Sími: 430 3100 Gjafabréf sem gleður Borgnesingurinn Bjarki Pétursson er án efa einn efnilegasti kylfing- ur landsins. Bjarki sem er einungis 19 ára gamall hafnaði í fjórða sæti á Eimskipsmótaröðinni í golfi síðasta keppnistímabil sem var það fyrsta hjá honum í meistaraflokki. Áður hafði Bjarki lagt áherslu á keppni á unglingamótaröð Golfsambands Íslands þar sem hann náði afar góð- um árangri, enda vann hann alla titla sem í boði voru í öllum aldurs- flokkum mótaraðarinnar. Þess utan hefur hann átt sæti í yngri landslið- um GSÍ og keppt fyrir þeirra hönd á alþjóðlegum mótum, verið ríkjandi klúbbmeistari Golfklúbbs Borgar- ness síðustu fimm ár auk þess að vera vallarmetshafi á Hamarsvelli í Borgarnesi. Þá hefur hann verið út- nefndur Íþróttamaður UMSB og Íþróttamaður Borgarbyggðar. Gerir betur næsta sumar Bjarki segir sumarið hafi verið krefj- andi fyrir sig og hafi spilamennskan ekki verið nægjanlega góð að hans mati. „Ég er kannski full kröfu- harður á sjálfan mig en mér fannst árangur sumarsins ekki sérstaklega góður, ég vildi ná betri árangri. Pabbi minn hefur þó sagt mér að yfir heildina geti ég verið ánægður með árangurinn þar sem þetta hafi verið mitt fyrsta ár í meistaraflokki og meðalskorið mitt verið svipað og síðustu sumur. Það bætti ekki úr skák að ég spilaði veikur á fyrsta mótinu mínu í Eimskipsmótaröð- inni og svo átti ég í vandræðum með atriði í leik mínum í Íslands- mótinu í holukeppni sem fram fór í Borgarnesi í júní. Þegar leið á sum- arið fór ég hins vegar að spila betur og átti ég mína bestu spretti und- ir lok tímabilsins. Ég er hins vegar staðráðinn í því að gera betur næsta sumar og mun þá byggja á reynsl- unni sem ég öðlaðist í ár sem var nauðsynleg.“ Aukin samkeppni Það krefst mikilla fórna að vera góður í íþróttum segir Bjarki og er golfíþróttin engin undantekn- ing hvað það varðar. „Til að stand- ast samkeppnina dugar ekkert minna en að fylgja stífu æfingapró- grammi allt árið. Íslendingar eiga marga góða kylfinga og var vissu- lega breyting í ár að keppa við 30 álíka góða í staðinn fyrir áður tvo til þrjá svipaða að getu í unglinga- flokki. Hver mistök verða dýr- keypt. Æfingarnar krefjast tíma og fyrirhafnar og sömuleiðis peninga sem liggja ekki út um allt. Í sumar vann ég meira en ég hef gert und- anfarin ár og ég held að álagið sem því fylgdi hafi haft nokkur áhrif á spilamennskuna. Vinnuveitendur mínir sýndu mér þó góðan skilning sem hjálpaði mér mjög mikið. Síð- an hafa mamma og pabbi verið afar dugleg við að leggja mér lið í gegn- um árin sem skiptir mig gríðarlegu máli,“ segir Bjarki en foreldrar hans eru þau Pétur Sverrisson og Fjóla Pétursdóttir. Góður sigur í Eyjum Engu að síður unnust góðir sigrar á golfvellinum í sumar og að mati Bjarka stóð upp úr sigur Golfklúbbs Borgarness í 2. deild Sveitakeppni GSÍ í ágúst. „Keppnin fór fram í Vestmannaeyjum og var mjög eft- irminnileg. Það var frábær stemn- ing í keppnissveitinni sem Finn- ur Jónsson stýrði og mikill hugur í mönnum. Við komust í úrslitaleik- inn og lékum þar gegn sveit Golf- klúbbsins Leynis frá Akranesi sem við unnum. Þetta var sætur sig- ur því Skagamenn sigruðu okk- ur í riðlakeppninni. Golfklúbb- ur Borgarness leikur því í 1. deild meðal þeirra bestu að ári en þetta er besti árangur klúbbsins í keppn- inni frá upphafi,“ segir Bjarki sem hlakkar til að keppa í efstu deild á næsta ári. Æfingar framundan Bjarki hefur verið í hefðbundinni hvíld frá golfæfingum undanfarnar vikur en hefur þess í stað stundað þreksalinn og körfuboltaæfingar á milli til að halda líkamanum í góðu formi. „Ég er núna að byrja æfingar aftur og er fókusinn í augnablikinu á vipp og pútt. Síðan fer ég fljót- lega að fara á æfingar hjá þjálfara mínum honum Sigurði Hafsteins- syni og verður æft á æfingasvæð- um í höfuðborgarsvæðinu og hér heima í bland.“ Sjálfur er Bjarki nemandi á félags- fræðabraut í Menntaskóla Borgar- fjarðar og stefnir á að ljúka stúd- entsprófi í vor. Hann kveðst stefna á áframhaldandi nám á Íslandi og hefur augastað á námi í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands á Laugarvatni. „Þetta á reyndar allt eftir að ráðast en forgangsverkefni er að klára menntaskólann. Draum- ur minn er hins vegar að ná langt innan golfheimsins og að gera golf- ið að minni atvinnu, hvort sem það er sem þjálfari eða kylfingur. Það er númer eitt.“ hlh Vill gera golfið að sinni atvinnu Bjarki Pétursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.