Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Qupperneq 8

Skessuhorn - 27.11.2013, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Lífland boðar til bændafunda VESTURLAND: Lífland hefur um árabil verið í farar- broddi við að halda fræðslu- fundi fyrir íslenska kúabænd- ur. Í ár munu fundirnir verða haldnir á sex stöðum á land- inu dagana 26. – 28. nóvem- ber. Hér á Vesturlandi verð- ur fundurinn haldinn á Hót- el Hamri við Borgarnes mið- vikudaginn 27. nóvember klukkan 11:00. „Á dagskrá fundanna nú verður m.a. sam- antekt á niðurstöðum hey- sýnagreininga og samanburð- ur við fyrri ár. Fjallað verður um helstu fóðurgrös, notagildi þeirra auk þess sem tæpt verð- ur á sáðvöruúrvali Líflands. Farið verður yfir hvernig bæta má heilbrigði nautgripa með markvissri notkun bætiefna og nýjar kjarnfóðurblöndur Líflands verða kynntar. Fyr- irlesarar verða Gerton Hu- isman, sérfræðingur frá Tro- uw Nutrition í Hollandi, auk ráðgjafa Líflands. Hluti fyrir- lestra mun fara fram á ensku, en verður þýddur jafnóðum á íslensku. Boðið verður upp á veitingar og eru allir velkomn- ir,“ segir í tilkynningu frá Líf- landi. –mm „Algjörlega ómissandi!“ www.skogarholl.com Þeir sem eignast hafa Kjötgálgann hans Kristjáns segja hann „algjörlega ómissandi við grillið“. Þeir hafa kynnst því af eigin raun hversu pottþétt það er að skorða lærið beint af grillinu og „á gálgann“. Allur skurður verður auðveldur, þægilegur og nákvæmur – og bakkinn tekur svo við öllum safanum. Gálginn er hannaður af Kristjáni Sveinssyni og er sérhver gálgi smíðaður af honum sjálfum eftir pöntun. Þá er boðið upp á merkingu eða hvers kyns skreytingu með laser-skurðarvél. Gálginn er vinsæl tækifærisgjöf, ekki síst þegar kemur að brúðkaupi, afmæli eða jólum og því tilvalið að merkja bakkann af því tilefni. Verð á gálganum er 15.000 kr. og er merking innifalin í verðinu – og unnið eftir óskum kaupanda. Allar nánari upplýsingar fúslega veittar í síma 863-6884 og 863-4808 og fyrirspurnum svarað gegnum tölvupóst: skogarholl@gmail.com Sjá einnig: www.skogarholl.com Sérmerkt er persónulegt og skemmtilegt. S: 571-5464 Stjórnir Verkalýðsfélag Akra- ness og stéttarfélagsins Framsýn- ar á Húsavík hafa fordæmt auglýs- ingaherferð Samtaka atvinnulífs- ins sem þessa dagana birtist á aug- lýsingatíma fjölmiðla. Í ályktunum sem félögin hafa sent frá sér seg- ir orðrétt: „Stéttafélögin Framsýn og Verkalýðsfélag Akraness for- dæma harðlega ósmekklega aug- lýsingaherferð Samtaka atvinnu- lífsins er miðar að því að gera lít- ið úr kröfum verkafólks um hækk- un lægstu launa. Samtök atvinnu- lífsins! Þið berið fyrst og fremst ábyrgð á því launaskriði sem ver- ið hefur á íslenskum vinnumark- aði ekki íslenskt lágtekjufólk. Lítið því í eigin barm í stað þess að sverta aðra fyrir ykkar eigin verk! Sam- kvæmt fyrirliggjandi upplýsing- um er launaskriðið 54% hærra en umsamdar almennar launahækkan- ir frá gerð síðustu kjarasamninga verkafólks. Þetta er minnisvarðinn sem þið reistuð ykkur til heiðurs og berið ábyrgð á skuldlaust. Framsýn og Verkalýðsfélag Akraness skora á Samtök atvinnulífsins að ganga í takt með launafólki í stað þess að slá ryki í augu almennings. Himin- háum auglýsingakostnaði Samtaka atvinnulífsins er án efa betur varið í vasa launafólks en í hræðsluáróður í fjölmiðlum,“ segir í ályktuninni. þá Í liðinni viku var því fagnað að Landbúnaðarsaga Íslands er kom- in út – fjögurra binda ritverk sem hefur verið í vinnslu síðastliðin níu Laugardaginn 14. desember standa Kór Akranes- kirkju og Akraneskirkja að sannkallaðri jólahátíð. Þann dag verður fjölbreytt dagskrá allan daginn þar sem flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Kórfélagar munu skapa markaðsstemningu og verða með ýmsan varning til sýnis og mögulega verður hægt að gera góð kaup, söngvísir jólasvein- ar munu kæta ungviðið og jafnvel taka snúning í kringum jólatré. Ef vel viðrar fá bæjarbúar söng úr turni kirkjunnar og orgelið hljómar í morgunsárið. Kór Akraneskirkju heldur síðan jólatónleika í Vina- minni kl. 17 þar sem tónleikagestir fá m.a. að taka undir í þekktum jólasöngvum. Engin aðgangseyrir er á tónleikana né á aðra viðburði og allir hjartan- lega velkomnir. -fréttatilkynning Landbúnaðarsaga Íslands komin út ár. Spannar ritið sögu íslensks land- búnaðar allt frá landnámi og fram yfir síðustu aldamót. Landbúnaðar- saga Íslands er mikið rit enda stór hluti Íslandssögunnar. Má nefna sem dæmi að um aldamótin 1800 voru Íslendingar 47 þúsund og töldust 39 þúsund hafa framfæri sitt af landbúnaði. Sig- urður Ingi Jóhanns- son, núverandi sjávar- útvegs- og landbún- aðarráðherra bauð helstu aðstandend- um og styrktarað- ilum útgáfunnar til móttöku í ráðuneyt- inu sl. föstudag. Höfundar verks- ins eru dr. Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur og Jónas Jónsson, fyrrverandi bún- aðarmálastjóri. Jónas lést árið 2007 en hafði þá lokið sínum skrifum. Dr. Helgi Skúli Kjartansson sagnfræði- prófessor tók að sér að búa verk hans undir útgáfu. Hjá annarri eins sagnaþjóð og Íslendingum, kemur það nokkuð á óvart að þessi heild- arsaga skuli ekki hafa komið út fyrr og má fullyrða að hér er um tíma- mótaverk að ræða, ekki aðeins á Ís- landi heldur og á norrænum vett- vangi þar sem sambærileg verk eru nýlega komin út. Ritverkið er prýtt hundruðum ljósmynda og í alla staði hið veglegasta. Í lok ávarps sagði ráðherra við formlega útgáfu ritverksins: „Það er ekkert launungar- mál að rit- un og útgáfa L a n d b ú n - aðarsögunn- ar sem hér er að líta dags- ljósið hefur verið studd af ýmsum aðil- um og þá fyrst og fremst hinu opinbera og þá á einn eða ann- an máta í gegn- um landbún- aðarráðuneytið fyrir forgöngu þeirra ráðherra sem þar hafa far- ið með völd á ritunartíma sögunn- ar, þeim Guðna Ágústssyni, Ein- ari K. Guðfinnssyni, Jóni Bjarna- syni og Steingrími J. Sigfússyni. Sú leið hefur áður verið farin og má nefna þar Iðnsögu Íslendinga og Sögu íslensks sjávarútvegs en hvoru tveggja voru einnig megin- stoðir íslensks athafnalífs og efna- hags. Einnig má nefna Kristni- Sigurveig Erlingsdóttir ekkja Jónasar Jónssonar, Helgi Skúli Kjartansson, Stein- grímur J. Sigfússon, Árni Daníel Júlíusson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Einar K. Guðfinnsson. Fordæma áróðursherferð Samtaka atvinnulífsins Skapa jólastemningu með söng og fleiru 14. desember sögu Íslands, Sögu stjórnarráðsins svo eitthvað sé nefnt. M.ö.o. ráð- herrar og Alþingi hafa gert sér ljóst að saga sem þessi er ekki rituð án þátttöku þjóðarinnar allrar og talið einsýnt að það fjármagn sem í hana er lagt skili sér með aukinni þekk- ingu nemenda og annarra lesenda – um Ísland og sögu þess viðfangs- efnis sem um ræðir.“ -fréttatilkynning
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.