Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 27.11.2013, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Nýverið tók Gunnlaugur Jónsson við þjálfarastöðu knattspyrnuliðs ÍA, liðinu sem ól hann upp. Gunn- laugur er ekki bara í boltanum þrátt fyrir að njóta velgengni á því sviði. Hann er einnig umsjónarmaður út- varpsþáttaraðarinnar „Árið er,“ á Rás 2 en þáttur sá hefur hlotið mik- ið lof gagnrýnenda. Þetta hugar- fóstur Gunnlaugs hefur ekki ein- ungis orðið að útvarpsþáttaröð heldur einnig víðtækri samantekt á sagnfræðilegum tónlistarminj- um Íslendinga. Eða eins Hallgrím- ur Oddsson hjá Viðskiptablaðinu komst að orði: „Þættirnir Árið er eru einhverjar mikilvægustu menn- ingarheimildir sem Ríkisútvarpið hefur nokkurn tímann tekið sam- an.“ Blaðamaður ræddi við útvarps- manninn Gunnlaug Jónsson. Einn gítartími Gunnlaugur, eða Gulli eins og hann er jafnan kallaður, er fæddur 1974. Hann hefur alla sína tíð haft brenn- andi áhuga á tónlist og þá aðallega íslenskri tónlist. „Það var á árunum 1990 og 1991 sem tónlistin fang- aði mig algerlega. Á þessum tíma voru plötur með Þursaflokknum, Trúbroti og Spilverkinu endurút- gefnar á geisladiskum. Og í þessu lá ég,“ segir Gulli. Sumir gætu haldið að maður með svo mikla tónlistar- ástríðu myndi jafnvel reyna sjálfur fyrir sér í tónlist? „Mig minnir að það hafi ekki þurft nema einn gítar- tíma hjá Orra Harðarsyni vini mín- um til að átta mig á því að leið mín lá ekki í þær áttir,“ segir Gunnlaug- ur og þar með er því svarað. Gerði Ný dönsk þætti á launum hjá MP banka Þegar Gunnlaugur gekk í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi tók hann virkan þátt í útvarpi skólans. „Það blundaði alltaf í mér einhver fjölmiðladraumur og árin 1994 og 1995 var ég með tónlist- arþætti í útvarpi FVA. Það tók sinn tíma að klára stúdentinn. Árið 2000 fór ég aftur í Fjölbraut á Akranesi. Þá var boðið upp á útvarpsáfanga sem Óli Haralds kennari stjórnaði. Ég nýtti mér hann og þannig hélst við fjölmiðlaáhuginn,“ segir Gulli. Í byrjun árs 2008 kom Gulli sér að hjá RÚV í gegnum kunnings- skap. Hann gerði þá fimm þætti um hljómsveitina Ný dönsk fyrir Rás 2. „Þarna var ég að vinna fyrir MP banka. Það var ósköp lítið að gera í vinnunni svo ég gerði bara þessa þætti á launum hjá þeim,“ segir hann og brosir. Löng fæðing Eftir vel heppnaða þætti um Ný dönsk hélt Gunnlaugur að björn- inn væri unnin og hann væri komin inn hjá RÚV. „Ég fór að viðra hug- mynd af viðamikilli þáttaröð sem ég var með í kollinum við starfsfólk Rásar 2. Óla Palla og Ásgeiri Ey- þórssyni leist strax vel á hugmynd- ina. Á þessum tímapunkti trúði ég því innst inni að þættirnir yrðu að veruleika og byrjaði strax að skrifa upplýsingar um hvert ár í íslenskri tónlist í excel skjal. Ég verð að við- urkenna að ég var logandi hrædd- ur að svipaður þáttur myndi dúkka upp í útvarpinu,“ segir Gulli. Það var hins vegar ekki fyrr en haust- ið 2012, þegar stefndi í afmælisár Rásar 2, að hann var kallaður aft- ur inn á teppi hjá þeim Óla Palla og Ásgeiri til ræða hugmyndina frek- ar. Í nóvember 2012 fangaði Mar- grét Marteinsdóttir þáverandi dag- skrárstjóri hugmyndina að þáttun- um Árið er, sem hófu svo göngu sína á þrítugasta afmælisári Rásar 2 á þessu ári. Fjórir af sjö eru Skagamenn Gunnlaugur fékk með sér ein- vala lið til að vinna þættina. „ Jón- atan Garðarsson kemur að hand- ritsgerð, Sigríður Thorlacius ljá- ir okkur rödd sína við lestur hand- rits, Gunnar Gunnarson bróðir Óla Palla, hefur hjálpað okkur með af- ritun á segulböndum, Stefán Jóns- son bróðir minn hefur verið ómiss- andi síðari hluta árs og svo Ás- geir Eyþórsson sem er minn nán- asti samstarfsmaður,“ segir Gulli ánægður með sitt lið. Þess má geta að þrír síðastnefndu eru Skaga- menn. „Ásgeir reyndist hárréttur samstarfsaðili að þessum þáttum. Hann er háklassa klippari og mjög skipulagður, án hans hefðum við ekki komist í gegnum þetta ár. Við Ásgeir eigum það sameiginlegt að vera fullkomnunarsinnar. Það held ég að sé einn lykillinn af því hversu vel þættirnir hafa tekist. Það eru mörg smáatriði sem eru útpæld,“ segir Gulli og bætir því við að hann sé heppinn með allt starfsfólk sem komið hefur að þessari þáttaröð. Spurður hver uppáhalds tónlistar- árin séu, svarar Gulli: „1992, 1999 og 2005. Á þeim árum voru gefn- ar út frábærar plötur, þau eru tíð- indamikil hvað varðar tónlist og við höfum þurft að kafa djúpt. Þar af leiðandi hefur verið skemmtilegast að vinna þættina um þau ár.“ Hálf manískur „Það er eins og ég hafi verið að und- irbúa þessa þætti frá unglingsaldri,“ segir Gulli. „Ég hélt tónlistarúr- klippubók í fjögur ár og sankaði að mér segulbandsspólum og tímarit- um. Þessir hlutir hafa allir nýst mér í þessari samantekt. Nútímatækni gerir þetta líka auðveldara, svo sem tonlist.is, google docs, tímarit.is og eins er hægt að nálgast tónlistar- mennina á Facebook,“ bætir Gulli við. Þeir sem þekkja til Gunnlaugs vita að það sem hann tekur sér fyrir hendur gerir hann af svo mikilli elju að það jaðrar við þráhyggju. „Það er svo sem ekkert launungar mál að ég er náttúrulega hálf manísk ur,“ játar Gulli. „Sjúkdómurinn „Ma- nic Depression“ erfist frá móðurætt minni,“ bætir hann við. Bæði móð- ir Gunnlaugs og amma hans hafa þurft að glíma við þann illvíga sjúk- dóm sem oft á tíðum hefur verið og er mjög óvæginn. „Ég hef bara ver- ið það heppinn að hafa ekki orðið veikur í maníunni síðan 1992,“ segir Gunnlaugur sem greinlega nýtir sér orkuna sem í sjúkdómnum felst. Ætlaði aldrei að verða þjálfari Gunnlaugur býr yfir leiðtogahæfi- leikum sem hafa nýst honum í fót- boltanum. Hann var valinn fyrirliði ÍA árið 2000. Þar hélt Gulli þeim titli allt þar til hann fór yfir í KR árið 2006 þar sem hann var einn- ig valinn fyrirliði. Fyrir tímabilið 2009 var hann ráðinn þjálfari Sel- foss mjög óvænt. „Ég ætlaði aldrei að verða þjálfari. En úr því það æxl- aðist þannig þá vaknaði sá draum- ur að fá einhvern tímann að þjálfa æskuliðið mitt ÍA,“ segir Gunnlaug- ur sem nú hefur tekið við þjálfara- stöðunni á Akranesi. „Núna er rétti tíminn. Ég kem inn á mjög spenn- andi tíma. Aldrei í sögu liðsins hef- ur verið svona langt skeið þar sem hefur gengið svona illa,“ segir Gulli sem er hvergi banginn við mögu- legar væntingarnar Skagamanna. „Ég verð með Jón Þór Hauksson vin minn mér við hlið. Í fyrsta skipti verð ég með aðstoðarþjálfara sem ég veit upp á hár hvar ég hef. Það verð- ur bara spennandi að takast á við þessa áskorun,“ segir Gulli tilbúin í slaginn. Fjölskyldan „Þetta eru ólík störf og ég sé kostina sem í því felast,“ segir Gulli um at- vinnu sína. „Það felst ákveðin hvíld í hvoru öðru að vinna þetta svona. En svo er bara að finna jafnvægi með þessu öllu og fjölskyldunni. Það verður að viðurkennast að það hefur aðeins hallað á fjölskylduna þetta árið meðal annars vegna þess að við gerðum okkur ekki grein fyr- ir hversu tímafrekt er að búa til út- varpsþættina. En við erum reynsl- unni ríkari og munum gefa okk- ur meiri tíma í þá þætti sem eftir eru,“ bætir hann við. Betri helming- ur Gunnlaugs heitir Kristín Hall- dórsdóttir. Þau kynntust í námsferð í Brussel í námskúrs sem kenndur var í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands. Saman eiga þau börnin Jón Breka sjö ára og Katrínu Björgu sem verður tveggja ára núna í lok des- ember. “Kristín er ótrúlegur kven- maður sem hefur verið mér stoð og stytta síðustu tíu ár.Við erum talsvert ólík en ég er ekki frá því að hún hafi róað mig talsvert síðan við kynnt- umst. Þó hún sé nú ekki alltaf hrifin af tímanum sem fer í vinnuna mína þá er hún minn helst stuðningsmað- ur,“ segir Gulli. Fortíð í framtíðinni „Ég er heppinn að vinna við áhuga- málin mín og ég er hvergi hættur. Það er stefnan að berjast með ÍA lið- inu og mig dreymir um að gera aðra þáttaröð,“ segir Gulli. „Hugmyndin er að hún taki fyrir árin 1964-1982 og við erum búnir að teikna hana upp. Það má ekki bíða of lengi svo hægt sé að ná tali af tónlistarmönn- um áður en maður missir þá til feðra sinna,“ bendir Gunnlaugur á, kapp- samur um að ná saman þessum sagnfræðilegu tónlistarminjum. Brynh. Stef. Lífið er annað og meira en fótbolti Gunnlaugur Jónsson knattspyrnuþjálfari og útvarpsmaður „Og þá var kalt í höllinni.“ Aðstoðarþjálfarinn Jón Þór Hauksson og Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA. Myndin var tekin á æfingu í Akraneshöllinni á dögunum. Bræðurnir Gunnlaugur Jónsson og Stefán Jónsson við störf á RÚV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.