Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2000, Qupperneq 13

Læknablaðið - 15.06.2000, Qupperneq 13
FRÆÐIGREINAR / BARNAGEÐLÆKNINGAR Ofvirkniröskun Yfirlitsgrein Gísli Baldursson Ólafur Ó. Guðmundsson Páll Magnússon Frá göngudeild barna- og ung- lingageðdeildar Landspítalans. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Ólafur Ó. Guðmundsson, göngudeild barna- og ung- lingageðdeildar Landspítala Dalbraut 12,105 Reykjavík. Sími: 560 2500. Netfang: olafurog@rsp.is Lykilorð: of irkniröskim, athyglisbrestur, yfirlit. Ágrip Ofvirkniröskun er heilkenni einkenna á sviði hreyfi- ofvirkni, hvatvísi og athyglisbrests sem eru í ósam- ræmi við aldur og þroska. Prátt fyrir aukna þekkingu á líffræðilegum og sálfræðilegum þáttum röskunar- innar hefur ekki tekist að finna sértæka orsök. Við greiningu er nákvæm sjúkrasaga mikilvæg en einnig er stuðst við staðlaða einkennamatskvarða, sálfræði- legt mat og læknisfræðilega skoðun. Aukning í grein- ingu og meðferð röskunarinnar hefur verið til um- ræðu, bæði meðal almennings og fagfólks. í þessari yfirlitsgrein er reynt að gera röskuninni skil á sem hagnýtastan hátt, bæði varðandi greiningu og með- ferð en ekki er farið nákvæmlega í fylgiraskanir eða mismunagreiningar. Sögulegt yfirlit Elsta þekkta læknisfræðilega heimild um ofvirkni- röskun hjá börnum er frá breska lækninum George Still sem árið 1902 lýsti hópi 43 barna. Hegðun barn- anna einkenndist af of mikilli virkni, erfiðleikum í einbeitingu og vandkvæðum við að hafa viðeigandi stjórn á hegðun sinni til að laga hana að siðareglum samfélagsins (moral control of behaviour). Still lýsti því einnig að drengir væru mun fleiri en stúlkur í hópi ofvirku barnanna og hann áleit að í sumum tilvikum stafaði fyrirbærið af heilaskaða á fósturskeiði eða eftir fæðingu, en í öðrum tilfellum væri líklegast um að ræða erfðabundna tilhneigingu til hömlulítillar hegðunar (1). Ahugi Bandaríkjamanna á ofvirkniröskun er rak- inn til heilabólgufaraldurs sem geisaði í landinu á ár- unum 1917-1918. í fari margra þeirra barna sem lifðu af komu fram einkenni í hegðun og hugsun sem virt- ist mega rekja til sjúkdómsins. Einkum var lýst ein- beitingarskorti og eirðarleysi, skertri stjórn virkni og hvata, og truflunum á vitsmunasviðinu, ekki síst í minni. Ut frá athugunum á þessum börnum mótaðist hugmyndin um heilaskaðaða barnið sem síðan end- urspeglaðist á sjötta og sjöunda áratugi aldarinnar í hugtökunum vægur heilaskaði og væg truflun á heila- starfi (Minimal Brain Damage, Minimal Brain Dys- function, MBD). Einkenni þessarar röskunar á heila- starfi voru talin margvísleg, bæði í hegðun sem og í vitsmunum og á tilfinningasviðinu. Eins og í fyrri lýs- ingum fól röskunin í sér einbeitingarerfiðleika, of- virkni og hvatvísi, en einnig námserfiðleika, slaka samhæfingu hreyfinga, árásargirni og miklar sveiflur í tilfinningalífi. ENGLISH SIIMMARY Hyperkinetic disorder. A review Baldursson G, Guðmundsson ÓÓ, Magnússon P Læknablaðið 2000; 86: xx-yy Attention-deficit/hyperactivity disorder or hyperkinetic dis- order is a clinically defined syndrome characterised by age inappropriate deficits in sustained attention, impulsivity and overactivity. Despite extensive investigation, a specific neuroanatomical, physiological, biochemical, or psycho- logical origin has not been identified. Diagnosis is based on detailed medical and developmental history, symptom rating scales, psychological assessment and medical evaluation. Increases in diagnosis and treatment of the disorder have elicited public and professional concern. The main focus in this article is on this disorder in children and adolescents and includes practical information on assessment and treatment. Other disorders, which may be either comorbid with or mistaken for hyperkinetic disorder, are reviewed in less detail. Keywords: hyperkinetic disorder, attention deficit hyperactivity disorder, review. Undir lok sjötta áratugarins urðu þær gagnrýni- raddir æ háværari sem töldu MBD hugtakið of vítt og ósérhæft og gagnrýndu jafnframt að greindur væri heilaskaði þó sjaldnast væri unnt að sýna fram á það með beinum athugunum á miðtaugakerfi. Á sama tíma beindist athyglin í ríkara mæli að hreyfiofvirkni barnanna (2) og fram kom hugtakið Hyperactive child syndrome. Annan mikilvægan áfanga í þróun þekk- ingarinnar má telja rannsóknir Virginia Douglas við McGill háskólann í Kanada á fyrri hluta áttunda ára- tugarins (1) sem vörpuðu ljósi á mikilvægi athyglis- brests (attention deficit) meðal einkenna ofvirku barnanna. Um 1980 má segja að í meginatriðum sé mótaður sá skilningur á ofvirkni sem enn er ríkjandi í dag, sem er að heilkennið samanstandi af þremur meginflokk- um einkenna, það er einkennum athyglisbrests, hreyfiofvirkni og hvatvísi. í þriðju útgáfu DSM grein- ingarkerfisins (3) er fyrirbærinu valið heitið athyglis- brestur með ofvirkni (Attention Deficit Hyperacti- vity Disorder, ADHD). Rannsóknir seinustu ára hafa reyndar rennt stoðum undir þá hugmynd að réttara sé að líta svo á að um sé að ræða tvo einkennaflokka, einkenni athyglisbrests og einkenni hreyfiofvirkni/ Læknablaðið 2000/86 413
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.