Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Blaðsíða 70

Skessuhorn - 27.11.2013, Blaðsíða 70
70 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Karen Líndal Marteinsdóttir tók þátt í heimsmeistaramóti í hestaí- þróttum í Berlín í sumar. Hún var valin í íslenska landsliðið ásamt hestinum Tý, frá Þverá II, sem er 8 vetra gamall stóðhestur und- an Hágangi frá Narfastöðum og Þernu frá Djúpadal. Þau Týr eru magnað par og hafa átt stígandi keppnisferil síðustu ár. Karen lenti í 11. sæti í fjórgangi á heimsmeist- aramótinu og er það mjög góð- ur árangur. Karen lenti einnig í þriðja sæti í fjórgangi á Íslands- móti í Borgarnesi fyrr á árinu með einkunnina 8,07. Hún hefur verið í hestamennskunni síðan hún var barn og er dóttir Marteins Njáls- sonar og Dóru Líndal Hjartar- dóttur frá Vestri – Leirárgörð- um. Foreldrar hennar eru mikið hestafólk og hafa stundað hrossa- rækt á Vestri-Leirárgörðum í um tuttugu ár. Karen hefur nú ásamt manni sínum, Marías Hjálmari Guðmundssyni, fest kaup á rað- húsi rétt hjá Vestri – Leirárgörð- um. Þau hafa þá gengið til liðs við foreldra hennar og hafið samstarf um rekstur búsins. Hefur verið á baki frá fimm ára aldri „Ég byrjaði að fara á hestbak þeg- ar ég var um fimm ára en það var nú teymt undir mér fyrst. Það má segja að ég hafi verið á baki síðan þá. Það komst ekkert annað að og á tímabili var herbergið mitt vegg- fóðrað með hestamyndum,“ seg- ir Karen um upphafið. Hún hefur keppt á hestamótum síðan hún var níu ára gömul og þótti strax efni- legur knapi. Hún hefur þá meðal annars unnið tvö landsmót og varð þrefaldur Íslandsmeistari í ung- mennaflokki. „Ég hef lært mest af pabba mínum. Svo hef ég farið víða erlendis til að ná í meiri reynslu og þekkingu hjá færum knöp- um.“ Karen hefur einnig keppt á íslenskum hestum erlendis og var fyrir tíu árum valin sem ungmenni á hest úti. Hún keppti á honum og lenti í 4. sæti af ungmennum í tölti á heimsmeistaramóti það ár. Það kemur ekki á óvart að mikið er til af verðlaunagripum á heim- ilinu. Flesta þeirra hefur Karen hlotið á sínum ferli en hrossin frá ræktunarbúinu hafa einnig unn- ið til verðlauna. „Narri, sem er hestur frá okkur, fékk hæstu aðal- einkunn kynbótahrossa í ár. Hann fékk verðlaun í flokki 7 vetra stóð- hesta og fékk hæstu aðaleinkunn sem íslenskt fætt hross nær í kyn- bótadómi á árinu.“ Aðspurð um hvað stæði uppúr á ferlinum seg- ir hún að fyrsti Íslandsmeistaratit- illinn hafi verið sætastur. Hún varð fyrst Íslandsmeistari þrettán ára gömul. Þann titil vann hún á hest- inum Manna, sem var í miklu eft- irlæti hjá henni en þau voru mjög náin. Gaman að geta lifað af áhugamálinu Hestamennskan hefur alla tíð átt hug hennar allan og kemst lít- ið annað fyrir. Fjölskyldan er öll í sportinu og er fjögurra ára son- ur Karenar, Marteinn Bóas Marí- asson, einnig að byrja að sitja hest. Mikill tími fer í hestana enda eru á bilinu 60 – 70 hross á Vestri – Leirárgörðum. „Keppnistímabil- ið hefur breyst og er nú frá janú- ar fram í september. Áður var það bara á sumrin. Það er búið að bæta við vetrarkeppnum enda búið að byggja margar reiðhallir. Svo eru æfingar allt árið um kring en draumurinn er að koma upp reið- höll hér.“ Í fríum er einnig far- ið á hestbak. Fjölskyldan fer með- al annars í fjögurra til fimm daga hópferðir á sumrin þar sem riðið er 20 – 30 kílómetra á dag. Karen er vanur tamningamað- ur og þjálfari. Hún byrjaði að starfa við það fyrir tíu árum síðan. „Ég kláraði svo reiðkennaranám- ið í Háskólanum á Hólum síðasta vor. Í framtíðinni ætla ég að vera í hrossaræktun hér. Svo stefni ég á að vera í reiðkennslunni með, sam- hliða tamningu og þjálfun. Þetta á hug minn allan. Það er ótrúlega gaman ef hægt er að lifa af áhuga- málinu sínu,“ segir Karen Líndal Marteinsdóttir, afrekskona í hesta- íþróttum. grþ Sveini Arnari Davíðssyni er margt til lista lagt. Hann er stuðnings- fulltrúi í grunnskólanum í Stykkis- hólmi, körfuboltamaður til margra ára, smíðar, prjónar, býr til arm- bönd, teiknar og spilar á gítar. Hljóðfærið smíðar Sveinn Arnar gjarnan sjálfur. Hugurinn stendur til að halda erlendis og nema hand- verk, hönnun og listir. „Ég hef mjög gaman af því að dunda mér við ýmiss konar hand- verk. Ég vann við trésmíðar í nokk- ur ár og tók meðal annars þátt í að smíða víkingaskútuna hér hjá Skipavík í Stykkishólmi. Það var mjög skemmtilegt og krefjandi. Þegar því lauk flutti ég í Borgarnes þar sem ég fékk vinnu við smíð- ar. Ég stundaði líka nám í faginu við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. En þá kom kreppan. Verktakinn sem ég vann hjá varð verkefnalaus. Mér var sagt upp. Þá Hestamennskan á hug hennar allan Karen hefur verið í hestamennsku síðan hún var barn. Ljósmynd úr einkasafni. Karen og Týr frá Þverá á heimsmeistaramóti í sumar. Ljósm. Bjarni Sv. Guðmundsson. Fjölhæfur og sjálfstæður körfuboltakappi fauk í mig. Ég hætti í náminu. Ég missti áhugann á smíðum,“ segir Sveinn Arnar. Aftur heim í Hólminn „Eftir þetta flutti ég aftur heim í Stykkishólm. Til að byrja með þjálfaði ég yngri flokkana hér í körfubolta. Síðan sótti ég um starf í grunnskólanum sem stuðnings- fulltrúi og fékk það. Ég hafði náð vel til krakkanna í þjálfuninni og langaði til að vinna frekar með þeim og prófa eitthvað nýtt. Þetta hentaði mér mjög vel. Ég fór og lærði til stuðningsfulltrúa í Borgar- holtsskóla og lauk námi þar síðast- liðið vor. Auk þessa er ég svo kenn- ari í tónmennt hjá 1. til 5. bekk í grunnskólanum hér.“ Ásamt því að starfa í skólanum er Sveinn einn af liðsmönnum Snæ- fells í körfuboltanum. „Ég byrjaði að spila í meistarflokki með Snæ- felli þegar ég var 15 ára. Í dag er ég 27 ára og hef leikið með liðinu all- an tíman utan ársins þegar ég var í Borgarnesi. Þá lék ég með Skalla- grím. Ég prófaði líka körfubolt- ann aðeins á Akranesi. Það var bara ekkert varið í körfuboltann þar þá þannig að ég hætti. Íþróttin var í lægð þar þá þó hún sé aðeins byrj- uð að byggjast upp þar aftur. Mað- ur verður að fá eitthvað til baka í körfuboltanum fyrir það að leggja alla þessa vinnu í íþróttina. Það er mikilvægt. Hér í Stykkishólmi er heilmikil umgjörð um boltann, stór og dyggur aðdáendahópur og mikið fjör og gaman. Hér snýst allt um körfubolta,“ segir Sveinn og brosir. Dreymir fyrir sköpunarverkum Áhugamálin eru þó fleiri. Það kann að vekja forvitni að körfubolta- kappanum Sveini Arnari þykir gaman að prjóna í frístundum. „Ég lærði að prjóna í grunnskóla. Síðan fer ég með krökkunum sem ég vinn með í dag í saumatíma. Eftir að ég fór að gera það byrjaði mig að dreyma munstur. Þegar ég vakna verð ég ekki rólegur fyrr en ég hef prófað að útfæra þau í verki,“ seg- ir Sveinn sem einmitt þennan vetr- ardag í Stykkishólmi skartar fal- legri prjónahúfu sem hann hefur gert sjálfur. „Um daginn dreymdi mig svo rafmagnsgítar. Núna er ég kominn langleiðina með að smíða hann. Ég spila á gítar sjálfur, mikið með Daða frænda mínum. Við höf- um leikið nokkrum sinnum í brúð- kaupum, við útfarir og slík tæki- færi. Við erum ekki trúbadorar og ekkert fyrir pöbbastemminguna, viljum frekar spila róleg, melódísk og falleg lög og hafa gaman af því sem við erum að gera.“ Stefnir á frekara nám Sveinn Arnar segist gera hlutina á sínum eigin forsendum. Hann eigi erfitt með að fara eftir því sem aðr- ir segi honum að gera. Nú er hann að gæla við þá hugmynd að fara er- lendis í nám. Hugurinn stendur til þess að vinna við skapandi hönn- un. „Ég fékk nýlega inni í listaskóla í Sundsvall í Svíþjóð en hafði ekki kost á að fara strax. Ég hef áhuga á að leggja stund á handverk og list- ir. Mig langar að vinna við eitt- hvað þar sem ég get notið mín sjálfur og ég ræð ferðinni. Ég á til dæmis mjög erfitt með að lesa ein- hverja bók ef einhver segir mér að gera það. Ef mér dettur hins vegar sjálfum í hug að lesa bók þá geri ég það.“ mþh Sveinn Arnar Davíðsson í íþróttasalnum í Stykkishólmi þar sem flest snýst um körfuboltann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.