Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Blaðsíða 64

Skessuhorn - 27.11.2013, Blaðsíða 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Bókin Skógarauðlindin - ræktun, umhirða og nýting kom út í haust. Hún er hluti af verkefninu Kraft- meiri skógur sem er fræðsluverk- efni sem leggur áherslu á að fjalla um skógrækt sem fjölskyldufyrir- tæki og nauðsyn þess að hlúa vel að ræktuninni til að ná árangri. Þessu nýja verkefni er ætlað að ná til sem flestra skógareigenda á Íslandi með almennri fræðslu, persónulegum heimsóknum, útgáfu á kennslu- efni, virkri heimasíðu og ýmis kon- ar endurmenntun. Grunnhugmynd af „Kraftmeiri skógur“ kemur frá verkefninu Kraftsamling skog í Svíþjóð. Þar hefur verkefnið verið í gangi í þrjú ár og gengið vel. Hér mun verk- efnið taka rúmlega tvö ár. Nán- ari upplýsingar um verkefnin er að finna á www.skogarbondi.is Bók- ina þýddu yfir tuttugu íslenskir sér- fræðingar í skógrækt og endurskrif- uðu hana. Á annað hundrað mynd- ir og teikningar eru í bókinni sem gerir hana fallega og skemmtilega aflestrar. Bókin er 128 síður í stóru broti. Í kynningu segir m.a: „Þekk- ing á atvinnugreininni er forsenda þess að góður árangur náist og skili ásættanlegum arði. Í skógrækt er þekking og yfirsýn þannig undir- staða þess að hægt sé að skipuleggja starfsemina og taka réttar ákvarð- anir á hverjum tíma, því aðgerðir eða aðgerðaleysi dagsins í dag ráða miklu um lokaútkomu langtíma- verkefnis eins og ræktunar nytja- skóga. Bókinni er ætlað það hlut- verk að gefa yfirlit yfir helstu at- riði sem hyggja þarf að við rækt- un skóga. Hér er farið yfir undir- búning og skipulagningu, og helstu framkvæmdaatriði í ræktun og um- hirðu miðað við reynslu og aðstæð- ur hér á landi. Bókin kostar 5.100 krónur, auk sendingarkostnaðar. Hægt er að panta hana í síma 433 5000. Einnig getur þú sent tölvu- póst til ritari@lbhi.is - og óskað eft- ir að fá heimsent eintak/eintök en þá þarf að gefa upp nafn greiðanda, kennitölu, póstnúmer og stað.“ mm „Sjávariðjan er fjölskyldufyrirtæki. Við erum fimm systkinin og ég yngstur. Ég kláraði grunnskólann, tók framhald og fór í Vélskólann og tók þriðja stigið þar. Hér hjá Sjávar- iðjunni hef ég verið síðan 1994. En auðvitað byrjaði ég á sjónum miklu fyrr, var á línu á litlu bátunum og á trolli á Hamri SH sem er í eigu föður míns. Þar hætti ég 2007 og fór þá að vinna hér í fjölskyldufyrir- tækinu í landi. Ég er búinn að vera í sjávarútvegi frá blautu barnsbeini.“ Alexander Friðþjófur Kristins- son framleiðslustjóri Sjávariðjunn- ar er afslappaður þar sem hann sit- ur snemma kvölds á skrifstofu fyr- irtækisins. Vinnudeginum í vinnsl- unni er lokið og myrkur fallið á en dagurinn er ekki búinn enn. Bátar eru væntanlegar í Rifshöfn á hverri stundu. Þarf þá að taka á móti afl- anum og koma honum í hús. Alexander er borinn og barn- fæddur Vestlendingur. „Ég er fædd- ur 1976 á Akranesi en hef búið alla tíð í Rifi. Foreldrar mínir eru héð- an frá Rifi. Konan mín heitir Íris Ósk Jóhannsdóttir og saman eigum við fimm börn. Við búum í Rifi og hér er gott að vera.“ Afkoman farin að verða erfiðari Spjallið berst fljótt að útgerðinni og fiskvinnslunni. Við höfum nú próf- að ýmislegt. Uppistaðan síðustu nítján árin er þó ferskur fiskur sem fer í flug. Í dag erum við með þrjá báta á línu eða um 16 manns á sjó. Síðan erum við með 16 beitninga- menn og 22 starfsmenn hér í land- vinnslunni. Auk þess erum við fjög- ur sem komum að skrifstofuhald- inu. Ég gleymi alltaf að telja okkur fjölskylduna með,“ segir Alexander og hlær við. Það skiptast á skin og skúrir í út- gerðinni. „Tíðin var alveg hræðileg frá miðjum október og fram í miðj- an nóvember. Núna upp á síðkastið hefur hins vegar verið mikil vinna. Afkoman er búin að vera viðunandi síðustu árin. Hún er þó slakari í ár, fyrst og fremst vegna þess að allur kostnaður hefur verið að hækka svo mikið. Við finnum alveg fyrir hærra tryggingagjaldi, dýrari olíu, hækk- un á raforku og áfram má telja.“ Afurðaverð á bolfiski hefur í mörgum tilvikum farið lækkandi að undanförnu. Mikið framboð á þorski úr Barentshafi og efna- Skógurinn er auðlind í ýmsu tilliti. Bók um skóg sem auðlind Á myndinni er ritstjórn bókarinnar Skógarauðlindin - ræktun, umhirða og nýting. F.v. Hallur Björgvinsson, Björn B. Jónsson, Harpa Dís Harðardóttir og Björgvin Örn Eggertsson. Ljósm. áþ. Stundar fjölbreytta verðmætasköpun í fjölskyldufyrirtækinu hagserfiðleikar á evrusvæðinu hafa sitt að segja. „Verðið heldur sér þó á dýrustu afurðunum svo sem hnakkastykkjunum. Milliafurðir sem við köllum hafa lækkað og fólk sem áður keypti hnakkana er farið að kaupa meira sporðstykkin. Verð- in á þunnildum og í blokk eru hins vegar mjög léleg. Lækkanir hafa orðið miklar í frystiafurðum.Við sem erum í flugfiskinum höfum þó almennt fundið minna fyrir verð- lækkunum. Ferska hráefnið stend- ur betur að vígi í svona ástandi.“ Ýsan hefur oft vegið þungt í veiðum bátanna. Nú syrtir í álinn með hana. „Ýsan er á hraðri nið- urleið. Nú veiðast vissulega mik- ið af tveggja og þriggja ára ýsu og hafa menn vissar áhyggjur yfir því að það er lítið að sjá af yngri ýsu. Þegar stórýsan klárast þá er þetta bara búið í bili að minnsta kosti. Þá megum við búast við því að sjá svip- að ástand og við Færeyjar núna. Þar er engin ýsa.“ Reyna fyrir sér í uppsjávarfiski Á síðustu árum hefur Sjávariðjan fetað sig inn á vinnslu á uppsjáv- arfiski, síld og makríl. „Við höf- um keypt makríl af smábátun- um. Það hefur kostað mjög mikla vinnu að þróa þetta. Við byrjuð- um strax fyrsta árið að flaka mak- rílinn og vildum reyna að búa til topp vöru sem við gætum boð- ið smásölu aðilum víða um heim. Fyrstu árin voru mjög erfið í sölu. Við sáum það fljótt að við gátum ekki boðið flökin þeim sömu og voru að taka stóra farma hér á Ís- landi. Nú er það orðið léttara eft- ir að við fundum út að við ættum að leita okkar eigin leiða. Nú erum við komin þangað að kúnnarnir leita okkur uppi í staðinn fyrir að við þurfum að finna þá. Við höfum heilfryst stærsta makrílinn, flak- að millifiskinn og plötufryst þann minnsta. Þannig flokkum við all- an fiskinn og beinum honum inn á rétta markaði eftir stærðum. Þetta skapar góða vinnu og verðmæti frá júní til september. Veiðarnar hafa líka gengið vel. Það má segja að í sumar hafi flæðið verið orðið mjög gott eftir ár með dýrri þróunar- og markaðsvinnu.“ Fyrirtækið hefur einnig reynt fyrir sér í síldarvinnslu eftir að silf- ur hafsins fór að veiðast við norð- anvert Snæfellsnes. „Við höfum þó ekkert verið í síldinni nú í ár. Við blokkfrystum heila síld og flök síðustu ár. Afurðaverðið er bara þannig að þetta er ekkert spenn- andi. Stóru uppsjávarfyrirtækin geta tekið mikið magn með litlum kostnaði og selt í stórum förmum sem skapar mikla hagkvæmi. Við, þessir litlu í landi, verðum hins vegar að gera eitthvað meira út úr þessu til að bera eitthvað úr být- um, saxa hana í bita eða eitthvað viðlíka.“ Vill skýrari stefnu og meiri jákvæðni Alexander segir að þrátt fyrir ýms- ar áskoranir þá sé góður hugur í sjávarútveginum í Snæfellsbæ. „Það er ágætis bjartsýni í fólki. Það sem mér finnst bara vanta í sjávar- útveginum er meiri sátt þannig að við fengjum að vera í friði með það sem við erum að gera. Það vantar líka ákveðnari stefnumót- un til langframa. Það er svo erfitt að skipuleggja fram í tímann. Um- ræðan um sjávarútveginn er líka oft neikvæð. Það þarf að sýna og segja þjóðinni að við erum að gera góða hluti og við erum að vanda okkur.“ mþh Alexander Friðþjófur Kristinsson framleiðslustjóri í Sjávariðjunni í Rifi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.