Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2000, Side 16

Læknablaðið - 15.06.2000, Side 16
FRÆÐIGREINAR / BARNAGEÐLÆKNINGAR Meðferð Af meðferðaraðferðum í ofvirkni hefur lyfjameðferð lengst verið stunduð á markvissan máta og byggir á ítarlegustum rannsóknaniðurstöðum, en rannsóknir á áhrifum örvandi lyfja á ofvirknieinkenni hófust á árunum 1937-1941 (1). Örvandi lyf eru í dag algengasta lyfjagerðin í með- ferð ofvirkni. Petta eru adrenhermandi lyf sem líkjast katekólamímum. Hér á landi eru í dag tvö slík lyf skráð. Ritalin eða metýlfenýdat er langmest notað. Áhrif þess koma fram innan 30 mínútna með há- marki eftir eina til þrjár klukkustundir og eru yfirleitt ekki merkjanleg eftir fimm klukkustundir (36). Lyfið hefur áhrif á ofvirknieinkennin, bæði á sviði athyglis- brests og hreyfiofvirkni/hvatvísi (36). Amfetamín er mun sjaldnar notað. Rannsóknir hafa endurtekið staðfest áhrif þessara lyfja en hjá allt að 30% barn- anna hafa þau ekki tilætluð áhrif (38). Aukaverkanir koma fram hjá 4-6% barnanna. Al- gengast er svefnleysi, lystarleysi, kviðverkir, höfuð- verkur og pirringur (36,38). Umdeildari eru vaxtar- seinkunaráhrif (39), tilkoma kækja (40) og versnun hegðunar (symtom rebound) þegar lyfin fara úr lík- amanum (41). Niðurstöður nýrri rannsókna hafa sýnt að lyfin hafa ekki áhrif á endanlegan beinvöxt (36). Þar sem um amfetamínskyld lyf er að ræða má ætla að misnotkunarhætta sé til staðar (42). Rannsóknir hafa hins vegar endurtekið sýnt að séu þessi lyf notuð í læknisfræðilegum skömmtum við meðferð ofvirkni- röskunar leiða þau ekki til ávana eða misnotkunar heldur þvert á móti geti þau dregið úr vímuefnamis- notkun á unglingsárum (43-45). Lyfjameðferð getur verið nauðsynleg hjá börnum á leikskólaaldri en mjög ung börn, sérstaklega undir þriggja ára aldri, virðast næmari fyrir aukaverkunum örvandi lyfja og því ber að gæta sérstakrar varúðar (16,46). Næstalgengasti lyfjaflokkur í meðhöndlun of- virkni eru þríhringlaga þunglyndislyf (47). Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á virkni þessara lyfja (36). Helstu aukaverkanirnar eru munnþurrkur, hægða- tregða, hraður hjartsláttur, svefntruflanir og þyngd- arbreyting. Talsverð umræða hefur verið vegna skyndidauða hjá nokkrum börnum sem fengu desi- pramín (48,49) en tilfellin eru hins vegar mjög fá og seinni rannsóknir hafa dregið þátt lyfjanna í dauðs- föllunum í efa (50). Mónóamínoxíðasa hemjarar hafa einnig verið notaðir. Notkun þeirra hefur hins vegar verið tak- mörkuð vegna alvarlegra aukaverkana. Þessi lyfja- flokkur er minna rannsakaður, en sýnt hefur verið fram á áhrif þessara lyfja í nokkrum rannsóknum (51,52). Sérhæfðari mónóamínoxiðasa hemjarar hafa mun minni aukaverkanir og þolast yfirleitt vel. Al- gengustu aukaverkanirnar eru meltingarfæraein- kenni og höfuðverkur. Hér á landi er móklóbemíð skráð. Klónidín sem er alfa-adrenergur agónisti hefur einnig verkun við ofvirkni (53). Ef lyfið er einungis gefið í lágum skömmtum eru áhrif þess á blóð- þrýsting og púls væg en þreyta er hins vegar algeng. Gæta verður að hætta ekki gjöf lyfsins skyndilega (54,55). Venlafaxín er lyf sem bæði hefur serótónín- og noradrenerga verkun. Lyfið er ekki mikið rann- sakað í meðferð ofvirkniröskunar en nokkrar rann- sóknir hafa sýnt marktæka verkun (56,57). Geðrofslyf hafa væg áhrif á hegðunareinkenni en ekki á aðra þætti ofvirkniröskunar. Aukaverkanir, sérstaklega hætta á langtímafylgikvillum, hefur tak- markað notkun þeirra (58). Önnur lyf sem hafa verið notuð en eru ekki á markaði á Islandi eru gúanfacín og búprópríon. Ekki hefur verið sýnt fram á að þung- lyndislyf sem hindra endurupptöku á serótóníni (SSRI lyf) hafi áhrif í meðferð ofvirkniröskunar (58). Samsett lyfjameðferð hefur orðið æ algengari í meðferð ofvirkniröskunar (59). Ymsar ástæður liggja því til grundvallar, til dæmis ef ekki næst nægur ár- angur með einu lyfi eða til staðar er fylgiröskun sem þarfnast annars konar lyfjameðferðar. Vegna þess hve helmingunartími metýlfenýdats er stuttur getur stundum gagnast að gefa lyf með lengri helmingunar- tíma samhliða (54). Margar tilraunir hafa verið gerðar til að hafa áhrif á ofvirknieinkenni með breyttu mataræði, svo sem fæði án litar- og rotvarnarefna og sykurs. Einnig hafa verið reyndir háir skammtar af vítamínum, steinefn- um svo og ýmis svokölluð fæðubótarefni. Ekki liggja fyrir rannsóknir sem sýna fram á áhrif breytts matar- æðis á einkenni ofvirkniröskunar (60). Hvað varðar sálfélagslega (psychosocial) meðferð á ofvirkni byggja aðferðir atferlismótunar mest á rannsóknum á meðferðarárangri (14,61,62). Stutt meðferð af þessu tagi breytir ekki atferli ofvirkra barna til langframa, heldur þarf að breyta uppeldis- umhverfi barnsins þannig að uppeldisaðferðir bygg- ist til lengri tíma á aðferðum atferlismótunar (8). Þetta er gert meðal annars með því að halda svoköll- uð þjálfunarnámskeið fyrir foreldra þar sem foreldr- um er kennt að beita viðeigandi uppeldisaðferðum, meðal annars umbunarkerfum. Kennarar þurfa á sama hátt að fá ráðgjöf og fræðslu um atferlismótun- araðferðir sem beita má í skólastofum (62). Jafnframt er talið mikilvægt að foreldrar, kennarar og eftir at- vikum barnið sjálft, fái fræðslu um athyglisbrest með ofvirkni, einkenni, orsakir, horfur og meðferðarað- ferðir (14). Ymis önnur meðferðarúrræði hafa verið reynd, svo sem hugræn meðferð og félagshæfniþjálfun, en rannsóknir hafa ekki sýnt fram á árangur þessara að- ferða þótt þær virðist geta gert nokkurt gagn ef þær eru notaðar samhliða öflugri atferlismótun (60). Rannsóknir benda ekki til þess að hefðbundin sam- talsmeðferð eða leikmeðferð hafi áhrif á einkenni ofvirkniröskunar (60). 416 Læknablaðið 2000/86

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.