Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Side 22

Skessuhorn - 27.11.2013, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Jólin byrja á Gamla Kaupfélaginu Bjóðum uppá hefðbundið íslenskt jólahlaðborð að hætti Gamla Kaupfélagins, mikið úrval forrétta , aðal- og eftirrétta. Kirkjubraut 11 | 300 Akranes | www.gamlakaupfelagid.is Borðapantanir í síma 431 4343 eða gisli@gamlakaupfelagid.is Andri Snær Magnason rithöf- undur kom nýverið í heim- sókn og las fyrir börn og ung- menni í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Hann var sérstaklega ánægður með hlustendahópinn og hafði orð á því að gaman hefði ver- ið að lesa fyrir elstu börnin í Skýjaborg sem hlustuðu af at- hygli á upphaf bókarinnar, Blái hnötturinn. Í 1. - 5. bekk las Andri úr sömu bók og auk þess nýrri bók sem heitir Tímakistan. Fyrir nemendur í 6. - 10. bekk las Andri úr ljóðabók- unum Bónusljóð og Ljóðasmygl og skáldarán. Auk þess las hann upp úr nýju bókinni Tímakistan, seg- ir á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar. Þar segir að krakkarnir hafi hlustað af athygli og haft gaman af. Í lok- in sat Andri fyrir svörum, krakkarn- ir spurðu hann spjörunum úr um nýju bókina Tímakistuna og líf rit- höfundarins. Þess má geta að Blái hnötturinn hefur nú verið gefin út í 30 löndum og er Andri nýkominn heim frá TOKYO þar sem hann las fyrir japönsk börn. þá Í tilefni þess að Björgunarsveit- in Heiðar varð 40 ára þann 31. mars síðastliðinn var sveitin með af- mæliskaffi og opið hús i Þing- hamri síðastlið- inn sunnudag. Núverandi for- maður sveitar- innar er Grétar Þór Reynisson í Höll. Að sögn Grétars eru fé- lagar í Heiðari um hundr- að talsins. Þar af eru skráðir í björgunarsveitina um fimmtíu. Virkir félagar eru um fimmtán, þeir sem að jafnaði mæta á vinnu- fundi í félaginu. Heiðar gegn- ir ásamt öðrum björgunarsveit- um í Borgar- firði og í land- inu mjög mikil- vægu hlutverki, starfar á lands- stóru svæði þar sem þjóðleiðin liggur í gegn, m.a. um Holtavörðuheiði þar sem oft þarf að aðstoða vegfarendur. þá Föstudaginn 29. nóvembar næst- komandi klukkan 20 mun Tón- listarskóli Borgarfjarðar vera með tónleika í Reykholtskirkju. Fær skólinn tónlistarfólk úr héraði, Freyjukórinn og Samkór Mýra- manna til liðs við sig. Þar verð- ur óperutónskáldanna Verdis og Wagners minnst, en á þessu ári eru 200 ár frá fæðingu þeirra beggja. Flutt verða þekkt lög eftir þessa snillinga; einsöngur, kórsöngur, einleikur og samleikur. Á tónleik- unum koma kennarar Tónlistar- skóla Borgarfjarðar fram, söngfólk úr héraði og kórarnir tveir. Að- gangur að tónleikunum er ókeyp- is og eru allir velkomnir. Fjölbreytt starf á haustmisseri „Starfið í Tónlistarskóla Borgar- fjarðar hefur verið mjög fjölbreytt í haust,“ segir Theodóra Þor- steinsdóttir skólastjóri í samtali við Skessuhorn. „Í byrjun nóvem- ber var skólinn með hljóðfæra- kynningar í öllum leik- og grunn- skólum Borgarbyggðar og mælt- ust þær mjög vel fyrir. Nú eru kennarar hér í skólanum að und- irbúa Verdi/Wagner-tónleikana og í næstu viku verða einnig jóla- tónleikar nemenda. Að þessu sinni ætla kennarar og nemend- ur að breyta til og vera með jóla- tónleika í fyrirtækjum í sveitarfé- laginu. Nokkur fyrirtæki hafa haft samband við skólann og munu nemendur og kennarar bjóða upp á 30 mínútna tónleika á hverjum stað. Áhugasamir geta haft sam- band við mig í síma 437-2330 eða sent tölvupóst á netfangið tskb@ simnet.is,“ segir Theodóra. Einir framhaldsprófstónleikar eru á dagskrá skólans nú í desemb- er. Anna Sólrún Kolbeinsdóttir er að taka framhaldspróf í píanóleik og verða tónleikar hennar í Reyk- holtskirkju þriðjudaginn 3. des- ember kl. 20:30. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeyp- is. mm Verdi og Wagner viðfangsefni stórtónleika í Reykholtskirkju Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Giuseppe Verdi tónskáld. Richard Wagner tónskáld. Andri Snær les fyrir skólabörn í Hvalfjarðar- sveit. Ljósm. jrh. Andri Snær heimsótti skóla í Hvalfjarðarsveit Björgunarsveitin Heiðar hélt upp á afmælið

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.