Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2000, Síða 33

Læknablaðið - 15.06.2000, Síða 33
FRÆÐIGREINAR / SMÁSJÁRAÐGERÐIR Kristinn R. G. Guðmundsson Frá heila- og taugaskurðdeild Landspítala Fossvogi. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Kristinn R. G. Guðmundsson heila- og taugaskurðdeild Landspítala Fossvogi. Netfang: kristgud@shr.is Lykilorð: skurðsmásjá, heila- og taugaskurðlœkningar, ísland. Smásjáraðgerðir í heila- og taugaskurðlækningum Þróun sjónglerja og notkun þeirra viÖ skurÖaÖgerÖir Ágrip Hér fer á eftir stutt ágrip af sögu sjónglerja, sjónauka og smásjáa og lýst hvernig skurðsmásjáin (aðgerðar- smásjáin) þróaðist út frá þeim. Greint verður frá upp- hafi smásjáraðgerða en þær hafa á síðustu árum náð mikilli útbreiðslu um víða veröld. Fjallað verður um notkun skurðsmásjáa hér á landi en þó sérstaklega á heila- og taugaskurðdeild Landspítala Fossvogi (áður SHR/BSP). Inngangur t>að eru sennilega ekki margir af þeim er nota skurð- smásjár daglega sem gera sér grein fyrir því að þær geta einnig verið ágætis sjónaukar, þó að sjálfsögðu að því tilskyldu að safnglerið sé fyrst skrúfað af. Þannig má í raun beina skurðsmásjánni jafnt til óra- vídda himingeimsins sem að innstu afkimum hins jarðneska líkama mannsins en það er einmitt hið síðarnefnda sem aðallega verður fjallað um í þessari grein. Sérstök ástæða þykir til að kynna notkun skurðsmásjáa hér á landi til viðbótar því sem áður hefur verið gert, þar sem þær hafa nú verið notaðar með glæsilegum árangri til fjölda ára þótt það hafi ekki farið hátt né vakið þá umræðu eða eftirtekt sem skyldi. Hér var á sínum tíma um mjög merkilega nýj- ung að ræða sem í tfmans rás hefur án efa haft mikil- væg áhrif á heilbrigðisþjónustu á íslandi eins og ann- ars staðar. Gleraugun Talið er að Kínveijar hafi fyrstir orðið til að finna upp gleraugun og það löngu áður en farið var að nota þau í Evrópu. Sögur fara af notkun þeirra í Kínaveldi um 500 árum fyrir Krist og Marco Polo kvaðst hafa séð marga Kínverja nota gleraugu. Það var um 1275 eftir Krist (1). En þessu var öðruvísi farið í Evrópu og fyrir botni Miðjarðarhafsins. Talið er að leturgrafarar hafi senni- lega notað glerkúlur fylltar vatni sem stækkunargler fyrir að minnsta kosti 3000 árum og Rómverjar not- uðu ef til vill stækkunargler sem gerð voru úr berg- kristöllum. Glerlinsur eins og við þekkjum þær komu ekki til sögunnar í Evrópu fyrr en um 1200 eftir Krist og var það ef til vill mest fyrir tilviljun. Ef til vill komst einhver aldraður glergerðarmaður að því að með því að horfa í gegnum kúpt gler ætlað í steindan glugga mátti sjá mun betur en ella. Nafnið sem þess- um gripum var gefið bendir og til þess að um almúga- ENGLISH SilMMARY The surgical microscope and its use in neurological surgery Guðmundsson KRG Læknablaðið 2000; 86: xx-yy This is a short history of glasses, telescopes and microscopes and how the surgical microscope developed from these optical instruments and became one of the most necessary and most widely used surgical instruments in the world for the past 30 years. It has been of great importance to modern surgery, especially ear, nose and throat surgery, eye surgery and last but not least neurological surgery. The role of the surgical microscope in lceland, and especially in neurological surgery, is discussed. Key words: surgical microscope, microneurosurgery, tcetand. Correspondance: Kristinn R. G. Guðmundsson. E-mail: kristgud@shr.is mann hafi verið að ræða (ísl. linsa; e. lens; ít. lente eða lente divitre; sjá einnig lens culinaris og ísl. linsu- baunir) (2,3)). Hvenær fyrstu gleraugun í Evrópu sáu dagsins ljós er ekki alveg ljóst en víst er að ekki hafa þau verið til mikils gagns og ef til vill mest til skrauts. En gleraugu voru víða seld á götum Evrópu er leið fram á miðald- ir. Roger Bacon minnist á gleraugu í bók sinni Opus Majus árið 1268 og fyrsta málaða myndin af manni með gleraugu, sem vitað er um, var gerð á Ítalíu árið 1352. Þar gera bæði borgin Flórens og Pistoia kröfu til þessarar „uppfinningar“. Fyrir þennan tíma sést sem sagt ekki nokkur maður með gleraugu á mynd- um, að minnsta kosti ekki í Evrópu! Stökkið frá því að skoða umhverfi sitt með berum augum yfir í að nota sjóngler til stækkunar var meiri- háttar afrek. Það var samt mjög umdeilt á sínum tíma. Sérstaklega gleraugun og þær uppgötvanir sem síðar urðu með notkun smásjár og sjónauka. Lengi fram eftir öldum var rótgróin sú trú eða fordómar í Evrópu að það sem ekki sæist með berum augum væri manninum ekki ætlað að sjá og reyndar hið mesta guðleysi að reyna slíkt. Svo væri heldur ekkert að marka það sem þannig sæist því það væri ekki eðli- Læknablaðið 2000/86 431
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.